Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 18
YNGSTIÍSLANDSMEISTARINN
Óvæntur sigur hins 15 ára gamla Héðins Steingrímssonar á Skákþingi Islands
Skákgyðjan Caissa getur verið glettin
og gamansöm. Stundum meinleg. Og
brosir ekki við hverjum sem er. A nýaf-
stöðnu Skákþingi íslands á Höfn í Horna-
firði greip hún rækilega í taumana og setti
allt á annan endann í íslensku skáklífi. Þar
hefur verið stillt upp nýrri stöðu. Öllum á
óvart tók Héðinn Steingrímsson forystuna
á mótinu í upphafi. Öllum á óvart hélt
hann henni framyfir mitt mót og án þess
að nokkrum hefði dottið það í hug fyrir-
fram vann hann glæsilegan og öruggan
sigur og varð þar með yngsti skákmeistari
íslands frá upphafi. Sigurinn var ekki ein-
ungis óvæntur, hann var stórkostlegt af-
rek í keppni við tvo öfluga stórmeistara og
aðra sterkustu skákmenn landsins.
Þessi 15 ára gamli nýliði í landsliðs-
flokki vann mótið með yfirburðum, fékk
tvo vinninga umfram það sem þarf til að
ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Eftir góða byrjun kom eina tapskákin um
ÁSKELLÖRN KÁRASON
mitt mót og áttu víst flestir von á að nú
færi að draga af sveininum unga, sem
raunar kom beint til Hafnar frá norrænni
grunnskólakeppni í Danmörku, og ætla
mátti að hann færi að lýjast hvað úr
hverju. Það sem gerðist var þveröfugt:
Héðinn hélt áfram að tefla ákveðið og yfir-
vegað, vann síðustu fjórar skákir sínar,
þ.á.m. skákina við Margeir í síðustu um-
ferð.
egar þeir sem nú bera stórmeistara-
tign voru að slá í gegn með Islands-
meistaratitli 16-17 ára gamlir voru Islands-
mótin langt frá því að vera jafn vel skipuð
og í dag. Vegur þeirra hefur vaxið mikið
hin síðari ár, enda þróunin í skáklífinu hér
heima fádæma hröð allan síðasta áratug.
Úrslitin nú bera vott um að sú þróun held-
ur áfram en vaxtarbroddurinn er annar.
Raunar mætti fremur segja að vaxtar-
broddarnir séu orðnir fleiri; sú gleðilega
breyting er að eiga sér stað að breiddin fer
vaxandi; það er liðin tíð að stórmeistararn-
ir fjórir séu öruggir með sigur á innlend-
um mótum. Merki um þessa breidd mátti
greinilega sjá á Búnaðarbankaskákmótinu
fyrr á árinu eins og áður hefur verið bent á
í þessum pistlum.
Það voru enda fleiri en Héðinn sem
sýndu merki um framfarir á skákþinginu á
Höfn. Björgvin Jónsson sem um nokkurt
skeið hefur staðið á þröskuldi alþjóðlegrar
meistaratignar var alltaf líklegur til að ná
tilskyldum árangri nú og verður að líkind-
um útnefndur alþjóðlegur meistari innan
tíðar. Meiri athygli vakti árangur Þrastar
Arnasonar sem náði sínum fyrsta titil-
áfanga. Þröstur, sem varð Skákmeistari
Reykjavíkur 1986 aðeins 13 ára gamall,
hefur um árabil staðið í skugga jafnaldra
sinna, Hannesar Hlífars og Sigurðar
Daða, en hefur greinilega vaxið ásmegin
síðustu misseri.
ótið á Höfn var með best skipuðu
skákþingum. Að stórmeisturunum
Jóhanni og Helga frátöldum var það mjög
vel skipað. Fyrirfram var vitaskuld reikn-
að með því að baráttan um sigurinn stæði
fyrst og fremst milli stórmeistaranna
tveggja, Jóns L. Arnasonar og Margeirs
Péturssonar. Þeim voru þó mjög mislagð-
ar hendur. Jón tapaði fádæma klaufalega
fyrir Björgvini í 2. umferð og komst aldrei
almennilega í gang meðan Margeiri tókst
ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni í
mótinu sem að öllu jöfnu hefði átt að
tryggja honum meistaratitilinn. Þess í stað
datt botninn úr öllu saman og hann tapaði
hverri skákinni af annarri. Ætla mátti að
Hannes Hlífar sem kom til mótsins frá
Gausdal með spánýjan stórmeistaraárang-
ur í farteskinu myndi einnig geta gert at-
lögu að titlinum, en hann var heldur ekki
með sjálfum sér í þetta sinn.
Það er þekkt staðreynd að sterkir meist-
arar eiga oft í mestu brösum á mótum þar
sem þeir þurfa að etja kappi við fram-
gjarna skákmenn, sem eru tvö til þrjú
hundruð stigum lægri en þeir sjálfir. Stór-
Er staðan svona slæm? Snorri Bcrgsson og Héðinn fela andlit í höndum sér.
18 ÞJÓÐLÍF