Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 69
VANTAR 900
MILLJARÐA TIL
VIÐBÓTAR
Talið er að austur-þýska al-
þýðulýðveldið þarfnist um
900 milljarða króna frá Vest-
ur-Þýskalandi umfram það
sem áður var talið bara á
þessu ári til að efnahagskerf-
ið geti hjarað. Samkvæmt út-
reikningum fjármálaráðu-
neytisins I Austur-Þýskalandi
þarfnast landið einungis til at-
vinnuleysisbóta yfir 250 millj-
arða til viðbótar við það sem
áður var talið. í stað 440 þús-
und atvinnulausra sem áður
var talið að myndu verða er
nú reiknað með tvöfalt fleiri
atvinnulausum. Afleiðing
þessa er einnig að lífeyris-
greiðslur hækka um 140 millj-
arða króna umfram það sem
áður var álitið. Landbúnaður-
inn þarfnast einnig yfir 150
Roberta Latow 58 ára gömul, listfræðingur og höfundur erótískra sagna, hefur fengið myndskreytingar
eftir Andy Warhol í nýjustu bók sína. Rithöfundurinn brúkar suðrænar karlpersónur í bækur sínar,
egypska prinsa, heitfenga fornleifafræðinga sem forfæra vestrænar stúlkur með lúxuslífi og tilfinninga-
hita. Fyrsta bók hennarseldist! 750þúsund eintökum. Ibókhennar„CheyneyFox“kemurpersónaAndy
Warhols fram, íhlutverki sem hann var raunverulega í á sínum tíma segir rithöfundurinn. Hún hafi sjálf
árið 1962, á þeim tíma sem hún hét sjálf Muriel að fornafni og rak listaverkabúð í New York, selt
málaranum hugmynd fyrir50 dollara, sem hafi svo markað upphafið að frægðarferli listamannsins: „Hann
ætti að mála það sem honum var kærast -dollaraseðla. “ Þá staðreynd að einnighún græði meira ídag en í
þá daga rekur hún til síns nýja h'fsgrundvallar: „Eg vakna á morgnana og segi við sjálfa mig: Vertu
skepna!...“
milljarða til viðbótar ef eitt-
hvað á að ganga. Ef ekki fæst
veruleg viðbót munu sjúkra-
hús, elliheimili, barnaheimili
og fleiri samfélagsstofnanir
sem fjármagnaðar voru af
sósíaliska valdaflokknum á
sínum tíma stöðvast. Þá hafa
komið upp vandkvæði vegna
fyrirhugaðs sparnaðar á
innra stjórnkerfi ríkisins, sem
myndi m.a. bitna á bygginga-
framkvæmdum...
(Byggt á Spiegel/óg)
DVÍNANDI GENGI DOLLARS
Bandaríski dollarinn virðist
vera að tapa forystuhlut-
verki sínu á alþjóðlegum
gjaldeyrismarkaði. Þrátt
fyrir Persaflóadeiluna hefur
dollarinn sigið gagnvart
þýska markinu meira en
nokkru sinni. Á liðnum árum
urðu hins vegar alþjóðlegar
kreppur ævinlega til þess
að styrkja bandaríska dal-
inn og leiddu til gífurlegra
kaupa á þeim gjaldmiðli. En
þessir tímar virðast liðnir:
Innrás Husseins í Kúvæt
gat ekki stöðvað fall dolla-
rans. Á síðustu tólf mánuð-
um hefur dollarinn rýrnað
um 20% gagnvart þýska
markinu. Sérfræðingar í
bandarískum kauphallar-
viðskiptum segja að hin
styrka staða dollars á sínum
tíma hafi verið kalda stríðinu
að þakka. Nú þegar kapita-
lisminn hafi hvarvetna sigr-
að fari fjármagnið þangað
sem það er líklegast til að
margfaldast, — til Evrópu,
sérstaklega til Þýskalands.
Þjóðverjum er ekki einungis
spáð áframhaldandi efna-
hagsundri heldur er og talið
að þýski seðlabankinn hafi
með árangursríkum hætti
haldið gengi þýska marks-
ins stöðugu. Áframhaldandi
kaup á þýska markinu á al-
þjóðamörkuðum styrki
einnig gengi marksins. Þau
dragi úr neikvæðum áhrif-
um hækkandi olíuverðs á
þýskt efnahagslíf. Á hinn
bóginn eykur olíuverð-
hækkunin á óttann í Banda-
ríkjunum við efnahagshrun.
Og margir sérfræðingar
telja það óhjákvæmilegt:
Annars vegar minnkar ág-
óði fyrirtækjaeigenda og
bílasala dregst saman, er
hvorttveggja er talið áreið-
anleg vísbending um stöðu
efnahagslífsins þar í landi.
Hinsvegar hafi fjöldi at-
vinnulausra og fjölgun
gjaldþrota fyrirtækja aukist
mjög upp á síðkastið. Og í
baksýn nálgast enn meiri
efnahagsvoði; afleiðingarn-
ar af „bankahneyksli aldar-
innar“ sem sagt er frá í ítar-
legri fréttaskýringu annars
staðar í Þjóðlífi að þessu
sinni. Útgjöldin fyrir ríkis-
sjóð Bandaríkjanna munu
nema stjarnfræðilegum
upphæðum þegar upp er
staðið. Fyrir utan þær af-
leiðingar verður fjárlaga-
halli Bandaríkjannaá þessu
ári 11200 milljarðar króna.
Því eru bæði skattahækk-
anir og heiftarlegur niðurs-
kurður óhjákvæmilegar
ráðstafanir. Þar með er
einnig komið að samdrætti í
stað hagvaxtar. Og þegar
markaðshorfurnar versna
verða Bandaríkjamenn
einnig að lækka vexti — og
það leiðir enn frekar til
kaupa á öðrum gjaldeyri en
dollar. Útlitið er því vægast
sagt ekki gott fyrir Banda-
ríkin að mati kauphallar sér-
fræðinganna...
(Byggt á Spiegel/óg)
ÞJÓÐLÍF 69