Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 50
KVIKMYNDIR HAUSTVÆNTINGAR KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON Ahaustin virðist sem breyting verði á gæðum mynda framleiddum í Bandaríkjunum. Myndir eins og „A tæp- asta vaði 2“, „Fullkominn hugur“, og „Dick Tracy“ hala inn aurum á sumrin en eru lítið annað en litríkar afþreyingar- myndir sem skilja ekki margt eftir fyrir hinn „þenkjandi" mann að moða úr. En nú vænkast hagur áhugafólks um vandað- ar og innihaldsríkar myndir. Hér eru nokkrar þeirra mynda sem verið er að frumsýna þar vestra nú í haust, og eru væntanlegar hingað til íslands um og eftir áramótin: Leikstjórinn Martin Scorsese er kom- inn aftur á bernskuslóðir sínar, götur New York. í för með honum er æskufélagi hans, leikarinn Robert DeNiro. Joe Pesci og Ray Liotta leika á móti DeNiro í nýjasta hugarfóstri Scorsese: „Goodfellas". Hún fjallar um samskipti þriggja fé- laga við mafíuna og er talin all hrottaleg og slapp naumlega við x-ið alræmda frá kvik- myndaeftirliti Bandaríkjanna. Önnur mafíumynd er á leið- inni og er hún leikstýrð af ekki ómerkari manni en Francis Ford Coppola. Jú, mikið rétt, „Guðfaðirinn 3“ með A1 Pacino og Andy Garcia („Siðanefnd lög- reglunnar“) í aðalhlutverkum. Sean Penn leikur í dramatískri glæpamynd ásamt Ed Harris („The Abyss“). Þessi mynd heitir á frummálinu: „State of Grace“ og er leikstýrð af unglambinu Phil Joan- ou („U2: Rattle and Hum“). Nýjasta mynd Coen bræðranna („Blood Simple" og „Raising Ar- izona“) er „Millers Crossing" með breska stórleikaranum Albert Finney í einu aðalhlutverkanna. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma og þykir líkleg til að sópa að sér verð- launum. Mickey Rourke leikur í endurgerðri útgáfu af Bogart mynd frá árinu 1955. Hún heitir „Örvæntingarfullar stundir" („Desperate Hours“) og er það félagi Rourke, Michael Cimino sem leikstýrir. Sagan fjallar um strokufanga sem tekur fjölskyldu í gíslingu í baráttu sinni við lögin. Kyndvergurinn Kevin Costner er nú farin að leikstýra, og það sjálfum sér! Mynd hans heitir „Dansar með úlfum“ og fjallar um samskipti hvítra og Indíána á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Stórleikari sem vanur er DeNiro leikur stórt hlutverk í Mafíumyndinni, sem rétt slapp undan bannfæringarlista bandaríska kvikmyndaeftirlitsins. að leikstýra sjálfum sér er Clint Ea- stwood. Nýjasta afrek hans er myndin „White Hunter, Black Heart“ og er byggð á deilum leikstjórans John Huston og handritahöfundarins Peter Viertel sem áttu sér stað á meðan tökur á „The African Queen“ stóðu yfir. Woody Allen gerir allt í næstu mynd sinni annað en að leika, það lætur hann William Hurt, Miu Farrow, og Alec Baldwin („Leitin að rauða október“) sjá um. Þetta er gamanmynd og heitir „Al- ice“. Rob Reiner leikstjóri sem þekktur er fyrir sínar manneskjulegu og grát- broslegu myndir hefur skipt snar- lega um stíl. Hann leikstýrir James Caan í mynd byggðri á sögu Step- hen King: „Eymd“. Eftir „Batman“ hefur leikstjór- inn Tim Burton ákveðið að róa sig aðeins niður og útkoman er dæmisaga um pilt sem er með skæri í stað handa. Með aðal- hlutverkin fara hjónakornin Johnny („Cry baby“) Depp og Winona („Beetlejuice“) Ryder. Arnold Schwarzenegger er nú búinn að hertaka ungl- ingamarkaðinn með mynd sinni „Total Recall“ og þá er næsta skref að vinna hug og hjörtu foreldranna. í næstu mynd hans, sem Ivan Reitman („Twins, Ghostbusters 1 og 2“) leikstýrir, er Arnie lögga sem fer í dular- gervi barnaskólakenn- ara til að ná í ljóta kall- inn. Það er sagt að krakkarnir sem leika á móti Schwarzen- egger vinni hug og hjörtu allra áhorf- enda. Svo er það hitt 50 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.