Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 50
KVIKMYNDIR
HAUSTVÆNTINGAR
KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON
Ahaustin virðist sem breyting verði á
gæðum mynda framleiddum í
Bandaríkjunum. Myndir eins og „A tæp-
asta vaði 2“, „Fullkominn hugur“, og
„Dick Tracy“ hala inn aurum á sumrin en
eru lítið annað en litríkar afþreyingar-
myndir sem skilja ekki margt eftir fyrir
hinn „þenkjandi" mann að moða úr. En
nú vænkast hagur áhugafólks um vandað-
ar og innihaldsríkar myndir. Hér eru
nokkrar þeirra mynda sem verið er að
frumsýna þar vestra nú í haust, og eru
væntanlegar hingað til íslands um og eftir
áramótin:
Leikstjórinn Martin Scorsese er kom-
inn aftur á bernskuslóðir sínar, götur New
York. í för með honum er æskufélagi
hans, leikarinn Robert DeNiro. Joe
Pesci og Ray Liotta leika á móti
DeNiro í nýjasta hugarfóstri
Scorsese: „Goodfellas". Hún
fjallar um samskipti þriggja fé-
laga við mafíuna og er talin all
hrottaleg og slapp naumlega
við x-ið alræmda frá kvik-
myndaeftirliti Bandaríkjanna.
Önnur mafíumynd er á leið-
inni og er hún leikstýrð af ekki
ómerkari manni en Francis
Ford Coppola. Jú, mikið rétt,
„Guðfaðirinn 3“ með A1 Pacino
og Andy Garcia („Siðanefnd lög-
reglunnar“) í aðalhlutverkum.
Sean Penn leikur í dramatískri
glæpamynd ásamt Ed Harris
(„The Abyss“). Þessi mynd heitir á
frummálinu: „State of Grace“ og er
leikstýrð af unglambinu Phil Joan-
ou („U2: Rattle and Hum“).
Nýjasta mynd Coen bræðranna
(„Blood Simple" og „Raising Ar-
izona“) er „Millers Crossing" með
breska stórleikaranum Albert Finney
í einu aðalhlutverkanna. Mynd þessi
hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma
og þykir líkleg til að sópa að sér verð-
launum.
Mickey Rourke leikur í endurgerðri
útgáfu af Bogart mynd frá árinu 1955.
Hún heitir „Örvæntingarfullar stundir"
(„Desperate Hours“) og er það félagi
Rourke, Michael Cimino sem leikstýrir.
Sagan fjallar um strokufanga sem tekur
fjölskyldu í gíslingu í baráttu sinni við
lögin.
Kyndvergurinn Kevin Costner er nú
farin að leikstýra, og það sjálfum sér!
Mynd hans heitir „Dansar með
úlfum“ og fjallar um samskipti
hvítra og Indíána á tímum
borgarastyrjaldarinnar í
Bandaríkjunum.
Stórleikari
sem vanur
er
DeNiro leikur stórt
hlutverk í Mafíumyndinni, sem
rétt slapp undan bannfæringarlista bandaríska
kvikmyndaeftirlitsins.
að leikstýra sjálfum sér er Clint Ea-
stwood. Nýjasta afrek hans er myndin
„White Hunter, Black Heart“ og er byggð
á deilum leikstjórans John Huston og
handritahöfundarins Peter Viertel sem
áttu sér stað á meðan tökur á „The African
Queen“ stóðu yfir.
Woody Allen gerir allt í næstu mynd
sinni annað en að leika, það lætur hann
William Hurt, Miu Farrow, og Alec
Baldwin („Leitin að rauða október“) sjá
um. Þetta er gamanmynd og heitir „Al-
ice“.
Rob Reiner leikstjóri sem þekktur
er fyrir sínar manneskjulegu og grát-
broslegu myndir hefur skipt snar-
lega um stíl. Hann leikstýrir James
Caan í mynd byggðri á sögu Step-
hen King: „Eymd“.
Eftir „Batman“ hefur leikstjór-
inn Tim Burton ákveðið að róa
sig aðeins niður og útkoman er
dæmisaga um pilt sem er með
skæri í stað handa. Með aðal-
hlutverkin fara hjónakornin
Johnny („Cry baby“) Depp og
Winona („Beetlejuice“)
Ryder.
Arnold Schwarzenegger
er nú búinn að hertaka ungl-
ingamarkaðinn með mynd
sinni „Total Recall“ og þá
er næsta skref að vinna hug
og hjörtu foreldranna. í
næstu mynd hans, sem
Ivan Reitman („Twins,
Ghostbusters 1 og 2“)
leikstýrir, er Arnie
lögga sem fer í dular-
gervi barnaskólakenn-
ara til að ná í ljóta kall-
inn. Það er sagt að
krakkarnir sem leika
á móti Schwarzen-
egger vinni hug og
hjörtu allra áhorf-
enda.
Svo er það hitt
50 ÞJÓÐLÍF