Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 12
INNLENT Gorbatstjof og Scbatlalin ræða leið Sovétríkjanna til markaðsbúskapar. Þar liggur 550 daga áætlun á borðum. ekki vanþörf á að kanna hagkvæmni upp- byggingu nets á íslandi. Það sakaði a.m.k. ekki að skoða málið. Eftir að landið er orðið ein heild þar sem stærsti fiskmarkaður heimsins hefur að- setur skiptir miklu að stærstu byggðirnar séu tengdar saman með hraðvirkum og öruggum hætti. Eðlilegt er að hraða könn- un á arðsemi farms- og fólksflutninganets; Reykjavík -ísafjörður(meðt.Bolungar- vík,Flateyri, Suðureyri sem tengd verða saman með jarðgöngum), R—Sauðár- krókur, R — Akureyri (Eyjafjarðarsvæðið allt), — Egilsstaðir(búið að tengja saman við Seyðisfjörð, Neskaupstað, Reyðar- fjörð), —Keflavík, —Selfoss. Hvað járn- brautir eða hraðbrautir myndu kosta og hver væri arðsemi þeirra. I þessu dæmi þarf að gera ráð fyrir gífurlega auknum flutningum vegna tengingar fiskmarkað- anna, mikilli fjölgun ferðafólks, og síðan eðlilegrar aukningar ferða landsmanna sjálfra, sem munu í kjölfar samgöngubylt- ingar eiga mun auðveldara með að skreppa á milli staðanna. Þegar landið er orðið ein heild, eitt at- vinnusvæði, er hægt að leggja niður nú- verandi kjördæmaskipan, hafa landið sem eitt kjördæmi, og hver maður hafi eitt at- kvæði við kosningar. tóriðja mun eiga sinn þátt í vexti efna- hagslífs í framtíðinni þó hann verði mun minni en margir hafa ætlað. Því hef- ur verið haldið fram að íslendingar þyrftu ígildi þriggja álvera á stærð við það sem nú er á teikniborðinu til að geta haldið í við hagvöxt í öðrum OECD ríkjum fram að aldamótum. Reyndar álíta sérfræðingar að þrjú til fjögur álver myndu hvergi duga til að vinna upp forskot OECD ríkjanna, ef ekki verði jafnframt gerð rækileg upp- stokkun á atvinnu- og efnahagslífi lands- manna. En með atvinnuháttabyltingunni og þróun nýrra atvinnugreina ætti að vera hægt að komast hjá svo stórum einingum í stóriðju. Framtíðarmöguleikar erlendrar stór- iðju á íslandi eru eins og annað í efnahags- lífinu háð því sem er að gerast og á eftir að gerast í efnahagslífi heimsins. Flestir telja að heimsmarkaðsverð á orku eigi eftir að hækka töluvert og það gefur nokkuð meiri möguleika á að Islendingar geti komið orku sinni í verð með skaplegum hætti, án mengunarhættu. Nú kemur sífellt betur í ljós að Austur-Evrópa er í rústum af völd- um mengunar, m.a. vegna mengandi orkugjafa. í Þýskalandi eru uppi hug- myndir um að tengja íslenska orku, vetni, við uppbygginguna í Austur-Þýskalandi. í Hamborg þar sem tilraunir eru gerðar með vélar knúnar vetni hefur íslenski konsúllinn Ehmke haft forgöngu um könnun á þessu sviði. í lok þessa mánuðar verður haldinn fundur í Hamborg um málið, en þessar hugmyndir eiga langt í land hvernig sem á það er litið. „Þetta mál mun vonandi skýrast á fundinum, en ég tel ástæðu til að vekja athygli á að þetta er einungis hugmynd og reynslan er sú að það tekur gífurlega langan tíma að skipta um orkugjafa, mörg ár“, segir Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. „Vetnisframleiðsla á langt í land með að verða að veruleika. Evrópubandalagið hefur þegar hafið verk- efni með Qubeck mönnum í Kanada um vetnisframleiðslu. Og þó að okkur tækist að sýna fram á að framleiðslan sé hag- kvæmari hérlendis en í Kanada þá held ég að okkur muni reynast erfitt að rjúfa þau sterku frönsku tengsl sem hér búa að baki. Það er ekkert vafamál að Frakkar munu leggja mikla áherslu á að viðhalda tengsl- unum við Qubeck. Og það er þetta þýsk- íslenska afbrigði af vetnisframleiðslunni sem við ættum að skoða nánar án þess að gera okkur gyllivonir.“ Geir telur menn oft vanmeta hinn langa u'ma sem fer til að undirbúa stóriðju og nýjungar af stærðargráðu á við álver. Það væri ekki óraunhæft að við gætum komið fyrir ígildi tveggja svona verksmiðja fram að aldamótum. „Eg held að tíminn fram að aldamótum leyfi ekki meira auk þess sem atvinnulífið þoli ekki fleiri stórverk- efni af þessum toga. Ef álverið verður samþykkt myndu hefjast miklar fram- kvæmdir fljótlega. Til að koma í veg fyrir of mikla þenslu myndu menn væntanlega draga úr öðrum framkvæmdum. Þannig að þegar framkvæmdum við álverið væri lokið um 1994, myndu menn vilja fara í þær framkvæmdir sem hefðu setið á hak- anum. Það tæki sjálfsagt tvö ár eða svo og þá fyrst gætu menn hafið framkvæmdir við næsta stóriðjuverkefni og lokið því fyrir aldamót.“ En hvaða áform er uppi önnur en álver og hvaða kosti er markaðsskrifstofan að skoða? „Menn eru að skoða ýmsa mögu- leika. Það er þó alveg ljóst að í dag er ál langvænlegasti orkufreki iðnaðurinn. Þar er um raunverulegan vöxt að ræða og þar af leiðandi þörf fyrir fleiri verksmiðjur. Kísílmálverksmiðja, sem að mörgu leyti væri álitlegur kostur fyrir okkur Islend- inga, vegna hæfilegrar stærðar sem auð- velt væri t.d. að koma fyrir á Reyðarfirði, 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.