Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 51

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 51
vöðvabúntið: Sylvester Stal- lone. Hann er nú aldeilis ekki að breyta til því hans næsta mynd er („Rocky....5?“). Danny Glover („Let- hal Weapon 1 og 2“) tek- ur við af Schwarzeneg- ger og berst við Preda- tor skrímsli á götum Los Angeles í „Predator 2“. Myndin á að gerast 1997. Nýjustu myndir Bern- ardo Bertol- ucci, Peter Greena- way, Alan Parker og fleiri snillinga fá ítarlegri umfjöll- un í næstu tölublöðum Þjóðlífs. Margs er að vænta eins og sjá má. Svo margar myndir, svo lítill tími. Mickey Rourke leikur í endurgerðri „Bogart—mynd“ frá 1955 - „Örvæntingarfullar stundir“. STJÖRNUR: Á bláþrœði (Bird on a Wire) - Laugarásbíó ** Formúlumynd best flokkuð sem róman- tísk spennumynd með gamansömu ív- afi. Goldie Hawn og Mel Gibson leika par sem hittast eftir fimmtán ára að- skilnað og lenda í hinum ýmsu ævintýr- um á flótta undan tveim mest óspenn- andi glæpamönnum sem ég hef séð á hvíta tjaldinu í langan tíma. Myndinni „Á bláþræði“ er haldið á floti með ágæt- um leik þeirra Hawn og Gibson sem eru mjög sæt saman. En rassasýningarnar ganga þó á köflum fram úr hófi. Sæmi- legasta afþreying. Fram í rauðan dauðann (Love you to deatlt) - Stjörnubíó *** Enn ein rós í hnappagat Kasdans sem hefur leikstýrt perlum eins og „Body Heat“ og „The Accidental Tourist". Leikhópurinn í myndinni stendur sig með prýði og ber helst að nefna Kevin Kline sem fer með hlutverk eiginmann- sins kvensama. Félagarnir William Hurt og Keanu Reeves („Parenthood“) eru ógleymanlegir í hlutverkum tveggja steindra leigumorðingja. Joan Plowright og Tracey Ullman fara vel með hlutverk hefnigjarnra mæðgina en River Phoenix fór óneitanlega í taugarn- ar á mér. Hress og skemmtileg mynd sem fær mann til að hugsa sig tvisvar um áður en maður heldur næst framhjá. Aðrar 48 stundir (Another 48 hours) - Háskólabíó ** Önnur mynd, ekki eins góð. Murphy slappur. Nolte góður. Hrekkjalómarnir 2 (Gremlins 2) - BíóhölliniBíóborgin **l/2 Hrekkjalómarnir eru mættir á ný, farnir úr smábænum og komnir í stórborgina. Myndin keyrir í fimmta gír allan tí- mann, uppfull af ótrúlegustu brellum sem Rick Baker, förðunarmeistari, á heiður skilinn fyrir. Myndin þeysist áfram og þegar tekur að líða á hana verð- ur hún æ ýktari og maður verður þreytt- ur á öllum látunum. Litrík og tæknilega vel unnin, ekki mikið annað. Náttfarar (Nightbreed) - Regnboginn *** Djúpt undir legsteinum eyðilegs kirkju- garðs er heimur náttfara samfélagsins. Heimur úrkynjaðra og ónáttúrulegra, þessi staður er Midian. Þangað fer eng- inn venjulegur maður og lifir af. Clive Barker, ungur enskur rithöfundur, skapaði þennan ótrúlega þjóðflokk í bók sinni, Cabal. Og nú hefur hann gert hana að athyglisverðri kvikmynd. Ekki er hægt að hrósa myndinni fyrir rökrétt handrit eða afbragðs góðan leik en hins- vegar bæta senurnar sem gerast inní Midian á meðal Náttfarana fyllilega upp fyrir það. Skrímslin eru yfir tvö hundr- uð talsins, engin tvö eins og hvert öðru fegurra í ljótleika sínum. Það var Image Animation hópurinn undir leiðsögn Bob Keen sem aðstoðaði Barker við að gera hugarfóstur sín að veruleika. Sjaldan, eða aldrei, hef ég séð jafn frumlega og fagmannlega förðun í kvikmynd. Mynd- in fjallar um samskipti söguhetjunnar, Boone og vinkonu hans, við Náttfara samfélagið. Inní þetta fléttast svo geð- veikur sálfræðingur, leikinn af David Cronenberg (leikstjóra „Dead Ringers" og „The Fly“), sem svífst einskis við að reyna að tortíma Boone og Náttförun- um. Sér til aðstoðar fær hann illskeyttan lögregluforingja haldinn Rambó veik- inni. Þó að „mennsku“ persónurnar í „Náttförum“ séu litríkarog söguþráður- inn frumlegur þá eru það Náttfara ver- urnar sem standa uppi sem ógleymanleg listaverk, sprottin af ímyndunarafli Cli- ve Barker, rithöfundar og leikstjóra. ÞJÓÐLÍF 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.