Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 63
Kiistín G. Andrésdóttir skólastjóri. Hæpið að einstaklingurinn geti orðið sjálfstæður og fær um að velja og hafna í fíóknu samfélagi framtíðarinnar, ef eingöngu er beitt ytra valdboði við að stjórna nemendum... (Myndir Pétur Björnsson). arar skólans stunda nú starfsleikninám, sem er tveggja ára framhaldsnám og þró- unarstarf. — Eftir verkfallið 1984 var mikið um kennaraflótta úr grunnskólum landsins. Grunnskólar landsins liðu fyrir þetta ástand. Kennnaraskipti við skólann teljast ekki hafa verið með óvenjulegum hætti og reyndar höfum við nú á síðari árum fengið fleiri starfsumsóknir en við höfum getað sinnt. Ert þú sannfærð um að aukið frelsi barna í skólastarfi sé heppilegasta skóla- formið til að mæta þeirri lausung og sumpart erfiðu uppeldisskilyrðum sem einkenna þjóðfélag okkar? Er ekki hætt við að í opna skólanum lendi stærri hóp- ur barna milli skips og bryggju heldur en í hefðbundna skólanum þar sem ríkir ákveðnari reglufesta og agi? — Hægt er að svara þessari spurningu með annarri spurningu. Hvað er hefð- bundinn skóli? Er átt við „gamla skól- ann“, sem Arthur Morthens, sérkennslu- fulltrúi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis skilgreinir í Þjóðlífi í mars í fyrra (3.tbl.5.árg.), en þar segir hann m.a.: „Ég tel mig ekki taka of sterkt til orða þó ég fullyrði að „gamli skólinn“ hafi mótast af valdmannslegri stöðu kennar- ans. Hann valdi námsefnið og fyllti nem- endur af þess tíma viðurkenndum stað- reyndum. Jafnframt því sem hann stýrði frá tíma til tíma frá fagi til fags. Boðskiptin gengu að mestu frá kennara til nemenda. Nemandi þess tíma var í raun hlutgerður af hálfu kennarans. A greind var litið sem um margt fastmótaðan og óumbreytanleg- an hæfileika að mestu arfgengan. í námi var ofuráhersla lögð á minnisþáttinn sem síðan var hægt að prófa á miðjum vetri eða að vori. Börnum var raðað í bekki eftir færni þeirra í lestri í 7 ára bekk og sjaldn- ast var þeirri niðurstöðu haggað.“ Eða er átt við rótgróna skóla sem vissulega hafa gert margvíslegar áherslubreytingar í skólastarfinu á síðastliðnum áratugum, ekki síst eftir að grunnskólalögin frá 1974 tóku gildi? — Frelsi barna í skólastarfi er að sjálf- sögðu ekki markmið í sjálfu sér og getur leitt til lausungar ef því fylgir ekki ábyrgð og ákveðin reglufesta. Hins vegar er hæp- ið að einstaklingurinn geti orðið sjálfstæð- ur og fær um að velja og hafna í flóknu samfélagi framtíðarinnar, ef eingöngu er beitt ytra valdboði við að stjórna nemend- um og allt námsefnið er valið fyrir þá eins og gerðist í „gamla skólanum“. Ég tel að skilyrði þess að skólinn geti útskrifað sið- ferðilega ábyrga og sjálfstæða einstaklinga sé það að nemendur þurfi frá upphafi skólagöngu sinnar að læra að bera ábyrgð á eigin námi í samráði við kennara. Og slíkt gerist vart nema veita þeim smám saman aukið frelsi í vali daglegra viðfangsefna innan skólastofunnar. — Með sveigjanlegu skólastarfi tel ég að betur sé hægt að koma til móts við einstaklinginn og þar sem kennslan er mjög einstaklingsmiðuð, sé hægara að koma í veg fyrir að einstaklingurinn týnist en í „gamla skólanum“. Ég leyfi mér að vitna aftur í grein Arthúrs Morthens, enda er þar að finna mjög greinagóða túlkun á grunnskólalögunum. „Fræðsluhlutverk skólans og uppeldis— velferðarhlutverk eru ekki tveir aðskildir þættir heldur ein órofa heild. Jafnframt segir í markmiðs- grein laganna:,, Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að að afla sér þekk- ingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðla að stöðugri viðleitni til mennt- unar og þroska." Það sem hér hefur verið nefnt úr grunnskólalögum felur í sér kröfu um sveigjanlega kennsluhætti og mismun- andi námstilboð í formi mismunandi verkefna og athafna í skólum. Skólinn á að laga starf sitt að einstaklingum. Mark- miðsgrein laganna er sá grunnur sem starfið í grunnskólunum hvílir á. Það sem í markmiðsgrein stendur er meginverk- efni kennara í grunnskólum.“ — Það ber að leggja á það áherslu að það er alrangt að setja jafnaðarmerki á milli sveigjanlegra kennsluhátta og aga- leysis. Þvert á móti eru gerðar miklar kröf- ur til að nemendur læri að fara eftir reglum og temji sér sjálfsaga í vinnubrögðum og mannlegum samskiptum. Er sérkennsluþörf Vesturbæjarskól- ans meiri en annarra skóla og/eða önnur vandamál meðal nemenda sem tengjast skólastarfinu? — Sérkennsluþörf í skólum er háð mörgum þáttum m.a. félagslegu um- hverfi, samsetningu hverfis, samsetningu í bekk, kennsluháttum og viðhorfum í skólanum. Eftir því sem starfsfólk er sam- viskusamara er það kröfuharðara fyrir hönd sinna skjólstæðinga, — það ríður þéttara öryggisnet í kringum sína nem- endur. Ef bornir eru saman skólar af svip- aðri stærð, þá reynast þeir með svipaðan fjölda sérkennslunemenda, en Vesturbæj- arskólinn er í efri kantinum hvað þetta varðar. — Félagsleg vandamál í Reykjavík hafa stóraukist á undanförnum árum. Benda má á í því sambandi að Félagsmál- astofnun hefur nú öðru sinni fengið við- bótarúthlutun á þessu ári til að sinna þeim félagslegu vandkvæðum, sem upp hafa komið í borginni. Þessi vandamál hafa auðvitað áhrif út í skólana og okkur er óhætt að fullyrða að flestir skólar borgar- innar hafa orðið varir við aukna félagslega erfiðleika barna og þar með meiri sér- kennsluþörf. í þessu sambandi er Vestur- bæjarskóli engin undantekning. Hvert er samband skólastjórnar og ÞJÓÐLÍF 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.