Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 11
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 með aðra sjúkdóma í lungum, oftast krabbamein. Hér er lýst ungum manni með SBSP vegna lungnameinvarpa eistnakrabba- meins. Tilfelli: 18 ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala með tveggja daga sögu um mæði og brjóstverk. Hann hafði aldrei reykt en 6 mánuðum áður hafði hann greinst með eistna- krabbamein með meinvörpum í heila, augum, aftanskinurými og báðum iungum. Hægra eista var fjarlægt og gefin lyfja- meðferð með bleomycin, etoposíð og cisplatin. Sjúkdómurinn í lungum svaraði meðferð mjög vel. Fjórum mánuðum síðar voru merki um stækkun meinvarpa í heila og var þá lyfjameð- ferð breytt í etoposíð, ifosfamide auk cisplatins. Þar að auki var beitt tveggja mánaða geislameðferð á höfuð og háskammta sterameðferð (prednisólon) sem hann hafði nýlokið við þegar hann kom á bráðamóttöku. Þar var hann einkennalítill í hvíld, cushingoid með öndunartíðni 28, S02 97% án súrefnis, BÞ136/86 og púls 120. Öndunarhljóð voru minnkuð beggja vegna og á lungnamynd og TS af lungum sást loftbrjóst beggja vegna, með 48% samfalli á hægra lunga og 51% á því vinstra. Komið var fyrir brjóstholskera beggja vegna og tveimur dögum síðar þegar loftleki hafði stöðvast var gerð fleiðruerting (pleurodesis) með mepacrine (alls 4 skammtar hvoru megin á fjórum dögum) sem hann þoldi vel. Einkenni gengu til baka, brjóstholkerar voru fjarlægðir tveimur dögum síðar og síðan hafin ný lyfjameðferð. Stuttu eftir útskrift greindust lifrarmeinvörp og heilameinvörp- in reyndust stækkandi. Lést hann úr þeim tæpum tveimur mán- uðum síðar. Umræða: SBPS getur greinst hjá sjúklingum með lungnamein- vörp eistnakrabbameins. Um er að ræða afar sjaldgæft fyrirbæri og er orsök loftlekans talin blæðing inn í meinvarp aðlægt fleiðru eða drep, t.d. eftir krabbameinslyfjameðferð. Athyglisvert er hversu lítil einkenni þessi sjúklingur hafði í hvíld, jafnvel þótt stór hluti beggja lungna væri samanfallinn. V-7 Rof á vélinda á Landspítala 1980-2007 Halla Viðarsdóttir', Sigurður Blöndal2, Tómas Guðbjartsson2-3 ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild Landspítala, dæknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: Rof á vélinda er sjaldgæfur og oft lífshættulegur kvilli sem getur verið sjálfsprottinn eða komið eftir áverka. Meðferð er langoftast fólgin í skurðaðgerð þar sem reynt er að hefta útbreiðslu sýkingar í miðmæti og blóðeitrun sem oft fylgir í kjölfarið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faralds- fræði rofs á vélinda og árangur skurðaðgerða á Landspítala á 28 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúkling- um með rof á vélinda 1980-2007. Upplýsingar fengust úr sjúkra- skrám og miðuðust útreikningar á lifun (hráar tölur) við 31. des. 2007 en meðaleftirfylgni var 69 mán. Niðurstöður: Alls greindust 27 sjúklingar, meðalaldur 62 ár (bil 7 mán.