Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 19

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 19
meisturunum fjórum á Ólympíuskákmót- ið sem hefst í Novi Sad í Júgóslavíu um miðjan nóvember n.k. Þar munu nýlið- arnir tveir fá dýrmæta eldskírn í baráttu við sterkustu skáksveitirnar, en ætla má að íslensku sveitinni verði raðað í 6.-7. sæti í styrkleikaröðinni í upphafi móts. Við skulum nú líta á sigurskák Héðins yfir Margeiri í síðustu umferð. Lengi vel leit út fyrir að þessi skák yrði hrein úrslitaskák um efsta sætið í mótinu en eftir tapið fyrir Þresti í 10. umferð missti Mar- geir af lestinni og átti ekki lengur mögu- leika á að ná Héðni. Hann teflir engu að síður til vinnings og tekur mikla áhættu. Drottning hans lendir í ógöngum úti á kóngsvæng meðan Héðinn athafnar sig í rólegheitum á miðborðinu og vinnur peð. Eftir að hafa tapað öðru peði, hrynur staða Margeirs og hann gefst upp þegar manns- tap er óumflýjanlegt. Ólánleg staða svörtu drottningarinnar og Iepparnir eftir 5. reitaröðinni eru síendurtekin stef í þessari skák. Hvítt: Héðinn Steingrímsson Svart: Margeir Pétursson Nimzoindversk vörn. 1 d4 Rf6 2 c4 e6 3 Rc3 Bb4 5 Dc2 0-0 6 a3 bxc3+ 7 g3 e5 8 dxe5 dxe5 9 RO e4 10 Rd4 c5 11 Rc2 Be6 12 Bg2 Dc8 13 Be3 He8 14 0-0 Bh3 15 Hfdl Df5 16 Hd6 Rbd7 17 Hadl b6 18 Bf4 Dh5 19 Re3 Be6 20 H6d2 Hac8 21 b3 h6 22 Db2 Bh3 23 Bhl Rf8 24 b4 R6h7 25 Bd6 Rg6 26 bxc5 bxc5 27 Hd5 Rg5 28 Hxc5 Hxc5 29 Bxc5 Be6 30 Bd6 Rh3+ 31 Kfl f5 32 Db5! Hd8 33 Bxe4 Rg5 34 Bxf5 Dxh2 35 Bxe6+ Kh7 36 Db7 Rxe6 37 Dg2 Dh5 38 Hd5 Rg5 39 f4 He8 40 Bc5 Re7 41 He5 Df7 42 Kgl Re6 43 Bxe7 Dxe7 44 De4+ og svart- ur gafst upp. Hjá Héðni var þessi sigur punkturinn yfir i-ið! 0 Sá yngsti frá upphafi: Héðinn Steingrímsson skákmeistari Islands 1990. meistararnir þurfa að ná háu vinnings- hlutfalli en reynslan hefur sýnt að þeir ná sjaldan árangri í samræmi við stigafjölda. Þetta hefur valdið því að sumir hinna stigahærri veigra sér við því að tefla á slík- um „minniháttar“ mótum af ótta við að Lokastaðan 1. Héðinn Steingrímsson...... 9.0 2. Björgvin Jónsson ......... 7.5 3. Þröstur Árnason........... 7.0 4. Jón L. Árnason ........... 6.5 5. Hannes H. Stefánsson...... 6.5 6. Margeir Pétursson......... 6.0 7. Þröstur Þórhallsson....... 5.5 8. Halldór G. Einarsson ..... 5.0 9. Snorri Bergsson .......... 4.0 10. Sigurður D.Sigfússon ..... 3.5 11. Tómas Björnsson........... 3.5 12. Árni Á. Árnason .......... 2.0 tapa stigum. Sem betur fer eru þeir Jón og Margeir ekki í þessum hópi og með þátt- töku sinni gáfu þeir mótinu nauðsynlegt vægi og virðingu og hinum yngri og upp- rennandi dýrmæt tækifæri til að herða sig á alvöru móti. ramfarir ungra manna verða oftar en ekki í stökkum, það kann að líða langur tími þar sem þeir virðast standa í stað uns allt í einu að flóðgáttir bresta og óvæntir kraftar leysast úr læðingi. Þá verður heimurinn hissa en sér svo þegar nánar er að gáð að hamfarirnar höfðu gert boð á undan sér. Stórgóður árangur á Búnaðarbankaskákmótinu í vetur sem leið og prýðisárangur í Biel í Sviss nú í sumar sýnir að Héðinn, sem í nokkur ár hefur verið yfirburðamaður í sínum ald- ursflokki, gat farið að taka Stökkið stóra. Nú bíður Héðins hið erfiða verkefni að halda í horfinu og stýra fleyi sínu fram til nýrra ávinninga. Hann mun nú ásamt Björgvini Jónssyni slást í för með stór- ÞJÓÐLÍF 19

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.