Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 56

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 56
„Karlar óskast íkór“ var hugsað til að fá karlmenn til að ræða samskipti kynjanna og jafnrétti meira en áður. A myndinni eru leikendurnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Bessi Bjarnason og Sigurður Skúlason. sjóði til að skrifa handrit og er búin að koma því á koppinn. Þar tek ég þjóðsögu, sem gerist á 17.öld í Hrútafirði. Þetta er ljót saga, mikið drama um sambandið fað- ir, dóttir, unnusti, sem endar á skelfilegan hátt. Þegar ég var í Kvennaskólanum las ég þessa sögu fyrst, en síðan var hún tekin út úr pensúminu, hún þótti of grimm. Eg nota persónurnar, atburðina, karakter- einkennin til að gera mynd, sem á að ger- ast á árunum milli 1950 og 1960. Ég er að fást við spurninguna hvers vegna sumar tilfinningar eru eins og þær eru, hvers vegna hatrið þrífist stanslaust fyrir augun- um á okkur. Á þessum árum var nýtt þjóð- félag að rísa á Islandi eftir stríðið og ekki hvað síst voru miklar hræringar í listalífi okkar, sem endurspegluðu kannski þjóð- félagið allt. Nýr ljóðstíll og nýr stíll í myndlist og tónlist varð til þrátt fyrir hat- ur pólitíkusa, annarra listamanna og fólks, sem þóttist vita hvað list var. Mér þótti ákjósanlegt að velja þennan tíma fyrir myndina mína. — Já, mér finnst vanta meira drama, sannari tilfinningar í leikhús og kvik- myndir á íslandi. Ég vil verða fyrir áhrif- um eins og t.d. af pólska snilldarverkinu: „Stutt saga um dráp“, þar sem áhorfand- inn verður að fara að hugsa að myndinni lokinni, hann kemst ekki hjá því. Við þurfum sterkari meiningu í það, sem við erum að gera. Við þurfum að gera myndir um okkar eigið líf, það líf sem er lifað á íslandi skömmu fyrir aldamótin 2000. Það á ekki að nota sömu skilgreiningu á sósíal- realisma í dag og var notuð í Sovétríkjun- um á fjórða áratugnum, þar sem öll list átti að enda með því að allir yrðu kommúnist- ar. Andstaðan við sósíalrealisma hér á landi er ómakleg og skaðleg. Það er farið illa með gamalt fólk, börn og unglinga á Islandi. Fólki líður ekkert sérlega vel, ást- in er á undanhaldi, sjálfsmorðum fjölgar. Það er hérna svo mikil sókn eftir einhverj- um ytri verðmætum, sem eru frekar vind- ur en raunveruleg verðmæti. Við þurfum að vinna meira með þetta í leikhúsinu og kvikmyndunum. — Ég hef oft lent í því hlutverki að vera gagnrýnandi í íslensku leikhúsi og maður verður svolítið leiður á þeim stimpli. Ég lít auðvitað ekki á mig sem einhvern sjálf- skipaðan gagnrýnanda þótt ég hafi mínar skoðanir. Mér finnst íslenskt leikhús vera í kreppu. Það er ekki bara áhorfenda- kreppa, heldur andleg og listræn kreppa okkar sjálfra sem vinnum að leiklist. Stað- an er slæm, atvinnuleysi leikhúslista- manna eykst og sumir ungir nýútskrifaðir leikarar fá ekkert að gera. Leiklistin þarf að hafa meira hlutverk úti í samfélaginu, hún er nefnilega hin hliðin á lífinu. — Fámennið veldur því að umræða um íslenskt leikhús er ekki nógu heiðarleg, hún fer út í hártoganir og aukaatriði og fer of mikið fram í gegnum síma, frekar en opinberlega. Við eigum t.d. ekkert leik- hústímarit, engan vettvang fyrir umræð- ur, nema þá inni í fagfélögunum. Við þurfum að vera meiri atvinnumenn í okk- ar leikhússtarfi, næmari á hvar hæfileika er að finna, hvar sé eldur. Við þurfum að tala minna og gera meira, eyða orkunni í hluti, sem skiptir leiklistina meira máli, en innbyrðis deilur og fjas, sem stefnir öllu í glundroða og skipulagsleysi. 0 56 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.