Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 35
Sólrún Bragadóttir syngur við óperuna íHannover, sem er eitt af stóru húsunum íÞýskalandi. van Allan, frægur bassasöngvari, veitir stúdíóinu forstöðu. Ungir söngvarar fá þarna kennslu í leiklist, óperuþjálfarar að- stoða þá við að læra hlutverk, — þetta er fullkominn óperuskóli. Garðar Cortes fór seint utan til að syngja, það var ekki fyrr en í september 1987 að hann kom fram á listahátíðinni í Windsor í Englandi. „Ástæða þess að ég fór svo seint af stað er sú að ég festist hérna heima við að byggja upp Söngskólann í Reykjavík og Islensku óperuna. Og það var fyrir tilviljun að umboðsmaður heyrði í mér í II Trovatore í óperunni hér fyrir nokkrum árum og vildi fá mig til liðs við sig. Hann er líka með Sigríði Ellu Magn- úsdóttur á sínum snærum og núna einnig Gunnar Guðbjörnsson. Eg ákvað að slá til, þó með þeim skilyrðum að ég réði því hvað ég syngi, hversu oft ég færi út og hvert. Þetta er góð skrifstofa, hún er með fáa söngvara en fræga, þannig að ég kann vel við mig í þessum hópi! Fyrsta verkefnið á vegum skrifstofunn- ar var að syngja í Fidelio með Covent Gar- den á listahátíðinni í Windsor ásamt Jos- ephine Barstow sem er ein fremsta söng- leikkona í heiminum. Peter Schneider stjórnaði. Tveimur mánuðum síðar sung- um við Barstow Fidelio á listahátíðinni í Belfast en þá með öðru fólki.“ Garðar hefur verið með annan fótinn erlendis en jafnframt rekið íslensku óper- una, verið skólastjóri Söngskólans og sungið í óperum. Ytra hefur hann komið víða fram; í Osló þar sem hann söng í sömu uppfærslu á Tosca og Placido Dom- ingo, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Seattle í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Garðar ætlar nú að draga úr ferðum sínum til útlanda þótt hann sé að skoða ýmis tilboð, fyrir árið 1992 býðst honum t.d. að syngja Requiem Verdis í Finnlandi og Aidu í Osló. „Ég hef farið út eins og ég hef viljað og það hefur ekki verið mikið. Ég vil vera heima. Mér finnst voðalega gaman þegar ég er að syngja erlendis, standa á sviðinu og taka við þakklæti áheyrenda. Sérstak- lega man ég eftir þessu á listahátíðinni í Windsor með Covent Garden fólkinu og í Belfast. Tilfinningin var slík að það lá við að ég klökknaði. Það var af tveimur ástæðum: Annars vegar að vita það að ég stóð jafnfætis hinum á sviðinu og hins veg- ar að þótt fólkið gleymi nafni mínu man það eftir því að Islendingur söng þessi kvöld. En þegar ég er erlendis, og ekki að syngja, leiðist mér. Þess vegna er ég heima. Og það er engin fórn því að hér líður mér best.“ Garðar bendir á að það sé ekki allt feng- ið með því að komast að við óperuhús erlendis. „Það eru til ýmis óperuhús og það er ekki sama hús og hús. Sum eru ríkisrekin eins og t.d. í Þýskalandi og mörg hver lítil. Þau ráða gjarnan til sín unga söngvara, óþroskaðar raddir, af því að þeir eru ódýrari en þeir sem lengra eru komnir. Þeir eru síðan látnir syngja öll möguleg hlutverk sem þeir ráða jafnvel ekki við, sýningarnar í þessum húsum verða fyrir vikið slæmar og eftir örfá ár eru þessir ungu söngvarar oftast búnir að vera af því að þeir kunnu ekki fótum sínum forráð og lentu í slæmum höndum. Þetta er því miður leikið hvað eftir annað í mörgum af þessum litlu óperuhúsum, — ekki algild regla, en...“ Til þess að forðast slys af þessu tagi virðist mikilvægt að söngvarar komist að hjá skynsömum umboðsmönnum, — eins og t.d. Gunnar Guðbjörnsson gerði: „Ég var ákaflega heppinn með umboðsskrif- stofu en hún hefur verið dugleg við að koma mér á framfæri. Ég hef sungið með nokkrum af helstu hljómsveitum Eng- lands, Royal Philharmonic Orchestra, St. Martin in the Fields o.fl. Það hefur gerst miklu meira á þessu eina ári sem ég hef verið í Englandi en mig hefði nokkurn tíma órað fyrir. Þetta er sama skrifstofa og Framhald á bls. 38 ÞJÓÐLÍF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.