Þjóðlíf - 01.09.1990, Page 13
grein fyrir þeim breytingum sem verða í
sjávarútvegi og það sem af þeim leiðir.
Guðmundur Ólafsson segir um land-
búnað á Islandi: „Talið er að spara megi
neytendum 15 milljarða á ári með því að
leyfa innflutning á landbúnaðarvörum,
þar af eru niðurgreiðslur og útflutnings-
bætur um 6—7 milljarðar. Þetta eru um 3
milljónir króna á hvert lögbýli á ári.
Kostnaður vegna erlendra aðfanga er
stundum álíka og varan mundi kosta full-
unnin erlendis frá. Þess vegna eru áhöld
um hvort íslenskur landbúnaður sé yfir-
leitt gjaldeyrissparandi. f flestum grein-
um er landbúnaðurinn orðin mjög háður
þessum innflutningi og því er það öryggi
sem sumir telja innlendan landbúnað veita
varla meira en gildir almennt í milliríkja-
verslun. Hann gæti hins vegar alið með
mönnum falska öryggiskennd.“
Hvort sem smjörið er strokkað lengur
eða skemur, komast menn yfirleitt að
þeirri niðurstöðu að íslenskur landbúnað-
ur sé í ógöngum, eða öllu heldur að þjóðar-
búið sé í ógöngum vegna skipulags á land-
búnaðarmálum. Bændur sjálfir hafa á
hreinskilinn hátt að undanförnu lýst yfir
nauðsyn á gjörbreytingu á skipulagi land-
búnaðarmála og munu áreiðanlega taka
fúsir þáttt í skipulagsbreytingunum. 500
daga áætlunina ætti að framkvæma í sátt
við bændur.
Ilandbúnaðarmálum er hugmyndin sú
að aflétta til að byrja með hömlum á
verslun með fullvirðisrétt. Það er auðvitað
gert í þeim tilgangi að ná fram meiri hag-
kvæmni við búrekstur, og að sauðfjárrækt
verði þar sem hún er heppilegust fyrir
landið, sem og mjólkurbúskapur. Á þessu
byrjunarferli verða hinar niðurlægjandi
útflutningsbætur afnumdar.
Um sama leyti verður að stórefla Líf-
eyrissjóð bænda og fjármagna með niður-
greiðslum. Um leið er gert ráð fyrir að
undirbúa íslenskan landbúnað undir sam-
keppni með ýmsum ráðstöfunum. Það
þarf samtímis að treysta stöðu bænda með
því að fella niður tolla og aðflutningsgjöld
af aðföngum landbúnaðar.
Markaðstengingin verður með margvís-
legum ráðstöfunum eins og t.d. að verð-
jöfnun á mjólk og kindakjöti innanlands
verður afnumn á næsta stigi. Og þegar hér
er komið sögu verður innflutningur á iðn-
framleiddum matvælum, t.d. kjúkling-
um, svínakjöti, eggjum, smjörlíki og loks
kartöflum, heimilaður gegn háum vernd-
artollum.
Næst er stofnaður jarðakaupasjóður til
að auðvelda þeim sem vilja hætta búskap
við að hætta og verður hann fjármagnaður
Islenskir stjórnmálaforingjar. Munu þeirræða leiðíslands til markaðsbúskapar? Þora þeirí500
daga áætlun?
er ekki á dagskrá um hríð. Kísilmálmur-
inn hefur ekki haldist í verði og þörfin
ekki aukist. Hins vegar gæti slík verk-
smiðja orðið aftur tímabær eftir nokkur ár
sem fýsilegur kostur fyrir okkur“, segir
Geir A. Gunnlaugsson. Hann telur einnig
einboðið að leita fremur eftir minni
verksmiðjum og starfsemi, sem auðveldar
væri að koma fyrir annars staðar en á suð-
vesturhorninu, starfsemi sem krefðist um
150 manns. Hann kveður almennar
fyrirspurnir hafa borist að utan um mögu-
leika á slíkum verkefnum.
I ljósi þessa er óvarlegt að áætla annað
en að í mesta lagi tvær stórverksmiðjur
verði settar á laggirnar fyrir aldamót og
alls óvíst hvort meira sé fýsilegt af þeim
toga. Miklu skiptir að fá smærri erlend
fyrirtæki til að koma sér fyrir á íslandi.
ð mati margra gætu möguleikar falist
í smærri fyrirtækjum í tengslum við
fríverslunarsvæði sem íslendingar setja á
laggirnar. Það gæti orðið eyland, sem
skapaði mörg atvinnutækifæri. Karl
Steinar Guðnason alþingismaður flutti
þingsályktunartillögu um fríverslunar-
svæði í sex þing áður en hún fékkst sam-
þykkt. Nú hefur forsætisráðherra skipað
nefnd til að fara í saumana á málinu. Karl
Steinar kvað í samtali við Þjóðlíf hug-
myndina ganga út á hvorutveggja; að
koma upp blómlegum viðskiptum og hafa
rúm til að koma upp samsetningar-
verksmiðjum. Á fimm hundruð daga áætl-
uninni er gert ráð fyrir að opna fríverslun-
arsvæði, sem síðar meir gæti skapað þús-
undir tækifæra. Karl Steinar benti á að á
fríverslunarsvæðinu í Cannon á írlandi
væru þúsundir manna við vinnu. Þar hefði
það gerst þvert á allar spár að laun hefðu
hækkað verulega og athafnalífið blómstr-
aði.
Segja má að 500 daga áætlunin miði við
þrjá aðalþætti: a) breytingar á sjávarút-
vegi, b) breytingar í landbúnaði, c) breyt-
ingar á fjármálakerfi landsmanna. Annað
er nánast útfærsla eða kemur í framhaldi
af breytingum á þessum sviðum. 500 dag-
arnir eru framkvæmdadagar fyrir breyt-
ingarnar sem síðan eiga eftir að skila okk-
ur betri lífskjörum. Við höfum þegar gert
ÞJÓÐLÍF 13