-90 ár), 15 karlar. Orsök var af læknisvöldum í 14 til- vikum (54%), oftast eftir vélindavíkkun (n=7) og magaspeglun (n=3). Sjálfkrafa rof greindist hjá átta sjúklingum (31%) og 4 (15%) höfðu rof vegna aðskotahlutar. Rof á brjóstholshluta vél- inda greindist hjá 15 sjúklingum (68%), 4 í kviðarhols- (18%) og 3 (14%) í hálshluta. Undirliggjandi sjúkdómur í vélinda var til staðar hjá 11 sjúklingum, langoftast þrenging. Af 27 sjúklingum greindust fimm við krufningu, 10 fengu eingöngu sýklalyfja- meðferð, og fjórir fengu að auki brjósholskera en þurftu síðar í brjóstholsaðgerð. Alls fóru því 16 sjúklingar í opna skurðaðgerð þar sem miðmætið var opnað og lagðir inn brjóstholskerar. í átta tilfellum var að auki lögð út stómía á maga og komið fyrir næringarlegg í smágirni. Þrír sjúklingar fengu T-kera í vélinda, í fimm tilfellum var saumað yfir rofið. Tíminn frá rofi að aðgerð var að meðaltali 22 klst. (bil 2 klst.-7 d.), en 11 sjúklingar fóru í aðgerð innan 24 klst. Átta sjúklingar fengu alvarlega fylgikvilla og fimm þurftu enduraðgerð. Alls lágu 16 sjúklingar á gjörgæslu og miðgildi legutíma var fjórir dagar (bil 1-41). Heildarlegutími voru 16 dagar (bil 9-83). Af 27 manns eru 16 á lífi og mældist eins og fimm ára lifun 81 og 65%. Fimm létust vegna rofs á vélinda (19%). Ályktun: Tíðni vélindarofs virðist svipuð hér á landi og í ná- grannalöndum okkar. Rofið er oftast af læknisvöldum og stað- sett í brjóstholshluta vélinda. Stór hluti sjúklinga (19%) lætur lífið eftir vélindarof og eru fylgikvillar og enduraðgerðir tíðar. Athygli vekur að allt að fjórðungur sjúklinga er meðhöndlaður án skurðaðgerðar sem telja verður nokkuð hátt hlutfall, enda horfur þeirra lélegar. V-8 Áhrif NovoSeven® og fibrinogens á blóðstorku eftir opnar hjartaaðgerðir með aðstoð hjarta- og lungnavélar Hanna S. Ásvaldsdóttir', Páll T. Önundarson2, Brynja R. Guðmundsdóttir2, Benny Sörensen3 1 Hjarta og lungnaskurðdeild, 2blóðsjúkdómadeild Landspítala,3 blóðsjúkdómadeild Skejby Sygehus, Árósum, Danmörku hannaasv@landspitali.is Inngangur: Opnar hjartaaðgerðir með aðstoð hjarta- og lungna- vélar (HLV) hafa neikvæð áhrif á blóðstorku sjúklings og blæð- ingar eru algengur fylgikvilli þessara aðgerða. Nýlega hefur verið sýnt fram á að lyfið NovoSeven® geti stöðvað lífshættu- legar blæðingar hjá þessum sjúklingum. Storkurit (Rotem®) er rannsóknaraðferð þar sem storkuferli heilblóðs er gert sýnilegt. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga með storkuriti hvort meta megi ex vivo áhrif NovoSeven® og fibrinogens á storkuferlið með því að bæta þeim út í blóðsýni sjúklings. Aðferð: Storkurit (4 breytur), hefðbundin storkupróf og lok- unartími voru gerð á blóðsýnum 18 sjúklinga (meðalaldur 67 ár, 14 karlar, 4 konur) fyrir og eftir hjartaaðgerð með HLV. Aðgerðimar voru CABG (n=12), AVR (n=2), CABG + AVR (n=3) og MVR (n=l). Niðurstöður: Meðaltími á HLV var 112 mínútur (45-206) og ósæðartöng 67 mínútur (21-153). Marktækar breytingar urðu á storkuriti eftir HLV. Þegar NovoSeven® var bætt við blóðsýnin breyttust tvær breytur storkurits marktækt. Tími frá ræsingu storku þar til að hún hefst (CT) minnkaði frá miðgildi 386 sek (95% CI 175-516) í 231 sek (154-396). Tíminn að hámarkshraða storknunar (t.Max Vel) minnkaði frá miðgildi 560 sek (311-764) LÆKNAblaðið 2008/94 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.