Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 41
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 V-81 Næringarástand mænuskaðaðra skjólstæðinga Landspítala Dóróthea Bergs, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ólöf Sigríður Erlingsdóttir Endurhæfingarsviði, næringarstofu Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri dorothea@landspitali.is Inngangur: I kjölfar mænuskaða á sér stað mikið niðurbrots- ferli sem getur varað frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði, með tilheyrandi þyngdartapi. Efnaskiptahraði líkamans eykst, niðurbrot eykst og hömlulaust tap verður á nitri og kalsíum úr líkamanum. Því hærri sem mænuskaðinn er því meira verður niðurbrotsferlið. Afleiðingin er rýrnun í orku- og beinabúskap líkamans, vöðvamassa, hægari nýmyndun próteina, rýmun þarmaslímhúðar og lakari ónæmissvörun. Mænuskaðaðir ein- staklingar eru því í áhættuhópi í að þróa með sér vannæringu innan tveggja til þriggja vikna eftir áverka. Markmið: Markmið rannsóknar var að kanna næringarástand mænuskaðaðra skjólstæðinga Landspítala, breytingu á matar- venjum eftir mænuskaða og viðhorf til eigin næringar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á minni orkuþörf meðal þessara ein- staklinga í kjölfar hreyfitaps og vöðvarýmunar. Aðferð: Rartnsóknin fól í sér skráningu á fæðu- og vökvainntekt, líkamsmælingum, lífefnafræðilegum mælingum á blóðvökva og svörun á spurningarlista. Alls voru þátttakendur 9 mænuskað- aðir einstaklingar, valdir með þægindaúrtaki. Af þeim voru fjór- ir þátttakendur inniliggjandi á endurhæfingardeild Landspítala en hinir sex voru útskrifaðir og hafa lifað í samfélaginu við fötlun í allt að þrjú ár. Niðurstöður: Rannsóknin sýndi fram á að orkuinntaka þátttak- enda var mun lægri heldur en áætluð orkuþörf, eða um 24,7% að meðaltali. Þrátt fyrir að inniliggjandi þátttakendur væru að neyta orkuríkari fæðu (1710 vs 1414 kkal/dag) heldur en út- skrifaðir þátttakendur þá fengu þeir síður næringarþörf sinni fullnægt fyrir flest vítamín, stein- og snefilefni og trefjar. Fæða inniliggjandi þátttakenda var fituríkari sem gæti skýrt þann mismun á orkuinntöku að einhverju leyti sem var á milli úrtaka þar sem hvert g af fitu gefur meiri orku heldur en sama magn af kolvetni. Samfara aukinni orkuinntöku voru innliggjandi þátttakendur að þyngjast meira að meðaltali heldur en útskrif- aðir einstaklingar. Allir þeir þátttakendur sem voru inniliggj- andi þyngdust, frá 200g upp í 1800g. Sá þátttakandi sem þyngd- ist mest hafði þó minnstu orkuinntökuna og neytti fæðunnar innan Landspítala að litlu leyti. Ályktanir: Mænuskaðaðir einstaklingar virðast hafa lægri orku- þörf heldur en aðrir einstaklingar. Aðlögun að réttu mataræði eftir mænuskaða er mikilvæg til að hindra óhóflega þyngd- araukningu með tilheyrandi fylgikvillum, þrýstingssárum, skerðingu á lífsgæðum og vannæringu. V-82 Aðlögun og aðlögunarleiðir foreldra unglinga með sykursýki. Hefur skammtíma hjúkrunarmeðferð í formi fræðslu- og stuðnings áhrif? Elísabet Konráðsdóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2 ‘Barnaspítala Hringsins Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HI eiisakon@iandspitaii.is Inngangur: Sykursýki barna og unglinga tegund eitt, er einn algengasti langvinni sjúkdómur í börnum og tíðni hans fer vaxandi. Foreldrar unglinga með sykursýki þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum, huga að velferð unglingsins og velferð fjöl- skyldunnar. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða aðlögun og aðlögunarleiðir foreldra 13-18 ára unglinga með sykursýki. Einnig að skoða hvort aðlögun og aðlögunarleiðir foreldra breyttust 6 mánuðum eftir að veitt var skammtíma hjúkrunar- meðferð í formi fræðslu- og stuðnings. Stuðst var við Calgary- fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið en megininntak þess er að veikindi eru viðfangsefni fjölskyldna og þau hafa áhrif á alla innan hennar á grundvelli viðhorfa og samskipta fjölskyld- unnar. Aðferðir: I rannsókninni var notað aðlagað tilraunasnið með eins hóps fyrir og eftirprófun. Skoðaður var árangur íhlut- unar sem var skammtíma fræðslu- og stuðningsmeðferð. Hjúkrunarmeðferðin náði til 23 fjölskyldna 13-18 ára unglinga með sykursýki, 22 mæðra og 19 feðra. Meðferðin samanstóð af hópfræðslu í eitt skipti, foreldrar fengu eitt stuðningsviðtal og unglingarnir mættu einu sinni í stuðningshóp ásamt öðrum unglingum með sykursýki. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að aðlögun mæðra og feðra að sjúkdómi unglingsins var nokkuð góð. Tekjur fjöl- skyldunnar höfðu marktæk áhrif á aðlögun mæðra. Mæður notuðu fjölbreyttari aðlögunarleiðir en feður og marktækur munur reyndist vera á notkun aðlögunarleiða hjá mæðrum og feðrum. Mæðrum og feðrum fannst aðlögunarleiðin að viðhalda styrk fjölskyldunnar hjálplegust. Þá kom í ljós að feðurnir mátu alla flokka aðlögunarleiða marktækt hjálplegri eftir skammtíma fræðslu- og stuðningsmeðferðina. Ályktun: Rannsóknin gefur vísbendingu um að skammtíma fræðslu- og stuðningsmeðferð sé fýsileg hjúkrunarmeðferð til að stuðla að árangursríkri aðlögun foreldra unglinga með syk- ursýki. V-83 Þarfir aðstandenda sem fylgja alvarlega veikum/ slösuðum ástvini á bráðamóttöku Guðrún Björg Erlingsdóttir', Herdís Sveinsdóttir2 3 'Bráðamóttöku 10-D, 2fræðasviði skurðhjúkrunar Landspítala, ■’hjúkrunarfræðideild HÍ gudrunehShi.is InngangunAlvarlegursjúkdómur/slyshjáeinstaklingigeturhaft djúpstæð áhrif á fjölskyldur og er fjölskyldan mikilvægur þáttur í heilsu og velferð einstaklinga innan hennar. Bráð veikindi/slys valda því að fjölskyldan er skyndilega í aðstæðum sem hún hefur ekki sótt sjálf eftir að komast í, þar sem þarfir hennar eru aðrar en hún á að venjast og ekki svo augljósar í þeirra augum í fyrstu. Markmið: Þýða, staðfæra og forprófa mælitækið Critical Care Family Inventory (CCFNI) fyrir bráðamóttöku. Meta áreiðanleika og réttmæti íslensku útgáfunnar. Jafnframt að fá fram hvernig þarfastaðhæfingar skipta mismiklu máli fyrir aðstandendur og hvar mikilvægt er að heil- brigðisstarfsmenn standi sig vel í umönnun aðstandenda. LÆKNAblaöiö 2008/94 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.