Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 58
MENNING ÞVOTTALAUGARNAR í LAUGARDAL Þar var rifist, þar var reimt, þar var líka hlegið ÓSKAR GUÐMUNDSSON Þvottalaugarnar 1928. í dalnum kúrir lítil laug. Varla laug, held- ur laugartótt. Við laugarendann vakir gamla þvottakonan, styttan eftir As- mund Sveinsson, yfir því sem eftir er. Vinnustaður sem núna sefur. Þarna var áður stritað og púlað, þar var líf og fjör, jafnvel róstusamt. Þarna voru fréttirnar og kjaftasögurnar sagðar. Þá mátti sjá bogin bök berja fataleppa í steina, ótal konur bogra yfir lauginni og gára vatnið í stærstu þvottavél landsins. Nú er hún þögnuð. Núna er þar lygn pollur, þurr- ausin lind. Enginn til að segja sögu, nema þvottakonan úr steinsteypu. vottalaugarnar eða öllu heldur það sem er eftir af þeim eru eins og hálf- faldar í Laugardalnum. Hvarvetna í kring eru framkvæmdir, við húsdýragarð og íþróttamannvirki. Menn eru í óða önn við að framkvæma hugmyndir Sigurðar Guð- mundssonar málara, sem hann setti á blað um 1870. Þvottalaugarnar eru í litlu verpi í dalnum, dálítið úr augsýn frá alfaraleið- um. Þess vegna veit fjöldi Reykvíkinga ekki einu sinni að þær eru ennþá til. Vitað er til þess að fljótlega eftir að Reykjavík varð kaupstaður voru laugarn- ar notaðar til þvotta. Vatnsleysi hrjáði mannfólk og byggð fram á tuttugustu öld- ina. Vatn var af skornum skammti, sótt í nokkra brunna í þorpinu. Sóðaskapur var alvarlegt vandamál í bæjarfélaginu og hefði verið enn alvarlegra hefði almættið ekki lagt bæjarbúum heita vatnið í Laug- unum til. En Laugarnar voru engu að síð- ur í marga áratugi í mikilli vanhirðu og kvartað var undan lélegum aðbúnaði þar. Konurnar í Reykjavík þurftu að bera þunga bagga langan veg eða frá húsunum í Kvosinni inn í Laugardal. Þar stóðu þær daglangt við þvotta hvernig sem viðraði og hvergi skjól að fá við vinnuna. Árið 1833 stóð Ulstrup bæjarfógeti fyrir samskotum meðal bæjarbúa til að koma upp skýli fyrir þvottakonurnar við Laugarnar. Þetta þótti strax mikill munur. En svo gerðist það árið 1857 að skýlið fauk í óviðri. Og það var í samræmi við ótrúlegan sofanda- hátt og doða á öllum sviðum framkvæmda í Reykjavík á hinni öldinni og langt fram á þessa, að ekkert var gert til að koma upp skýli næstu þrjá áratugi. Það var loks árið 1887 að konur í Thorvaldsenfélaginu komu upp nýju skýli fyrir þvottakonurn- ar. Þannig máttu þær í áratugi strita við þvotta án nokkurs skjóls. Sams konar deyfð meðal bæjaryfirvalda ríkti gagnvart framkvæmdum við höfnina, vatnsveitu og öðrum þjóðþrifamálum fram á þessa öld. Aofanverðri nítjándu öld var algengt að sjá lest þvottakvenna með bund- inn þvott í bagga í bak og fyrir og bala þar utan á — á leið í laugarnar. Sumum rann til rifja þessi forneskju- lega sjón og þegar bæjarstjórn lét loks leggja veg inn að Elliðaám, lét hún sam- tímis leggja veg frá honum að Þvottalaug- unum. Var þá búist við að burður á þvotti og bölum legðist af og honum yrði ekið þangað. En það gerðist ekki í þeim mæli sem menn höfðu reiknað með. Áfram gengu þær bognar í baki; sú merka upp- götvun — hjólið — átti ekki greiðan að- gang að Reykjavík. Um 1890 tók fram- takssamur Reykvíkingur sig til og keypti sér hestvagn í þeim tilgangi að fá vinnu við að flytja þvott til og frá Þvottalaugunum. Bærinn væri orðinn svo fjölmennur að næg vinna yrði fyrir hann. En það fór á aðra lund; húseigendur vildu frekar að vinnukonurnar sæju sjálfar um flutning- inn og bæru baggana en að notfæra sér þessa tækni. Greiðslan fyrir flutningi á þvottapoka var um 25 aurar en þessi þjón- usta lagðist af innan skamms tíma. Smám saman tóku þó sumir sig til og fóru með þvottinn á hjólbörum eða á fjórhjólaðri kerru, sem gárungarnir kölluðu hjólatík. Oft fóru börnin með í þvottaferðirnar. Þorfinnur Kristjánsson síðar prentari í Danmörku (bróðir Axels í Rafha) segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi sem barn borið margan þvottapokann, með bala og þvottabretti á bakinu. „En þyngstur var bagginn þó heim aftur, eink- um ef ekki hafði tekist að þurrka þvottinn áður en heim var farið.“ 58 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.