Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 26

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 26
ERLENTl ÖRLÖGIN HAFA GERT OKKIIR AÐ ANDSTÆÐINGUM Litháar urðu að láta undan, en ekki til frambúðar. Gorbatsjof skilur fyrr en skellur í tönnum. Nýr sambandssamningur í undirbúningi GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Þessa daga er stund milli stríða í deilum Litháa og Kremlverja. I júní ákváðu Lit- háar að frysta sjálfstaeðisyfirlýsingu sína í smátíma, hinir léttu þá efnahagsþving- unum, og nú er nýr sambandssamningur Sovétríkjanna í undirbúningi. Sá verður að líkindum ræddur á Sovétþingi undir lok þessa árs. Þá hefst næsta lota í sjálf- stæðisbarátta Litháa fyrir alvöru. angað til verður þó engin lognmolla á vígstöðvunum. Því fer fjarri. Litháar þurfa í fyrsta lagi að setjast niður og svara nokkrum spurningum. Spurningum sem þeir töldu sig að vísu hafa fundið svör við, en því miður, þau gengu ekki upp. Best væri að byrja á þessu; er um eitt- hvað að semja? Eins og Kremlverjar gang- ast við, var Eystrasaltsþjóðum nauðgað til inngöngu í Sovétríkin, eftir launráð Hitl- ers og Stalíns. Nú fullnægjum við réttlæt- inu, sögðu Litháar 11. mars síðastliðinn, veriði sælir. En samstundis syrti í álinn, Gorbatsjof tók upp þumalskrúfurnar. „Við getum haldið út í hundrað ár“, svar- aði Vytátas forseti Landsbergis að bragði, án þess að æmta eða skræmta. Enginn getur láð Litháum að þeir þrauk- uðu ekki til þrautar. „Þeir í Moskvu munu ekki láta af þessum þvingunum", sagði Kasmíera Prúnskíene forsætisráðherra í endaðan maí, „við verðum að skipta um aðferðir“. Litháar ætla því að ganga að samningaborði. Það er með hálfum huga, og þeim var þröngvað til þess. Er Sovétmönnum treystandi í samning- um? Árið er 1939. Það vetrar. „ívan grimmi gekk hér um ganga,“ gantast Stal- ín við sendinefnd frá litla Litháen, skjálf- andi á beinum, eins og gefur að skilja. „Við sendum ykkur 35.000 hermenn. Svona til varnar nasistunum — svo getið þið líka notað þá til að berja á kommúnist- um“, bætir grínistinn við, og glottir. „Við vorum svo barnalegir“, segir Júózas Urb- is í dag, orðinn 94 ára. Hann var utanríkis- ráðherra Litháa þessa örlagatíma. „Þeir kváðust virða frelsi okkar og sjálfstæði. Og þrátt fyrir allt trúðum við þeim.“ að er ekki furða að Litháar séu tor- tryggnir í garð Kremlverja. „Þeir segja þeir haíl breyst til hins betra“, bend- ir einn leiðtoga þeirra á, „en myndir þú kaupa eitthvað af þessum mönnum að óséðu?“ Frysting sjálfstæðisyfirlýsingar- innar er tímabundið neyðarúrræði. Hún má alls ekki fara úr böndum, svo úr verði síberískur sífreri. Hvað á þá að semja um? Frystingin var skilyrði Kremlverja fyrir frekari viðræð- um. En þeir ætla ekki fetinu framar, því líkt og Landsbergis lagði til, „ættum við kannski að biðja um minna núna til að fá meira seinna“. Litháar létu ekkert plata sig. Frystingin á að vara í hundrað daga, og hún hefst um leið og sest er til samn- inga. Litháar hafa ekki fengið sér sæti. Þeir finna skilmálum Kremlverja flest til foráttu, sem endranær. Þeir ætla að semja um hluti eins og varnarsamstarf og rétt- indi Sovétmanna í Litháen. Þeir ætla ekki að semja frá sér vonina um sjálfstæði, það er á tæru. Þess vegna má spyrja hvort Litháar hafi ekkert lært af biturri reynslunni, hvort þeir steinliggi ekki í næstu lotu? Svo þarf nú samt ekki að vera. Þróun mála í Sovét vinnur með Litháum, jafnvel er hægt að segja að Gorbatsjof vinni með Litháum! „Örlögin hafa gert okkur að andstæðingum“, segir Landsbergis, „í raun erum við Litháar að ljúka ætlunar- verki hans“. Perestrojka Gorbatsjofs hef- ur ætíð gengið út á að bæta hag fólksins — með öllum tiltækum ráðum. Einnig að myrkraverk fortíðar verði dregin fram í dagsljósið, og horfið verði til stefnu Len- íns, stofnanda Sovétríkjanna. Allt hefur þetta komið Gorbatsjof í koll. Eigi hann að vera samkvæmur sjálfum sér, veitir hann —Þó örlögin hutl gert okkur Gorbatsjof að óvinum, erum við Litháar íraun að Ijúka ætl- unarverki hans, er haft eftir Landbergis. 26 ÞJÓÐLÍF Landbergis forseti. „Við ættum kannski að biðja um minna núna til að fá meira seinna. “ Litháum ekki aðeins efnahagslegt sjálf- stæði, heldur ómerkir innlimun landsins, og hefur eftir Lenín sem sagði frómur árið 1920: „Við kommúnistar viðurkennum auðvitað sjálfstæði vina okkar við Eystra- salt.