Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 22
1 ERLENT | VIUA BJARGA EYSTRASALTI Eystrasalt mengaðasta innhaf veraldar? Krafist róttœkra ráðstafana til björgunar GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ SVÍÞJÓÐ Supra-verksmiðjurnar — einn helsti mengunarvaldur við Eyrarsund. í byrjun september var haldin ráðstefna átta landa um mengun Eystrasalts. Pól- verjar og Svíar áttu frumkvæði að ráð- stefnunni. Þrátt fyrir að fólk hafi vaknað til vitundar um að vernda þurfi lífríki hafsins gegn mengun, hefur mengun í Eystrasalti aukist mjög undanfarin ár. Fjölda baðstranda við Eystrasalt hefur verið lokað vegna mengunar og lífríkið í sjónum á í vök að verjast, þar sem enn má finna líf. andi Eystrasalts er m.a. fólginn í því að svæðið umhverfis það er þéttbýlt, en þar búa um 70 milljónir manna. Fjöldi verksmiðja hleypir úrgangsefnum út í þetta innhaf, sem er fremur grunnt og aflokað. Við strendur Eystrasalts eru t.d. stórar pappírsverksmiðjur sem nota klór til að bleikja pappír og sleppa klórnum síðan út í sjó. Um miðjan síðasta áratug undirrituðu fulltrúar þeirra landa sem liggja að Eystra- salti samning um að draga úr straumi eit- urefna í Eystrasalt um helming á árunum 1987-1995. Á milli 60%-70% alls úr- gangs og eiturefna, sem sleppt er í Eystra- salt, eru talin koma frá Póllandi, Eist- landi, Lettlandi og Litháen. I dag hafa þessi lönd viðurkennt að þau geti ekki staðið við þennan samning vegna skorts á fjármagni og tæknikunnáttu. Lífríki á u.þ.b. 70.000 ferkílómetra svæði á hafsbotni Eystrasalts er talið dautt vegna súrefnisskorts. Til þessa svæðis telst t.d. hafsbotn í kringum Gotland og Borgundarhólm. Ástæða þessa súrefnis- skorts er m.a. mikið magn af köfnunarefni og fosfór, sem veldur því að vöxtur þör- unga eykst. Þegar þörungarnir deyja þarf mikið súrefni til að þeir rotni. Þessi ofvöxtur þörunga getur haft í för með sér að Eystrasaltsþorskurinn, sem verið hefur lífsviðurværi margra sjómanna í aldaraðir, deyi út. Til þess að hrognin klekist út þurfa þau nefnilega nægilegt súrefni. Nú þegar hefur borið á skemmd- um á holdi þorsksins af völdum mengun- ar. Auk eiturefna sem sleppt er í sjóinn óttast margir sjómenn olíuboranir í Eystrasalti, sem þeir telja að fylgi hætta á enn meiri mengun. Þá telja sumir að fyrir- huguð brú yfir Eyrarsund verði enn ein ógnunin við lífríki Eystrasalts, þar sem hún muni takmarka verulega streymi vatns milli Eystrasalts og Atlantshafsins. AEystrasaltsráðstefnunni var sam- þykkt að hrinda í framkvæmd sam- eiginlegu átaki til þess að bjarga lífríki Eystrasalts. Átak þetta á að hefjast í síð- asta lagi árið 1992. Árið 2000 á að vera búið að stöðva eyðingu lífríkis sjávarins. Þá var einnig ákveðið að löndin kringum Eystra- salt skyldu hafa samvinnu við uppbygg- ingu lífríkisins á ný. Ráðstefnan sam- þykkti að aðeins grunur um að efni eða starfsemi skaði lífríki sjávar nægði til þess að viðkomandi yfirvöld banni starfsem- ina. Vísindalegar niðurstöður um skað- semi þurfi þá ekki að liggja fyrir. Á Eystrasaltsráðstefnunni var einnig samþykkt tillaga þess efnis að banna megi flutninga sem gætu ógnað lífríki Eystra- salts. Þessi samþykkt er þegar farin að valda vissum ugg, ekki síst í Suður-Sví- þjóð, þar sem ferjuflutningar til Dan- merkur og Þýskalands eru miklir. Þá munu andstæðingar Eyrarsundsbrúarinn- ar væntanlega nota þessa samþykkt sem rök gegn smíði brúar yfir Eyrarsund. Andstæðingar brúarsmíðinnar vilja held- ur sjá jarðgöng undir Eyrarsund, en ein- mitt nú er hafin gerð jarðgangna undir Stóra-Belti. Grænfriðungar og fleiri umhverfis- verndarsamtök hafa gagnrýnt Eystrasalts- ráðstefnuna fyrir of almennar ályktanir til þess að hún geti haft nægileg áhrif. Ástand Eystrasalts sé svo slæmt að ef bjarga eigi lífríki þess sé róttæk neyðaráætlun það eina sem dugi — ekki útvötnuð pólitísk stefnumörkun. Smáfréttir Asíukonur misnotaðar Ungar stúlkur frá Asíulöndum sem fengnar hafa verið til sænskra fjöl- skyldna hafa verið misnotaðar það gróf- lega að lögreglan í Gautaborg hefur ákveðið að gera málið að opinberu um- talsefni. Þarna er fyrst og fremst um að ræða stúlkur frá Filippseyjum, sem fengnar hafa verið til að gæta barna sænskra fjöl- skyldna. í mörgum tilvikum hafa þær verið látnar vinna við atvinnustarfsemi viðkomandi hjóna í stað þess að gæta barna. Og þær hafa oft ekki fengið um- samin laun, svo nokkrar þeirra hafa neyðst til að stunda götuvændi til að eiga fyrir farinu heim. Þá hefur það færst í aukana á undan- förnum árum, að sænskir karlmenn, sem ekki telja sig ráða við það að búa með jafnréttissinnuðum sænskum konum, hafa sótt sér kvonfang til Tælands, og ann- arra Asíulanda. Oft hafa einnig komið upp vandamál í því sambandi... 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.