Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 52
MENNING UPPGÖTVAÐI FIÐLUNA í VEIKINDUM Pólski fiðlusnillingurinn Szymon Kuran, konsertmeistari og jassfiðlari MYND OG TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Flestir sem fylgjast með jasslífinu hér á landi og klassíkinni hafa sennilega tekið eftir fiðluleikara nokkrum að nafni Szymon Kuran. Hann er annar konsert- meistari hjá Sinfóníuhljómsveit Islands og framvörður í hljómsveitinni Kuran- Swing en sú sveit leikur jass og fleira af mikilli list. Greinarhöfund langaði að forvitnast aðeins um manninn og það var alveg vandræðalaust að fá Szymon í viðtal. Áður en ég vissi af var ég sestur á stól í látlausri stofunni á Grettisgötunni. „Ég er fæddur 16. desember 1955, í litlu sveitaþorpi rétt fyrir utan Varsjá, og er tveimur árum yngri en systir mín. Ég er fæddur á sama stað og móðir mín, þetta er í sveitahéruðunum fyrir utan borgina. Ég ólst upp þarna í sveitinni og er þessvegna ekki borgarbarn í mér. En foreldrar mínir íluttu fljótlega aftur til Varsjár. Þegar ég var lítill þá var ég skíthræddur við að fara í barnaskóla og af þeim sökum fór ég bara ekki. Hinsvegar undi ég mér vel hjá afa mínum í sveitinni, því þar var minn heim- ur.“ Hvenær kviknaði svo tónlistaráhuginn hjá þér ? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég var svona 13 — 14 ára gamall. Pabbi minn spil- aði svolítið á fiðluna, sem hann smíðaði sjálfur; þetta var bara svona gutl fyrir hann sjálfan en það hafði lengi verið draumur hans að læra almennilega á hljóð- færi. En tímarnir voru mjög erfiðir í Pól- landi og faðir minn var bara fátækur verkamaður þannig að ekkert varð úr því. Hvað mig sjálfan varðar þá var ég alltaf syngjandi og stofnaði meðal annars mína eigin hljómsveit. Þar spilaði ég á tromm- ur, sem ég bjó mér til, söng og spilaði á munnhörpu, kannski allt á sama augna- blikinu. Þetta fannst mér ofsalega spenn- andi. En eitt sinn þá var ég mikið veikur, lá í rúminu í nokkrar vikur. Og eina hljóðfær- ið sem var á svæðinu var fiðlan. Ég greip hana fegins hendi og fór að plokka streng- ina. Mér fannst eitthvað mjög sérstakt við þetta hljóðfæri og þarna kviknaði áhugi minn á fiðlunni. Á þessum árum bjó ég í Varsjá og þegar ég var risinn upp úr veik- indunum lenti ég fyrir tilviljun í tilraun sem var gerð á vegum eins tónlistarskólans í borginni. Hún fólst í því að það voru bara teknir krakkar af götunni og komið fyrir í tónlistarnámi. Þetta stóð yfir í eitt ár og mér gekk mjög vel og ég stóðst prófið sem ég þurfti að taka til þess að fá að halda áfram. Reyndar fyllti þetta mig mikilli von og bjartsýni. En þar sem ég byrjaði svo seint þá tók ég ekki nema fimm ár af átta í grunnskólanum og fór svo í mennta- skólann og þaðan í tónlistarnám í Gdansk. Það var mjög mikil íhaldssemi sem réði þar ríkjum og margir kennarar voru mjög mikið á móti jassi og frjálslegri tónlist. En ég var ekki á þessum nótum því ég vil gera það sem mig langar til að gera, það er sennilega vegna þess frjálsræðis sem ég naut á meðan ég var í sveitinni." Og hvað varstu lengi í Gdansk ? „Það tók mig fimm ár að klára magist- erprófið en ég var svo heppinn að fá stöðu sem konsertmeistari við Fílharmóníuna í Gdansk og starfaði við hana í þrjú ár. Þetta var á þeim tíma sem Solidarnosc hreyf- ingin var að fæðast. Ég var semsagt þarna í Gdansk þegar Samstaða var bönnuð og ég samdi verk til minningar um hreyfinguna nóttina eftir að hún var bönnuð. Mér fannst að það væri hreinlega öll von úti fyrir pólsku þjóðina og verkið er eiginlega samið til minningar um þá von sem kvikn- aði með stofnun Samstöðu. Það var flutt 13. desember 1981, sem aukastykki á tón- leikum. Viðtökurnar voru mjög skrýtnar, það bara þögðu allir í salnum. í rauninni tók það svolítið á að fá verkið flutt því þetta var ólöglegt og framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, Karol Teuch, var dálítið hræddur við að láta flytja það. Verkið var líka flutt í London árið eftir og svo hér síðar undir stjórn Jean Pierre Jaquilat. Þar fékk það mjög góðar viðtökur. Einnig hefur það verið flutt hérlendis." Komstu svo hingað til lands frá Gdansk ? „Nei. Fyrir tilstilli kunningja míns, sem bjó í London, þá fékk ég inni í „Nat- ional Centre for Orchestral Studies“. Hann hjálpaði mér til þess að fá styrk til þess að læra við þessa stofnun. Þarna lærði ég að spila í hljómsveit;'það var í rauninni námið hvernig á að spila í hljómsveit. Það var mikil reynsla að vera í þessu námi og ég bætti líka við mig með að fara í einka- tíma. Þannig að ég lærði alveg geysilega mikið á þessu ári þarna úti. Það var svo fyrir tilviljun að ég rakst á auglýsingu í bresku blaði þar sem Sinfón- íuhljómsveit íslands var að auglýsa eftir konsertmeistara. Ég sótti um, fór í próf, fékk stöðuna og flutti til íslands. Svona einfalt var það. Og enn þann dag í dag er ég 2. konsertmeistari hjá Sinfóníunni. Hvert er starf konsertmeistara ? „Hann er einskonar milliliður milli stjórnandans og hljómsveitarinnar. Það má segja að hann sé fulltrúi hljómsveitar- innar gagnvart stjórnandanum og hann sér um það hvernig hlutar strengjasveitar- innar eru útfærðir tæknilega þegar verkið er tekið fyrir. Konsertmeistarinn og stjórnandinn eru þannig í stöðugu sam- 52 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.