“ Hingað til hefur Gorbatsjof hins vegar einungis viljað íaka fyrsta skrefið. Hann virðist hafa haft í huga ríkjasamband, sem með herkjum er hægt að bera saman við Stöðulögin sem Danakóngur gaf íslend- ingum árið 1871, þannig að Litháen sé „óaðskiljanlegur" hluti Sovétríkjanna með „sjerstökum landsrjettindum". Þetta er nú aftur úr grárri forneskju og það bendir allt til að Sovétforseti hafi séð að sér er hann kljáðist við Litháa; hyggist heldur horfa fram á við, svo sem perestrojka býð- ur honum. Líkt og Litháar, gefur Gorbatsjof vita- skuld eftir nauðugur viljugur. Maðurinn er ekki réttlætið holdi klætt, þótt góður sé. Frekar eru nokkur teikn á lofti, sem hann hefur orðið að veita athygli. Sovétforseti sér að Vesturveldi veita honum ekki fulla efnahagsaðstoð, ef hann þjösnast á Lithá- um. I Bandaríkjunum er ein vika sumars tileinkuð „hersetnum þjóðum“. Bush for- seti sagði í júlí að hann, stjórn sín, öll bandaríska þjóðin reyndar, styddi heils hugar Eystrasaltsþjóðir og draum þeirra um frelsi. I júlí í fyrra, vel að merkja. Áður en þetta byrjaði allt saman. Þegar á reyndi var komið annað hljóð í strokkinn; við ætlum ekki að stofna mikilvægari mál- um í hættu, benti bandarískur embættis- maður á þegar Litháar máttu þola þving- anir Kremlverja, „bara af því litháskar húsmæður geta ekki hitað kaffið sitt“. Þó fór svo að Sovétríkin njóta ekki hag- stæðustu viðskiptakjara í Bandaríkjun- um, mikið til vegna deilunnar um Lithá- en. Afstaða Vesturlanda virðist þar með vera að beita einhverjum þrýstingi, ekki of miklum, og vona að „samningar takist um málið ... sem báðir aðilar geta unað við“ eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði í skýrslu sinni til Alþingis í vor. Vesturveldin voru varkár vegna ótta um afdrif Sovétríkjanna, og Gorbatsjofs. En einnig hér vinnur tíminn með Litháum. Eistar og Lettar hafa í sumar og haust þokast mun lengra í átt til sjálfstæðis. Má í raun segja að í dag standi þeir nær jafnfæt- is Litháum gagnvart Sovétmönnum. Menn sjá að átökin í Kákasus eru af öðrum toga spunnin en sjálfstæðisbarátta Eystra- saltsþjóða, og hljóta sömuleiðis að þróast á annan veg, sama hvað gerist norður þar. Sérstaða þeirra þriggja verður því ljósari með degi hverjum. g framtíð Gorbatsjofs? Hann heldur ekki lengur einn á fjöreggi umbóta í Sovét. I þeim efnum verður nú vart við snúið, sama hvernig honum farnast. Þá hefur Rússland lýst yfir fullveldi. Þar er Bóris Jeltsín forseti. Hann hefur margoft lýst yfir að löndin við Eystrasalt eigi að ráða sínum málum sjálf. Harðlínumönn- um hefur förlast mjög undanfarið, og meint kverkatak hersins á Gorbatsjof þótt linast. „Þetta er ekkert bananalýðveldi", ítrekaði einn varaforseta Rússlandsþings í sumar. Hann er einnig ofursti og sagn- fræðingur, og ætti að vita hvað hann er að tala um. Gorbatsjof á þannig æ erfiðara með að hafa herinn að skálkaskjóli. Svo nú býður hann ekki nein Stöðulög, nú býður hann ný Sambandslög. Sam- bandssamningurinn, sem liggur fyrir Sov- étþingi, er róttækur. „Við sjáum fyrir okkur alveg nýtt og betra ríkjasamband", segir talsmaður Gorbatsjofs. Sjálfur legg- ur hann áherslu á að samið verði við lýð- veldin hvert með sínu lagi, og einn félagi í Forsetaráði hans klykkir út með því „grundvallaratriði“ að ríki eigi aðild af fúsum og frjálsum vilja. „Enginn verður neyddur til að vera með.“ Þessi áhrifa- mikli maður viðurkenndi að Eystrasalts- lönd myndu „kannski“ yfirgefa Sovétrík- in — það yrði þá bara að hafa það. Tæpast verður viðskilnaðurinn þó al- ger. Sovétmenn munu krefjast náins varn- arsamstarfs, og réttindi þegna þeirra skulu tryggð. Að vissu leyti er þetta slá- andi líkt Sambandslögum Islendinga og Dana frá 1918; vel mætti umorða þau aðeins og semja sem svo að Sovétríkin og Litháen séu „frjáls og fullvalda ríki, í sam- bandi um ... samning þann, er felst í þess- um sambandslögum“. Þetta er náttúru- lega helst til gamans gert, en hitt er meir um vert að Litháar sýnast jú reiðubúnir að gefa eftir einmitt hvað þessi mál varðar. Enn er þó ógetið stærsta þrætueplisins; hvort farið skuli eftir sovéskum lögum. Gorbatsjof hefur haldið því til streitu, og Litháar neita að semja af þeim sökum. Samkvæmt þessum lögum, í óbreyttri mynd, yrði Litháen fimm ár að öðlast sjálfstæði. Hér verða báðir aðilar líklega að hvika, eigi lausn að finnast. Þannig lauk síðustu lotu. Af hverju ekki þessari þá líka? En sem sagt; átök í augsýn, blikur á lofti, og auðvitað getur brugðið til beggja vona með svona pólitískar veðurspár. 0 Sovéskir fallhlífahermenn íLitháen. Eru að framfylgja úreltri stefnu Stalíns? ÞJÓÐLÍF 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.