Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 53

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 53
og svoleiðis, á ýmsum stöðum, t.d á Hótel Sögu, í Duus húsi og fleiri stöðum. Fljótlega hitti ég Steingrím Guðmunds- son trommara, sem er sonur Guðmundar Steingrímssonar trommara. Síðan hittum við bassaleikarann Stefán Ingólfsson og svo bættist Tryggvi Hubner gítarleikari við. Þá var „Súld“ orðin að veruleika. (Súldin gaf út eina hljómplötu, Bukoliki árið 1988, en á henni spilaði Tryggvi Hubner ekki, en í hans stað var kominn Lárus Grímsson sem spilaði á hljómborð og flautu, innsk. G.H.Á.) En nú ertu í annarri sveit, „Kuran Swing‘ ásamt gítarleikurunum Birni Thoroddsen og Ólafi Þórðarsyni, Magn- úsi Einarssyni mandolínleikara og Þórði Högnasyni bassaleikara. „Já. Það er miklu léttari tónlist sem við erum að gera í Kuran Swing, meira bros- andi tónlist heldur en Súld. Við erum eig- inlega órafmögnuð sveit þó að við notum söngkerfi til að koma tónlistinni til skila. Samt er ég ekki hættur í Súld því í júní á næsta ári munum við frumflytja ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Sin- fóníunni tónverk og það verður örugglega gaman. Og núna í byrjun október förum við félagarnir í Kuran Swing til Santa Barbara í Kaliforníu og leikum þar á jass- hátíð sem okkur var boðið á. Það verður vonandi gaman líka.“ Islenskt jasslíf, hvernig finnst þér það? „Mér fmnst vera þó nokkuð mikið að gerast hérna, það er góður kjarni af fólki sem er sífellt að halda þessu við og byggja hlutina upp, eins og t.d. Tómas Einars- son bassaleikari. Hann er mjög virkur í að skipuleggja og svo spilar hann á fullu sjálf- ur. Það má ekki heldur gleyma Ólafi Þórð- arsyni, sem stóð sig frábærlega við skipu- lagningu Norrænu jassdaganna sem haldnir voru um daginn. Annars er ekki hægt að lifa af því að spila jass hér á landi og fólk er mjög fljótt að afskrifa hann sem tónlist, t.d þegar maður er að spyrjast fyrir um með spilamennsku á opinberum stöð- um. Þetta finnst mér sem jassleikara að sjálfsögðu ekki gott.“ En svona að lokum, langaði þig að læra á eitthvað sérstakt hljóðfæri þegar þú varst lítill? „Mig langaði ofsalega til þess að læra á saxófón þegar ég var lítill, en það varð aldrei neitt úr því vegna þess að ég upp- götvaði fíðluna í veikindunum sem ég nefndi hér fyrr. Og síðan hef ég bara hald- ið mig við hana og líkar bara vel.“ 0 bandi á meðan er verið að skipuleggja út- færslu verksins og hvernig það á að hljóma.“ En svo við snúum okkur að hinum tón- listarmanninum í þér ef svo má orða það, jassaranum. Hefurðu haft mikinn áhuga á jassi í gegnum tfðina ? „Já, ég hef haft mikinn áhuga á jassi, en ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að hlusta því vinnan hefur setið í fyrirrúmi. En þegar ég hlusta á jass þá slappa ég mjög mikið af og eiginlega hreinsa mig alveg.“ Eru einhverjir sérstakir menn sem þú heldur mikið upp á? „Mér finnst Miles Davis trompetleik- ari alveg frábær listamaður. Einnig finnst mér gítarleikarinn Pat Metheny mjög góður og annar sem heitir Stanley Jordan. Sá er alger snillingur, spilar eins og þriggja manna hljómsveit. Eg sá hann á tónleik- um í Kanada og það voru alveg stórkost- legir tónleikar. Hann byrjaði bara á göt- unni og hefur unnið sig svona upp. Af þeim innlendu er Guðmundur Ingólfsson fremstur meðal jafningja, hann er lista- maður af Guðs náð, en ég held að hann sé samt töluvert vanmetinn.“ Byrjaðirðu strax að spila jass á fullu þegar þú komst hingað? „Já, eiginlega. Það var bara svona jamm Szymon Kuran ásamtyngstu dóttur sinni, Ónnu Kolfmnu 10 mánuða. Kuron ergiftur Guörúnu Sigurðardóttur og eiga þau auk Önnu Símon Héðin 2 ára og Esther Taííu 12 ára. (Mynd: Gunnar H. Arsælsson) ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.