Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 65

Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 65
Börn að leik i Vesturbæjarskólanum. foreldra? Er mikið um að börn séu tekin úr skólanum og þau send annað? — Starf skólastjóra felst m.a. mikið í því að eiga samskipti við foreldra og nem- endur. Eg hef sem skólastjóri reynt að rækja þetta hlutverk mitt eftir bestu getu. Fyrir utan daglegar fyrirspurnir og að finna úrlausnir á margvíslegum vanda- málum vil ég nefna formlegt samstarf í stjórn Foreldra- og kennarafélags skólans. Hvernig til hefur tekist verða aðrir að meta. Mikil hreyflng er á nemendum Vesturbæjarskóla eins og í öðrum skólum borgarinnar. Þessir flutningar stafa í flest- um tilfellum af búferlaflutningi fjöl- skyldna. Eins gerist það að foreldrar í hverfmu velja að senda börn sín í annan skóla rétt eins og foreldrar úr öðrum hverfum hafa valið Vesturbæjarskóla fram yfir sinn hverfisskóla. í þessu sambandi má geta þess að af 330 nemendum skólans eru það 60 nemendur sem búa utan skóla- hverfisins sem sækja Vesturbæjarskóla í ár að ósk foreldra. Um 20% barna á skólasvæði Vestur- bæjarskólans stunda nám í Landakots- skóla. Hver er þín skýring á þessu? — Þannig hagar til að í gamla Vestur- bænum eru starfræktir tveir grunnskólar fyrir nemendur frá 1. bekk upp í 7. bekk. Almennt gildir sú regla að nemendur til- heyra ákveðnu skólahverfi eftir búsetu. Ef foreldrar kjósa hins vegar að börn þeirra sæki annan skóla en hverfisskólann er þeim frjálst að velja annan skóla svo fram- arlega sem þar er ekki yfirfullt. Það gegnir hins vegar öðru máli um Landakotsskóla, en eins og menn vita er þar um einn af einkaskólunum á Reykjavíkursvæðinu að ræða. Það er áratuga hefð fyrir því að margar fjölskyldur í gamla Vesturbænum hafa valið að senda börn sín í Landakots- skóla og tel ég prósentuhlutfallið hafi lítið breyst eftir að við tókum upp breytta kennsluhætti í Vesturbæjarskóla án þess að ég hafi um það handbærar upplýsingar. Benda má á til samanburðar að nokkuð stór hundraðshluti barna úr skólahverfi Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands stunda nám við ísaksskóla sem er einka- skóli í hverfinu. Er nægjanlegt umferðaröryggi í nám- unda við skólann? Hvað með umferðar- ljós við Hringbrautina? — Strax og starfsemi skólans fluttist á Sólvallagötu var borgaryfirvöldum gerð grein fyrir áhyggjum starfsfólks skólans og foreldra af umferðaröryggi í námunda við skólann. Á fyrsta starfsári á nýjum stað stóð Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar fyrir könnun á gönguleiðum nemenda í skólann. Á grundvelli þeirrar könnunar og athugana á umferð annarra vegfarenda og ökutækja um hverfið voru unnar tillög- ur um breytt umferðarskipulag í gamla Vesturbænum. Þessar tillögur voru kynntar fulltrúum íbúasamtaka Vestur- bæjar, Vesturbæjarskóla og foreldra- og kennarafélagi skólans. — Fulltrúar íbúa og foreldra hafa sýnt mjög ábyrga afstöðu hvað varðar umferð- aröryggi í hverfinu og má m.a. benda á að þeir áttu frumkvæði að því að lækka há- marksökuhraða innan gamla Vesturbæj- arins niður í 30 km og koma upp hraða- hindrunum (öldum) víðs vegar í hverfinu. Fyrrnefndir aðilar ásamt mér röðuðu of- angreindum tillögum í forgangsröð og sendu umferðarnefnd. Nú í september hafa ákveðnir þættir verið framkvæmdir eins og einstefna á ákveðnum götum í námunda við skólann og breytingar á strætisvagnaleiðum. — Því verkefni sem ég og fulltrúar íbúa og foreldra töldu brýnast að tekið væri á, þ.e. umferðarljós á Hringbraut við Fram- nesveg, samfara breytingum á bílastæðum og gangstéttum við gatnamótin, hefur hins vegar ekki verið hrundið í fram- kvæmd. Þegar starfsmaður gatnamála- stjóra var inntur svara um þetta tiltekna atriði fékkst það svar að einhver bið yrði að öllum líkindum á því að þessi umferð- arljós verði reist, þar sem á þessum gatna- mótum væri hlutfallslega um færri svarta bletti að ræða en á öðrum gatnamótum í borginni, þar sem þörf er á umferðarljós- um. Einnig var borið við manneklu í sam- bandi við uppsetningu ljósanna. Annars vísa ég þessari spurningu til yfirvalda um- ferðar- og borgarmála, sem bera ábyrgð á þessum málaflokki. Eru að þínu mati líkur á að opinn skóli á borð við Vesturbæjarskóla verði skóli framtíðarinar? — Eins og fram hefur komið hér að framan hefur þróunarstarfið í Vesturbæj- arskóla ekki staðið yfir nema í tíu ár. Það er stuttur tími að mínu mati þegar um skólastarf er að ræða. Einkum þegar skólastarfi eru búin þau skilyrði að geta hvorki mætt hinum margvíslegu þörfum nemenda og heimila í þjóðfélagi sem hefur gjörbreyst á stuttum tíma, né heldur boðið starfsmönnum sínum upp á viðunandi starfsaðstæður. Alkunna er að kennara- starfið er mjög vanmetið í þjóðfélaginu í dag. í þessu sambandi má geta þess að nýr Vesturbæjarskóli er t.d. byggður með tvísetningu í huga og má það furðu gegna miðað við þær miklu umræður, sem farið hafa fram og skýlausu kröfu foreldra í landinu um einsetinn skóla. — Ég held ég svari þessari spurningu einna best með því að vitna í orð þess mæta skólamanns Jónasar B. Jónssonar, fyrr- verandi fræðslustjóra í Reykjavík, sem hann lét falla í grein í Nýjum menntamál- um fyrir tveimur árum síðan (2.tbl.6.árg. 1988), en þar segir hann m.a. um skóla framtíðarinnar: „Ég er sannfærður um að opni skólinn byggir á hugmyndum sem í framtíðinni verða ráðandi í skólamálum. I rauninni erum við með opnum skóla að tala um breytta afstöðu til menntunar og einstaklings.“ 0 ÞJÓÐLÍF 65

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.