Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 18
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-22 Aldur hefur áhrif á tíðni endurþrengingar eftir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu hjá börnum Sverrir I. Gunnarsson1-2, Bjarni Torfason1-2, Gunnlaugur Sigfússonu, Hróðmar Helgason3, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HI, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins sverrirgunnarsson@gmail.com V-23 Ábendingar og árangur meðferðar með ECMO-dælu á íslandi 1991-2007 Þorsteinn H. Astráðsson1, Tómas Guðbjartsson23, Bjami Torfason2-3, Líney Símonardóttir2, Felix Valsson1 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ felix@landspitali. is Inngangur: Meðfædd ósæðarþrenging (aortic coarctation, CoA) er í kringum 6% meðfæddra hjartagalla. Algengasta meðferðin er skurðaðgerð en stundum er beitt útvíkkun með belg. Algengir fylgikvillar skurðaðgerðar eru endurþrenging og háþrýstingur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort aldur við aðgerð og/eða tegund aðgerðar hefði áhrif á tíðni fylgikvilla eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra barna sem gengust undir skurðaðgerð við CoA á íslandi 1990- 2006, samtals 38 barna (22 drengir, meðalaldur 34,5 mán.). Börnunum var skipt í hópa, annars vegar eftir því hvort þau gengust undir aðgerð innan mánaðar frá fæðingu (n=17) eða síðar (n=21) og hins vegar eftir því hvort gerð var bein æðateng- ing eða subclavian flap viðgerð (tafla I). Meðaleftirfylgd var 103 mánuðir. Niðurstöður: Alls fengu 22 börn (57,9%) háþrýsting eftir aðgerð, sjö (18,4%) endurþrengingu og fjögur (10,5%) hjartabilun (tafla I). Háþrýstingur eftir aðgerð var ekki tengdur endurþrengingu í neinu tilviki og varði skemur en eina viku í öllum tilvikum. Endurþrenging var greind að meðaltali 20,7 mán. ± 50,4 eftir að- gerð og í öllum tilvikum var hún meðhöndluð með belgvíkkun. Eitt barn hlaut ósæðargúl í kjölfar víkkunar og þurfti þess vegna enduraðgerð. Skurðdauði var enginn og ekkert barn greindist með mænuskaða. Alyktun: Endurþrenging og tímabundinn háþrýstingur eru algengir fylgikvillar eftir aðgerð við CoA. Háþrýstingur sást oftar í eldri sjúklingum en endurþrenging í þeim yngri og mátti nær alltaf meðhöndla hana með belgvíkkun. Ákveðin tilhneig- ing til aukinna fylgikvilla sást eftir subclavian flap viðgerð en sú aðgerð er yfirleitt notuð í alvarlegri tilfellum og því viðbúið að tíðni fylgikvilla sé hærri. Tafla I. Aldur við aðgerð, tegund aðgerðar og tíðni fylgikvilla (fjöidi og % í sviga). <1 mán. >1 mán. p-gildi (n=17) (n=21) Háþrýstingur 5 (29,4) 17 (81) <0,01 Endurþrenging 6 (35,3) 1 (4,8) 0,02 Hjartabilun 4(23,5) 0(0) 0,03 Bein æöatenging Subcl. flap viögerö (n=31) (n=7) Háþrýstingur 20(66,7) 2 (28,6) 0,09 Endurþrenging 4 (12,9) 3 (42,9) 0,10 Hjartabilun 2(6,5) 2 (28,6) 0,15 Inngangur: ECMO-dæla (extracorporeal membrane oxygena- tion) hefur í rúma þrjá áratugi verið eitt af meðferðarúrræðum við alvarlega öndunar- og/eða hjartabilun. Dælan er þá notuð til að „hvíla" lungu og/eða hjörtu sjúklinganna með því að veita blóði úr stórri bláæð í loftskiptatæki (gervilunga) og þaðan aftur í blá- eða slagæðakerfi sjúklings. Erlendis hefur góður árangur náðst í ECMO-meðferð nýbura en hjá fullorðnum eru ábending- ar óljósari og árangur lakari. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur ECMO-meðferðar hjá fullorðnum á íslandi á árunum 1991-2007. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra tilfella þar sem ECMO hefur verið beitt hér á landi. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám. Niðurstöður: 16 sjúklingar (meðalaldur 38,4 ár, bil 14-73, 12 karlar) voru meðhöndlaðir frá 1991, flestir á árinu 2007, eða átta talsins. Níu þessara sjúklinga voru með öndunarbilun (ARDS), oftast vegna lungnabólgu (n=4) og sjö höfðu hjartabilun, oftast vegna kransæðastíflu (n=4). Heildarlifun var 50%, 56% fyrir sjúklinga þar sem ábendingin var öndunarbilun og 43% fyrir hjartabilaða. Af sjúklingum <45 ára lifðu 75% meðferðina en 25% sjúklinga >45 ára. Allar fjórar konurnar lifðu en 8 af 12 körl- um létust. Meðaltími í öndunarvél áður en ECMO meðferð var beitt var 4,4 dagar fyrir allan hópinn (bil 0,5-18) og meðaltími á ECMO 12,3 dagar (bil 5-40). Sjúklingar með öndunarbilun sem lifðu af meðferðina voru 5,2 daga í öndunarvél samanborið við 9,8 daga hjá þeim sem ekki lifðu meðferðina. Tveir sjúkling- ar hlutu alvarlegar blæðingar sem að hluta til mátti rekja til blóðþynningar í tengslum við meðferðina. Annars tengdist dán- arorsök þeirra sem létust undirliggjandi sjúkdómsástandi og var ekki rakin beint til ECMO meðferðarinnar. Ályktun: Árangur af notkun ECMO-dælu á íslandi telst vera góður og stenst vel erlendan samanburð. Helmingur sjúklinga hér á landi lifir af meðferðina, svipað fyrir sjúklinga með hjarta- og lungnabilun. Yngri sjúklingum virðist famast heldur betur og þeim sem eru stutt í öndunarvél áður en ECMO-dælu með- ferð er hafin. í öllum tilvikum var ECMO-dæla síðasta meðferð- arúrræði og telja höfundar að án dælunnar hefðu þeir allir látist. Við teljum því að þessi meðferð hafi sannað sig hér á landi. V-24 Staðbundinn æxlisvöxtur með uppruna í fleiðru á íslandi Tryggvi Þorgeirsson1, Helgi J. ísaksson2, Hrönn Harðardóttir3, Hörður Alfreðsson3, Tómas Guðbjartsson14 'Læknadeild HI, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tryggvt@hi.is 18 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.