Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 52
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-108 Sýkingar hjá börnum í meðferð vegna bráða- eitilfrumuhvítblæðis Sólveig Hafsteinsdóttir1, Guðmundur Jónmundsson2, Jón R. Kristinsson1, Ólafur Gísli Jónsson1'2, Inga Huld Alfreðsdóttir2, Kristján Jónasson5, Thomas Wiebe3, Corrado Cilio4, Ásgeir Haraldsson1-2 'Barnaspítala Hringsins, 2læknadeild HI, ’bamakrabbameinsdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 4barnadeild Háskólasjúkrahússins í Málmey, Svíþjóð, 5verkfræðideild HI Solhaf<Slandspitali. is Inngangur: Bakteríusýking er alvarlegur og takmarkandi þáttur í lyfjameðferð gegn bráðaeitilfrumuhvítblæði (ALL) í börnum. Um það bii 3% sjúklinganna deyja af orsökum sem tengjast með- ferðinni, flestir vegna sýkinga. Markmið: Að kanna hvernig aldur, kyn og fleiri þættir hafa áhrif á sýkingartíðni við lyfjameðferð gegn bráðaeitilfrumuhvít- blæði. Aðf erðir: Oll börn sem fengu bráðaeitilfrumuhvítblæði, af flokki lítil áhætta eða meðal áhætta, á árunum 1996-2006 í Suður- Svíþjóð og á Islandi eru með í rannsókninni. Upplýsingum var safnað um aldur, kyn, blóðgildi, blóðræktanir og meðferð við sjúkdómsgreiningu, og einnig um sýkingartímabil á fyrsta ári eftir greiningu (tilvik þegar grunur um sýkingu vaknaði og sýklalyfjameðferð fylgdi). Allir sjúklingar höfðu inniliggjandi æðaleggi eða lyfjabrunn. Niðurstöður: Heildarfjöldi sjúklinga var 73 (43 drengir og 30 stúlkur, 65 frá Svíðþjóð og 8 frá íslandi). Meðalaldur var 4,5 ár. Alls komu upp 179 sýkingartímabil. Hjá sex börnum vaknaði aldrei sýkingargrunur, en flest urðu sýkingartímabil 8, hjá einu barni. Bakteríur ræktuðust í 57 tilvikum (32%) en niðurstöður ræktunar voru neikvæðar í 122 tilvikum (68%). Algengasta bakt- erían var kóagúlasa neikvæður stafýlókokkur (KNS) sem rækt- aðist í 22 tilvikum. Meðalfjöldi grunaðra sýkinga var marktækt (p=0,03) meiri hjá stúlkum (3,07) en hjá drengjum (2,02). Tíðni staðfestra sýkinga var hins vegar svipaður hjá báðum kynj- um, um það bil 0,8. Tíðni bæði grunaðra og staðfestra sýkinga minnkaði marktækt með aldri (p<0,001 og p=0,03). Hlutfall sýkinga sem staðfestar voru með ræktun var umtalsvert og marktækt hærra í fyrstu sýkingu eftir greiningu (51%) en þegar lengri tími var liðinn frá greiningu (á 5.-8. sýkingartímabili var hlutfallið 10%). Alyktun: Grunur um sýkingu er líklegri til að vakna hjá stúlkum en drengjum, en staðfestar sýkingar eru jafnlíklegar hjá báðum kynjum. Bæði grunuðum og staðfestum sýkingum fækkar með aldri. Flestar alvarlegar sýkingar verða í upphafi meðferðar. Algengustu sýkingarnar voru vegna KNS baktería, sem er áminning um mikilvægi aðgæslu við meðhöndlun á æðaleggj- um og lyfjabrunnum. V-109 Meðferð fyrir of feit börn og fjölskyldur, Barnaspítala Hringsins Þrúður Gurmarsdóttir1, Anna Sigríður Ólafsdóttir2, Urður Njarðvík3, Linda Craighead4, Ragnar Bjarnason5 ‘HÍ, 2KHÍ, 3Barnasálfræðistöðinni, 4Emory University, 5Landspítala thrudur@hi.is Inngangur: Offita barna hefur aukist mikið í heiminum á síðustu áratugum. Mikilvægt er að þróa áhrifaríka meðferð sem þjónar um leið þeim tilgangi að stemma stigu við offitu fullorðinna. