Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 72
NÁTTÚRA/VÍSINDI Þó að piljur, einkum móspilja, séu í hópi þekktustu lækningaplantna Afríku hafði enginn lagt sig eftir því að efnagreina plönturnar í því skyni að komast að því hvaða virku efni þær innihalda. Wrang- ham sneri sér því til Eloy Rodriguez, efnagreiningartæknis við háskólann í Kaliforníu sem jafnframt var sérfræðing- ur í plöntum af körfublómaættinni. Niðurstöðurnar voru vægast sagt afar merkilegar. í laufblöðunum reyndist vera öflugt sýklalyf í miklum mæli. Sýklalyflð er nefnt þíarúbrín-A, og hafði áður fund- ist í rótum annars körfublóms, roðarótar (Chaenactis douglasii). Frumbyggjar Kanada búa til meðal úr roðarót og nota á sár. Efnafræðingar höfðu hins vegar ekki hugmynd um að þíarúbrín væri einnig að finna í ungum laufblöðum piljutegunda. „Ég varð furðu lostinn yfir þessari vitn- eskju simpansanna og innfæddra afríku- búa, sem þeir höfðu aflað sér án þess að búa yfir nútímaefnagreiningartækni og auk þess vissu þeir að virka efnið var ein- ungis að finna í ungum laufblöðum pilju- Efnið er einnig máttugt gegn gerlum og veirum og það hefur reynst betur í tilraunum en krabbameinslyfið vínblastín. plantna“, sagði Rodriguez. Ennfremur tína simpansarnir lauf af tveimur þessara tegunda eingöngu við dagmál sem bendir til þess að þá sé heppilegast að neyta lauf- blaðanna. Þekking í plöntulífeðlisfræði rennir stoðum undir þetta því styrkur ým- issa efnaskiptaafurða í plöntum fylgir oft dægursveiflu. Rodriguez uppgötvaði einnig að þíar- úbrín-A er öflugt lyf gegn sveppum og ormum. Litlir skammtar (fimm milljónar- hlutar (ppm)) þess reyndust mjög áhrifa- ríkir gegn margvíslegum sníkjuormum. Efnið er einnig máttugt gegn gerlum og veirum og það hefur reynst betur í tilraun- um en krabbameinslyfið vínblastín. rangham og Goodall líta svo á að sú staðreynd að simpansar neyta til- tekinna plantna í lækningaskyni sé enn ein staðfesting þess að simpansar búa yfir mun meiri greind en aðrir prímatar (vænt- anlega að manninum slepptum). Simp- ansar, sem læra hvers á að neyta með því að fylgjast með sér eldri öpum og herma það eftir þeim, eiga auðvelt með að til- einka sér nýja háttu og siði og varðveita þá þekkingu, segir Wrangham. Með þessu greina þeir sig frá öðrum prímötum í Gombárgarði, t.d. bavíönum, sem öðru hverju neyta lækningaplantna, en þá ein- göngu sem fæðu. Þrátt fyrir að piljur hafi hörð og burst- hærð blöð tyggja bavíanarnir þau jafnhratt og öll önnur laufblöð og hafa augljóslega ekki hugmynd um eiginleika þeirra. Virk efni sem slæðast þannig með í fæðu þeirra eru ef til vill gerð óvirk í meltingarvegin- um. Wrangham hefur fylgst með bavíön- um í um tuttugu ár og allan þann u'ma sá hann aðeins tvo bavíana éta piljublöð og þeir gerðu það ekki á meðvitaðan og vits- munalegan hátt líkt og simpansarnir. Önnur dýr nota stundum plöntur sem vinna gegn sníkjudýrum en ekki með því að neyta þeirra. Sem dæmi má nefna stara sem halda sníklum í hreiðrum sínum í skefjum með því að klæða þau innan með sérstökum laufblöðum. Simpansar eru hins vegar einu dýrin sem hafa vitsmuni til að setja neyslu tiltekinna plantna í sam- hengi við linun þrauta og krankleika. Simpansarnir hafa það auk heldur fram