Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 59
Þvottakonan hans Asmundar vakir yfír þessum burtsofnaða vinnustað.
Þvottalaugarnar eins og þær líta út árið 1990.
(Mynd Pétur)
Efri laugin, eftir að hún var hlaðin upp og grindur settar yfír
hana árið 1902.
Við Laugarnar var bæði óþrifnaður og
mikil slysahætta. Algengt var að fólk skol-
aði fötin í sama pollinum í einu. Skólpinu í
þvottahúsinu var hellt á gólfið og ætlað að
fara í rennur, sem stundum gátu ekki tek-
ið við því. Þá vall skólpið út um dyrnar og
niður á tröppurnar, og safnaðist við laug-
ina og myndaði þar forarvilpu, en að síð-
ustu lenti það niður í sundlaug, sem var
neðar í dalnum.
Niður að laugarpollinum lágu klappir
og notuðu margir þær til að berja föt á. Þar
gat oft orðið hált og hætta á að fólk rynni
ofan í opna þvottalaugina, sem var um 80
gráðu heit. A vetrum var þessi hætta enn
meiri. Þá var vatnið borið úr lauginni í
fötum inn í húsið, sem var bæði erfitt og
hættulegt því oft vildi skvettast úr fötun-
um og þá undir heppni komið hvort ein-
hver brenndi sig. Enda voru slys mjög
algeng við laugarnar. Þær voru opnar og
mjög skeinuhættar. Ekki komst þó alvar-
leg hreyfing á þessi mál fyrr en eftir að
kona hafði brennt sig og beðið bana af.
Bæjarstjórn fól árið 1901 Knud Zimsen
bæjarverkfræðingi og síðar borgarstjóra
að gera tillögur um úrbætur. Hann lagði
fram tillögur sínar um framkvæmdir sem
áttu að kosta um 20 þúsund krónur og ætti
að fjármagna þær með því að taka 10 til 20
aura gjald fyrir þvottabalann. Bæjarstjórn
hafnaði þessum úrbótum með þeim rök-
stuðningi að bæjarfélagið hefði ekki efni á
svo kostnaðarsömum framkvæmdum.
Knud Zimsen gafst ekki upp þrátt fyrir
þessar lyktir í bæjarstjórn; hann lét hlaða
upp laugarbakkana, setja tréplanka á hlið-
arbarmana og festa í þá bogagrindur sem
náðu yfir laugina. Þá gat þvottafólkið
kropið á hnjánum á plönkunum og haldið
sér í grindurnar, en meðfram plönkunum
var steinsteypt stétt.
Ekki er annað vitað en galvaniseruðu
grindurnar sem Knud Zimsen lét setja
upp 1902 séu þær sömu og þar standa enn
að hluta. Þær voru smíðaðar af Mogensen
járnsmið í Christianshavn, sem Knud
Zimsen segir í endurminningum sínum að
hafi verið fyrsti sjúklingurinn sem dr.
Niels Finsen tókst að lækna af húðberkl-
um með ljóslækningaaðferð sinni. Síðar
voru gerðar ýmsar endurbætur á þvottaað-
stöðunni.
ið Þvottalaugarnar var oft mikið líf
og fjör, þrátt fyrir erfiðar aðstæður
þvottakvennanna. í einu horni vestari
laugarinnar, sem svo var kölluð, fyrir
framan dyr þvottahússins var dálítill
krókur, þar sem þvottakonurnar suðu oft
mat sinn, fisk eða kjöt. Þar var einnig
lagað kaffi, enda ekki önnur fyrirhöfn en
hella sjóðandi vatninu úr lauginni í könn-
una. Við þvottinn lágu konurnar á hnján-
um og höfðu sumar poka undir hnjánum
en aðrar stóðu hálfbognar yfir Laugunum
og mun sú aðferð hafa verið mjög erfið
áður en grindurnar komu til sögunnar.
Þegar þær komust í gagnið eftir aldamótin
var hægt að leggja frá sér þvottinn á þær og
láta renna af honum.
Þvottahúsið var oft yfirfullt af þvotta-
konum og margar urðu því að þvo utan-
dyra. Á vetrum gat það orðið æði kulsamt
og erfitt verk. Kvenfólkinu kom ekki
alltaf sem best saman við Laugarnar.
Föstu þvottakonurnar þóttu ráðríkar og
yfirgangssamar við hinar sem sóttu Laug-
arnar sjaldnar. Þannig var t.d. um Guð-
rúnu sem virtist ráða lögum og lofum á
staðnum á árunum fyrir aldamót. Hún
þótti mikill dugnaðarforkur, en hafði
auknefni sem benti til þess að hún hefði
frá miklu að segja eða væri sítalandi.
Föstu þvottakonurnar töldu reimt í
Laugunum þegar líða tæki á nóttina.
Reimleikarnir voru raktir til fólks sem
hefði dáið af slysum við Laugarnar. Aðrir
þóttust hafa séð þar hinn illræmda Móra
sem fylgdi ýmsum ættum framan af öld-
inni.
sumrin voru oft útlendingar við
Laugarnar að skoða þær og kynna
sér lífið þar. Sjómenn, bæði erlendir og
innlendir, lögðu líka leið sína í Laugarnar
til þvotta.
Eftir að vatnsveita kom til sögunnar og
íbúðabyggingar urðu hannaðar með tilliti
til þvottaaðstöðu dró úr notkun Þvotta-
lauganna. Mest mun þó notkun þeirra
hafa orðið á árunum 1916-1921, fyrir áhrif
heimsstyrjaldarinnar fyrri er kolaverð
rauk upp úr öllu valdi. Bærinn tók þá að
sér að annast flutninga til og frá Laugun-
um og létti undir fólki með að nota þær.
Upp úr 1930 mun lífið hafa dofnað smám
saman við Þvottalaugarnar. Þar var þó
aðstaða til þvotta fram á sjöunda áratug-
inn. Því er enn á lífi fjölmargt fólk sem
hafði not af Þvottalaugunum. En það firn-
ist líka yfir minninguna. Eftir stendur
styttan hans Ásmundar. Þvottakona í
steini.
0
ÞJÓÐLÍF 59