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka árangur af meðferð fyrir of feit börn (LÞS >2,5 sf yfir meðaltali) á aldr- inum 7-13 ára. Annað markmið var að athuga hvort að viðbót nýs meðferðarþáttar (þjálfun í að þekkja mun á svengd og seddu) myndi bæta árangur til lengri og/eða skemmri tíma. Aðferðir: Þátttakendur voru 84 fjölskyldur, eitt foreldri og barn úr hverri fjölskyldu. Meðferð samanstóð af 12 vikum sem dreifð- ust yfir 18 vikur. Þátttakendur mættu á Bamaspítala Hringsins tvisvar í viku, einu sinni í stuttan einstaklingstíma og einu sinni í hóptíma. Fjölskyldur skiptust með tilviljunarvali í tvo með- ferðarhópa. Annar hópurinn fékk hefðbundna meðferð fyrir of feit börn og fjölskyldur en hinn meðferð þar sem nýr meðferð- arþáttur var prófaður. Niðurstöður: Af þeim fjölskyldum sem hófu meðferð luku 73% fjölskyldna meðferðarvikunum 12. Líkamsþyngdarstuðull barna sem ldámðu meðferð lækkaði að meðaltali um 2,0 (±1,4 stig) á meðferðarvikunum 12 en ekki var marktækur munur á milli hópa. Alyktun: Líklegt er að hátt brottfall úr meðferð megi að ein- hverju leyti skýra með þeirri staðreynd að stór hluti þeirra barna og foreldra sem tóku þátt áttu við aðra erfiðleika að stríða, svo sem hegðunar-, tilfinninga-, félags-, eða námstengda. Þeir erf- iðleikar gætu hafa sett strik í reikninginn í krefjandi meðferð sem lúngað til hefur einungis verið prófuð með úrtaki þar sem foreldrar og börn með annan vanda eru útilokuð frá þátttöku. Þessar fyrstu niðurstöður benda þó til að meðferð fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra beri árangur til skemmri tíma. Ekki kom fram munur milli tilrauna- og samanburðarhóps þrátt fyrir að tilhneiging hafi verið til betri útkomu í hópnum sem fékk meðferð með nýjum meðferðarþætti. Ahugavert verður að skoða frekari niðurstöður og eins að fylgja hópunum eftir til lengri tíma en eftirfylgni er áætluð til þriggja ára. V-110 Súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með sykursýki eftir laser aðgerð Sveinn Hákon Harðarson1, Róbert Arnar Karlsson2, Þór Eysteinsson1, James M. Beach2, Jón Atli Benediktsson3, Einar Stefánsson1 'Augndeild Landspítala, 2Oxymap ehf, ’rafmagns- og tölvuverkfræðiskor HÍ sveinnha@gmail.com Inngangur: Súrefnisþurrð í vef sjónhimnu er talin vera stór þátt- ur í sjónhimnusjúkdómi í sykursýki. Laser meðferð er talin geta leiðrétt súrefnisþurrð. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á súr- efnisbúskap sjónhimnu manna vegna skorts á tækjabúnaði en rannsóknarhópurinn vinnur að þróun og prófun slíkrar tækni. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að mæla súrefn- ismettun í æðum sjónhimnu í sykursjúkum með nýæðamyndun í sjónhimnu (e. proliferative diabetic retinopathy) og sögu um laser meðferð. Aðferðir: Súrefnismælirinn mælir súrefnismettun blóðrauða í æðlingum sjónhimnu. Hann er settur saman úr augnbotna- 52 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.