Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 42

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 42
BÆKUR Nýjar erlendar bœkur PÁLL VILHJÁLMSSON Sjónvarpið og samfélagið Sumir segja að sjónvarpið muni á afgerandi hátt breyta menningu okkar. Bandaríkjamaðurinn Neil Postman er einn þeirra og rök hans eru sannfærandi. I rit- gerðasafninu Conscientious objections er meðal annars samantekt á tveim þekktustu bókum Postmans. Fyrri bókin er The disapp- earance of childhood þar sem Postman staðhæfir að bernska heyri brátt sögunni til því að munurinn á börnum og full- orðnum hverfi. Postman bendir á að bernska er félags- legt fyrirbrigði. Það er ekki náttúrulögmál eða neitt í erfðavísum mannanna sem segir að einstaklingur sé barn á árunum sjö til sextán. Fyrir tíma hins prentaða orðs á fimmtándu öld var maður full- orðinn þegar hann náði tökum á mæltu máli, um sjö ára aldur. Aðrar aðstæður höfðu einnig áhrif, til dæmis mikill barna- dauði og hitt að foreldrar litu gjarnan á börn sem efnahags- legan ávinning. Þegar prent- listin varð almennari og mikil- vægi hins skrifaða orðs jókst varð barnæskan viðurkennd sem nauðsynleg forsenda þess að verða fullorðin. Börn þurftu að læra að lesa og skrifa (og seinna að reikna) til að geta orðið fullorðin. Sjónvarpið breytir þessum aðstæðum, segir Postman. Kjarninn í kcnningum Postmans er að opinbcr umræða hafi tapað allri merkingu og sjónvarpinu megi að mestu kenna um. Sjónvarpið er fyrst og fremst myndmiðill. Það þarf enga kunnáttu eða lærdóm til að nota sjónvarpið (og maður lær- ir ekkert af því heldur). Börn og fullorðnir horfa á sömu dag- skrána og myndmál sjónvarps- ins steypir alla í sama mótið. Postman nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings og sækir þau í bandarískt þjóðlíf. Seinni bókin er Amusing ourselfs to death og óbeint framhald af hinni fyrri. I bók- inni er fjallað um þær breyt- ingar sem sjónvarpið hefur valdið á opinberri umræðu í Bandaríkjunum. Postman seg- ir í annarri ritgerð að bókin gæti allt eins heitið Samfélagið sem farsi, en það er kjarninn í máli Postmans að opinber um- ræða hefur tapað allri merk- ingu og að sjónvarpinu megi að mestu kenna um. Þótt kenningar Postmans eigi einkum við bandarískt samfélag er margt í skrifum hans sem má heimfæra upp á aðrar þjóðir, jafnvel þá ís- lensku. í fyrirlestri sem Postman flutti í Vín um það leyti sem Stöð 2 fór af stað á íslandi varaði hann Austurrík- ismenn við auglýsingasjón- varpi. Tvö atriði sem Postman segir að fylgi sjónvarpi sem byggi tekjur sínar á auglýsing- um hafa gengið eftir á Islandi. Dagskráin hefur lengst til að koma að sem flestum auglýs- ingum og auglýsingar brjóta upp dagskrárliði sem þær gerðu ekki áður. Fréttatími Stöðvar 2 hefur á sínu stutta skeiði gengið í gegnum þær breytingar að núna eru frétt- irnar rofnar tvisvar til þrisvar og auglýsingar birtar á skján- um. Á fyrstu mánuðum Stöðv- ar 2 var fréttatíminn laus við auglýsingar en þannig gat það ekki gengið til lengdar. I aug- lýsingasjónvarpi eru hags- munir auglýsenda ávallt teknir fram fyrir hag áhorfenda. Það er einfaldlega vegna þess að auglýsendur eru fáir og sterkir en áhorfendur margir og van- máttugir. Ríkissjónvarpið er ekki hót- inu betri en Stöð 2, enda er það svo, segir Postman, að ríkis- reknar sjónvarpsstöðvar verða að apa eftir stöðvum í einka- eign til að halda áhorfendum og þar með auglýsingatekjum. ú spurning er áleitin hvort íslenskt sjónvarp muni í fyllingu tímans verða eins og hið bandaríska. Er sjónvarp al- þjóðlegt fyrirbæri sem óhjá- kvæmilega er keimlíkt hvort sem útsendingin er frá New York, Reykjavík eða Kal- kútta? Postman segir já, en við skulum vona að svarið sé nei og að til sé eitthvað sem heitir þjóðlegt sjónvarp og það mót- ist af sögu og menningu hvers samfélags, jafnvel þó að meg- inhluti dagskrárinnar sé eng- ilsaxneskur. pv Neil Postman: Conscientious objections. Stirring up trou- ble about language, techno- logy and education. Alfred A. Knopf, New York 1988. 42 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.