Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 24
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-37 Einkenni athyglisbrests með ofvirkni eftir aldri og kyni á Ofvirknikvarðanum Guðmundur Skarphéðinsson1, Páll Magnússon1, Bóas Valdórsson1, Jakob Smári2 *Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, 2sálfræðiskor HI gudmundr@landspitali. is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni er ein algengasta tilvísunarástæða á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. ADHD má skilgreina sem röskun á sviði taugaþroska sem venjulega birtist áður en barn nær sjö ára aldri og lýsir sér í erfiðleikum með athyglisstjórn, hvatvísi og hreyfiofvirkni. Frá árunum 1998 til 2000 var viðmiðunartölum fyrir Ofvirknikvarðann (Attention-Deficit Hyperactivity Disorder Rating Scale - IV) safnað um 4-16 ára börn. Ofvirknikvarðinn byggir á 18 kjamaeinkennum ADHD úr flokkunarkerfi bandarískra geðlækna (Diagnostic and Statistical Manual - 4. útgáfu) en helmingur atriða lýsir einkennaflokki athyglisbrests og hinn helmingur einkennaflokki ofvirkni/hvatvísi. Próffræðilegir eiginleikar kvarðans hafa reynst góðir. Markmið: Markmið rannsóknar var að bera saman einkenni eftir aldri og kyni. Aðferðir: Um heildargreiningu er að ræða þar sem gögn um meðaltöl og staðalfrávik á Ofvirknikvarðanum voru fengin úr áður birtum rannsóknum eða námsritgerðum. Gögn úr foreldramati voru fengin hjá svörum foreldra 572 drengja og 614 stúlkna. Gögn úr kennaramati voru fengin hjá 778 drengjum og 782 stúlkum. Niðurstöður: í ljós kom að drengir voru með fleiri einkertni ADHD en stúlkur. Einnig kom í ljós að einkennum athyglisbrests virtist fjölga með hækkandi aldri en einkenni ofvirkni/hvatvísi minnkuðu með hækkandi aldri, foreldra- og kennaramat sýndu sömu niðurstöður. Drengir sýndu fleiri einkenrd athyglisbrests á öllum aldursárum en kynjamunur virtist minnka með hækkandi aldri samkvæmt foreldramati en ekki kennaramati. Drengir sýndu einnig fleiri einkertni ofvirkni/hvatvísi á öllum eða flestum aldursárum. Kynjamunur virtist þó minnka með hækkandi aldri bæði á foreldra- og kennaramati. Ályktun: Niðurstöður voru í samræmi við fyrri rartnsóknir að undanskildum þeim niðurstöðum að athyglisbrestseinkertni í þessari rannsókn virtust fjölga með hækkandi aldri. Einkertnum ofvirkni/hvatvísi minnkuðu þó með aldri sem var í samræmi við fyrir rartnsóknir. Rætt var um mögulegar skýringar á þessum niðurstöðum. V-38 Tengsl tölvuleikjavanda og tölvuleikjanotkunar við athyglisbrest með ofvirkni Guðmundur Skarphéðinsson1, Soffía Elísabet Pálsdóttir2, Daníel Þór Ólason2 ■Barna- og unglingageðdeild Landspítala, 2sálfræðiskor HÍ gudmundr@landspitali. is Inngangur: Óhófleg tölvuleikjanotkun hefur verið tengd við athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum og unglingum. Fáar rannsóknir eru þó til sem kartnað hafa þetta samband en 24 LÆKNAblaðið 2007/93 niðurstöður benda til að sambandið sé til staðar. Markmið: Markmið rannsóknar var að kanna tengsl tölvu- leikjanotkunar og tölvuleikjavanda við einkertnaflokka athygl- isbrests og ofvirkni/hvatvísi. Aðferðir: Þátttakendur voru 196 drengir og 184 stúlkur úr sex framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur svöruðu spurningum um tölvuleikjanotkun sína í klukkustundum á viku ásamt Problem Video Game Playitig - Revised sem metur níu einkenni tölvuleikjavanda aðlöguð úr greiningarviðmiðum spila- og vímuefnafíknar og loks DSM-IV kvarða fyrir athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi úr Cortners-Wells Adolescent Self-Report Scale. Niðurstöður: Gerð var marghliða þrepaaðhvarfsgreining. I fyrra líkani var tölvuleikjavandi fylgibreyta en frumbreytur voru í fyrsta þrepi kyn og í öðru þrepi bættust heildarstig einkennaflokka athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi. í ljós kom að kyn og athyglisbrestur höfðu afmörkuð tengsl við tölvuleikjavanda en ekki ofvirkni/hvatvísi. Sem þýðir að drengir í úrtaki og þeir með einkenni athyglisbrests tengudst frekar tölvuleikjavanda. I seinna líkani var tölvuleikjanotkun fylgibreyta en frumbreytur voru þær sömu. Kyn sýndi afmörkuð tengsl við tölvuleikjanotkun sem þýðir að drengir í úrtakinu höfðu frekar tengsl við tölvuleikjanotkun. Engin afmörkuð tengsl voru við athyglisbrests eða ofvirkni/hvatvísi. Ályktun: Drengir höfðu frekar einkenni tölvuleikjavanda og spiluðu tölvuleiki meira en stúlkur. Einnig kom í ljós að einkenni athyglisbrests höfðu afmörkuð tengsl við tölvuleikjavanda. Þessi tengsl voru ekki til staðar milli tölvuleikjavanda og ofvirkni/hvatvísi. Engin tengsl reyndust vera á milli tölvuleikja- notkunar og athyglisbrests né ofvirkni/hvatvísi. Mögulegar skýringar voru settar fram. V-39 Réttmæti PHQ skimunartækisins Hafrún Kristjánsdóttir2, Guðmundur B. Arnkelsson1, Valdís E. Pálsdóttir3 Télagsvísindadeild HÍ, 2geðsviði Landspítala, ’Reynir ráðgjafastofa hafrunkr@iandspitaii.is Inngangur: Samkvæmtbreskum rannsóknum leita einstaklingar með geðrænan vanda fyrst til heilsugæslu. Hérlendis virðist þriðjungur skjólstæðinga heilsugæslu búa við geðrænan vanda, en meirihluti þeirra fær meðhöndlun hjá heilsugæslulæknum. Almennt er talið að ómeðhöndlaðar lyndisraskanir hafi alvarlegar afleiðingar og skjót og rétt greining og meðferð sé því lykilatriði. Patient Health Questionnair er 58 atriða skimunarlisti sem er hentugur til notkunar í heilsugæslu. Hann skimar fyrir átta geðröskunum með sex kvörðum en þeir eru líkömnunarröskunarkvarði, þunglyndiskvarði, felmturskvarði, kvíðakvarði, átröskunarkvarði og áfengiskvarði Markmið: Rannsókninni er ætlað að meta réttmæti PHQ. Aðferð: Þátttakendur eru 203 einstaklingar sem tóku þátt í hug- rænni atferlismeðferð á nokkrum heilsugæslustöðum. Allir þátt- takendur svöruðu PHQ listanum, MINI geðgreiningarviðtalinu, BDI - II þunglyndiskvarðanum, BAI kvíðakvarðanum, CORE - OM árangursmatskvarðanum og QOLS lífsgæðakvarðanum. Niðurstöður og umræður: Niðurstöður úr réttmætisathug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.