Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 30
ISLENSKIR
ÓPERUSÖNGVARAR
FLYKKJAST
TIL ÚTLANDA
Fjöldi íslenskra einsöngvara erlendis. Mikil samkeppni. Hvernig gengur okkar
fólki? Er Guðjón Óskarsson að fara á Scala?
I' slenskir óperusöngvarar hafa löngum
hleypt heimdraganum og þanið brjóst
sín erlendis. Fyrir þremur til fjórum árum
jókst straumurinn hins vegar til muna og
hafa líklega aldrei verið jafn margir ís-
lenskir söngvarar starfandi á erlendri
grund og nú. Og gera það gott sumir
hverjir. Óþarfi er að rekja feril Kristjáns
Jóhannssonar og Sigríður Ella Magnús-
dóttir hefur um skeið sungið víða um
heim. Hér verður leitað fregna af söngvur-
um sem eru nýlega farnir utan.
Guðjón Óskarsson brá sér í fyrravetur
til Oslóar til að syngja fyrir við óperuna
þar. Hann mátti flytja tvær aríur til þess að
sýna hvað í honum bjó. Eftir þá fyrri
spurðu stjórnendur óperunnar: „Hvenær
geturðu byrjað?“ Sama dag reyndu um
þrjátíu söngvarar fyrir sér við óperuna og
var Guðjón einn ráðinn. Hann gerði samn-
ing til tveggja ára.
Guðjón er „profondo“ bassi eða djúpur
bassi, styrkur hans liggur í lægri tónun-
um. Hann hóf söngnám þrítugur að aldri
hjá Sigurði Demetz í Nýja tónlistarskól-
anum og lærði í þrjú ár hjá honum. Þá hélt
hann til Italíu og var í akademíunni í Osi-
mo í tvö ár. Síðan kom hann heim og söng
í Tosca eftir Puccini í vetur en fór svo til
einkakennara á Italíu, Ferraro að nafni,
sem einnig er umboðsmaður.
„Það er nokkuð seint að byrja að læra
um þrítugt," segir Guðjón, „en á móti
kemur að bassar eru eldri raddir og duga
lengur en t.d. tenórar og sópranar. Bassa-
söngvarar ná ekki toppnum fyrr en u.þ.b.
PÉTUR MÁR ÓLAFSSON
45 ára þegar tenórar og sópranar eru farnir
að síga.
Ferraro sendi mig í prufusöng til
Frakklands, Ítalíu og Sviss, auk þess sem
ég hélt fjölda tónleika á Ítalíu. í júní söng
ég síðan fyrir á Scala í Mílanó. Það er
mikill heiður að fá að gera það því að það
gefst ekki mörgum kostur á því. í þetta
sinn vorum við þrjú. Við stóðum á stóra
sviðinu í óperunni og sungum fyrir þá, —
það var mjög skemmtileg tilfmning, enda
eitt frægasta svið í heimi. Mér gekk mjög
vel og vilja þeir heyra aftur í mér núna í
október eða nóvember. Ég verð þar í viku
og þá prófa þeir mig í hlutverk Inquisitore
í Don Carlos eftir Verdi sem sett verður
upp veturinn 1992. Það er ekki búið að
ganga frá neinum samningum, þeir hafa
áhuga á að vinna með mér og heyra meira í
mér, — annað liggur ekki fyrir.“
Það er gríðarlegur heiður að þeir skuli
sýna þér slíkan áhuga, er það ekki?
„Þetta er mikið tækifæri a.m.k. og
spennandi ef maður fær að syngja á
Scala.“
Og opnar ýmsar dyr?
„Vegurinn er náttúrlega greiðari ef
maður hefur sungið á Scala. Annars þekki
ég það ekki svo vel. Ég er tiltölulega nýl-
ega orðinn atvinnumaður í söngnum.
Fyrsti samningur minn við óperur er við
húsið hér í Osló. Ég kann vel við mig í
Noregi og sé fram á að geta lifað af söngn-
um a.m.k. næstu tvö árin.“
Guðjón fær nóg að gera í vetur. Hann
þekkir fæst hlutverkin sem hann á að
syngja og þarf því að læra þau frá grunni.
„Ég á að syngja í a.m.k. sex verkum í
vetur. Við byrjum á Grímudansleik Verd-
is. Þá kemur ballett með fjórum einsöngv-
urum auk dansara eftir Stravinsky sem
við syngjum á rússnesku. Tónlistin er
ákaflega erfið, taktskipti tíð og furðulegar
línur. Ég hef aldrei sungið svona tónlist
áður. Síðan sýnum við La Boheme eftir
Puccini en ekki ómerkari söngkona en
Katia Ricciarelli kemur og syngur hlut-
verk Mimiar í nokkrum sýningum. Einn-
ig verða sett upp Æska Krists eftir Ber-
lios, Anna Petersdottir sem er norsk ópera
og Jenufa eftir Tékkann Janozek. Næsta
vetur syng ég síðan m.a. Sarastró í Töfra-
flautunni eftir Mozart.“
Hvað með framtíðina?
„Ég er ekkert farinn að hugleiða hvað ég
geri eftir að samningur minn við óperuna í
Osló er útrunninn, hvort ég fer í lausa-
mennsku eða verð áfram við ákveðið hús.
Það fer eftir því hvað býðst. Það er ekki
auðvelt að vera á miklu flakki með fjöl-
skyldu, ég á t. d. sex ára dóttur sem þarf að
fara í skóla. Ef menn ætla að vera í stjörn-
ustríði er best að vera á þeytingi um heim-
inn en ég er ekki með stjörnuglampa í
augum. Það nægir mér að hafa þokkaleg
laun og vera ánægður," sagði Guðjón Ósk-
arsson í samtali við Þjóðlíf.
amkeppni meðal óperusöngvara ytra
er mikil. Enginn kemst neitt áfram
nema hafa umboðsmann og hver þeirra er
með fjölda söngvara á sínum snærum, —
jafnvel nokkur hundruð. Þegar hús aug-
30 ÞJÓÐLÍF