yfir starann að þeir velja sérstaklega þrjár plöntutegundir og neyta þeirra þegar þeim kemur það best. En það er meira blóð í kúnni. Það hefur vitnast að simpansar í Tansaníu þekkja til annarra lækningaplantna en piljanna og neyta þeirra á sama hátt. Af þeim má nefna vætuhrís (Lippea picata), runna sem vex í votlendi. Líffræðingar fylgdust með simpansakerlu gleypa lauf af vætu- hrísi og ganga þvínæst rakleiðis til hvílu. Fólk af Tongweættflokknum gerir sér meðal af vætuhrísi til að ráða bót á maga- verkjum. Annars staðar í Afríku eru aðrar tegundir af sömu ættkvísl notaðar gegn iðrakreppu (t.d. blóðkreppusótt) og mýraköldu. Efnagreining leiðir í ljós að vætuhrís inniheldur virk efni sem nefnast einterpenar (monoterpen) og þau hafa reynst vera með víðtæka verkun gegn ýmsum sníkjudýrum. Sjúka simpansakerlan sem áður var nefnd til sögunnar neytti einnig annarrar plöntu, sníkilbana (Vernonia amygdal- ina), sem er trjákenndur runni og er þekkt lækningaplanta meðal afríkubúa. Þeir nota hana gegn ýmsum sníkjudýrum. Efnagreining hennar leiddi í ljós að hún innihélt efni sem voru virk gegn ýmsum sýklum, m.a. veirum, og aukinheldur virtust þau örva ónæmiskerfi líkamans. Simpansakerlingin náði síðan fullri heilsu og það er fyrsta skráða dæmi um að simpansi hafi læknað sjálfan sig. Hún varð reyndar viðfangsefni í ná- kvæmri rannsókn sem þeir Michael Huffman og Mohamedi Seifu önnuðust. Kerlan reyndist svefnsjúk og virtist þjást af steinsmugu sem er glöggt einkenni sníkjudýrasýkingar. Hún sneiddi algjörlega hjá safaríkum plöntum sem aðrir simpansar voru þá stundina að gæða sér á og leitaði uppi bragðbeiska sprota af sníkilbana. En í stað þess að éta þá heila tuggði hún þá vand- lega, saug úr þeim safann og spýtti út úr sér trefjunum. Og eins og segir í kvæðinu, eftir að þetta allt var skeð, náttból hún sér velja réð, en allt um kring voru félagar hennar á beit. Að liðnum sólarhring var kerla hin sprækasta og blandaði geði við hina og át sem þeir. Rannsóknir annars staðar í Afríku hafa sýnt fram á að simpansar þekkja og nota ýmsar aðrar lækningaplöntur og neyta þeirra ávallt á sama hátt, gleypa þær heilar en tyggja þær ekki líkt og hefðbundnar fæðuplöntur. Þessar lækningaplöntur eru jafnframt vel þekktar meðal frumbyggja á viðkomandi svæði. I laufblöðum fíkjutrés eins, Ficus exasperata, eru vel þekkt gerla- og veiruhemjandi efni, svonefnd só- lín. Fornegyptar notuðu sólín til að lækna húðkvilla. Simpansar éta þessi laufblöð með annarri fæðu. Rodriguez hefur einnig einangrað fjölpeptíð úr roðastreng (Rubia cordifolia) sem er þekkt lækningaplanta í Uganda og er notuð þar við magakveisu og sníkjudýrum. Rannsóknir í Japan hafa gefið til kynna að þetta efni sé virkt gegn æxlisvexti. Það er Ijóst að hér hefur opnast nýtt svið í lyflæknisfræði sem á vafalaust eftir að reynast gjöfult og nytsamt. Og enn má tína plöntur til sögunnar. í Uganda og Tansaníu gleypa simpansar en tyggja ekki heil, bursthærð blöð af klifr- andi plöntum, vafjurtum (Commelina). Í jurtunum eru tannín (sútunarsýrur) og mjólkurkennt efni sem afríkubúar nota sem sýklalyf, gegn hitasótt, eyrnaverk og til að hemja blæðingu. Rodriguez er nú að 72 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.