Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 9

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 9
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 Ágrip veggspjalda V-1 Árangur og umfang endurlífgunar á Landspítala Bylgja Kærnested, Gísli E. Haraldsson, Jón Baldursson, Davíð O. Arnar Endurlífgunarnefnd Landspítala bylgjak@landspitali.is Inngangur: Árangur endurlífgunar á Landspítala er ekki þekkt- ur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta umfang og ár- angur þessarar starfsemi á spítalanum. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala eru starfandi tvö end- urlífgunarteymi, eitt við Hringbraut og eitt í Fossvogi. Hvert teymi skipa fjórir læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Frá því í ársbyrjum 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt Utstein staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru alls 311 útköll endur- lífgunarteyma vegna bráðra uppákoma þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Af þessum útköllum var þörf á endurlífgun í 82 tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 57 sjúklingum (71%). Af þessum 57 voru 25 (58%) á lífi eftir eitt ár. Meðalaldur sjúklinga sem fóru í hjartastopp var 71 árs. Um 63% þeirra sem fóru í hjartastopp voru karlar. Rafvirkni án dæluvirkni eða rafleysa voru upphafstaktar hjá 38 sjúklingum (46%) við komu endurlífgunarteymis. Endurlífgun tókst hjá 19 þeirra (50%) en eftir 12 mánuði voru aðeins þrír (16%) lifandi. Tuttugu og einn (26%) sjúklingur var í sleglatifi eða sleglahraðtakti án blóðflæðis (VF/VT) en hjá nær öllum (95%) bar endurlífgun árangur og 12 (60 %) voru lifandi að ári liðnu. Ekki voru til fullnægjandi upplýsingar fyrir alla sjúklinga sem fóru í hjartastopp á þessu tímabili. Hjartastopp var oftar á hjartadeildum, hjá 25 (30%), en á öðrum deildum Landspítala. Af þeim bar endurlífgun árangur í 76% tilvikum samanborið við 67% þeirra sem fóru í hjartastopp á almennum legudeildum. Hjá þeim sem fóru í hjartastopp á þræðingarstofu var upphafsárangur 88%. í 73% tilfella reynd- ust sjúklingar hafa fengið grunnendurlífgun af starfsmönnum deildar. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður eru góðar ef mið er tekið af sambærilegum árangri í nágrannalöndunum. Lifun þeirra sem voru með sleglatif eða sleglahraðtakt voru betri en hjá þeim sem höfðu rafleysu eða rafvirkni án dæluvirkni. V-2 Örblæðingar í heila: Niðurstöður úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1'2, Thor Aspelundw, Sigurður Sigurðsson1, Ólafur Kjartansson1-2, Guðný Eiríksdóttir1, Bylgja Valtýsdóttir1, Oskar Lopez4, Mark van Buchem5, Pálmi V. Jónsson1'2-3, Vilmundur Guðnason1-3, Lenore J. Launer6 'Hjartavemd, 2taugalækningadeild, röntgendeild Landspítali, ’læknadeild, raunvísindadeild HI, 4Háskólanum í Pittsburgh, Pennsylvaníu, USA,5 röntgendeild Háskólaspítalans í Leiden, Hollandi, 6National Institute on Aging, Bethesda, Maryland, USA sigurls@landspitali.is Inngangur: Hjá sjúklingum með heilablóðfall sjást aukalega oft menjar eftir örblæðingar í heila þegar beitt er ákveðinni tækni við myndgerðina, svonefndri '*T2-segulómun. Slíkum örblæðingum hefur einnig verið lýst hjá miðaldra og eldri ein- staklingum sem ekki hafa fengið heilablóðfall. í öldrunarrann- sókn Hjartaverndar er m.a. gerð 4T2-segulómun af heila auk fjölmargra annarra rannsókna sem miða að því að skýra áhrifa- valda á sjúkdóma og öldrun. Hér er lýst algengi og staðsetningu örblæðinga hjá úrtaki í rannsókninni og fylgni við þætti sem tengjast sjúkdómum í æðakerfinu. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni eru slembiúrtak karla og kvenna sem fæddust á árunum 1907-1935 og hafa sl. 40 ár tekið hafa þátt í langtíma faraldsfræðirannsókn Hjartaverndar á hjarta- og æðasjúkdómum (Reykjavíkurrannsókninni). Auk öflunar heilsufarsupplýsinga, prófunar á vitrænni starfsemi og ýmissa myndgreiningar- og blóðrannsókna er segulómun af heila gerð með *T2-tækni hjá öllum þátttakendum sem ekki hafa sérstakar frábendingar. Niðurstöður sem kynntar eru hér byggjast á fyrstu 1.962 þátttakendum þessarar rannsóknar, 820 körlum og 1142 konum (meðalaldur 76 ára, bil 66-93 ára). Niðurstöður: 218 einstaklingar (11,1%) reyndust hafa menjar eftir örblæðingar í heila. Algengi var hærra meðal karla (14,4% karla, 8,8% kvenna; p=0,0002, aldursstaðlað). Algengi örblæð- inga jókst með hækkandi aldri (p=0,0001), bæði fyrir karla (p=0,006) og konur (p=0,007). Staðsetning örblæðinganna var í heilahvelunum (70%), djúpt í heila á svæði botnkjama (10,5%) og í heilastofni (18,6%). Auk þess að sýna fylgni við aldur og karlkyn fannst fylgni við sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (p=0,02), kransæðasjúkdóm (p=0,001) og ald- urstengda sykursýki (p=0,06). Fylgni við háþrýsting var jákvæð en ekki sterk (p=0,07). Marktæk fylgni fannst hins vegar við ApoE 4,4 arfgerð. Ályktanir: Örblæðingar í heila virðast tengdar hjarta- og æða- sjúkdómum sem gæti bent til slagæðafitukölkunar í smáæðum heila. Fylgni við ApoE 4,4 arfgerð gæti hins vegar bent til mýlildissjúkdóms í heilaæðum líkt og finnst í Alzheimersveiki. Frekari rarmsókna er þörf til þess að greina orsakir þessara blæð- inga og þýðingu þeirra varðandi heilabilun og öldrunartengda hrörnun á starfsemi taugakerfisins. V-3 Eitranir í börnum yngri en 18 ára Guðborg Auður Guðjónsdóttir1'2, Jakob Kristinsson1'4, Runólfur Pálsson3, Curtis P. Snook1,5; Margrét Blöndal2, Sigurður Guðmundsson6 1 Eitrunarmiðstöð 2slysa- og bráðasviði, 3lyflækningasviði I, Landspítala, “rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði, HI, 5Division of Toxicology, University of Cincinnati, Cincinnati, USA,6landlæknisembættinu gudborggtSlandspitali.is Inngangur: Markmiðið með rannsókninni var að kanna tíðni og eðli eitrana og meintra eitrana hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára og bera saman við tíðni eitrana hjá fullorðnum. Aðferðir: Notuð voru gögn úr íslensku eitrunarrannsókninni LÆKNAblaðið 2008/94 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.