Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 9
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 Ágrip veggspjalda V-1 Árangur og umfang endurlífgunar á Landspítala Bylgja Kærnested, Gísli E. Haraldsson, Jón Baldursson, Davíð O. Arnar Endurlífgunarnefnd Landspítala bylgjak@landspitali.is Inngangur: Árangur endurlífgunar á Landspítala er ekki þekkt- ur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta umfang og ár- angur þessarar starfsemi á spítalanum. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala eru starfandi tvö end- urlífgunarteymi, eitt við Hringbraut og eitt í Fossvogi. Hvert teymi skipa fjórir læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Frá því í ársbyrjum 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt Utstein staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru alls 311 útköll endur- lífgunarteyma vegna bráðra uppákoma þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Af þessum útköllum var þörf á endurlífgun í 82 tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 57 sjúklingum (71%). Af þessum 57 voru 25 (58%) á lífi eftir eitt ár. Meðalaldur sjúklinga sem fóru í hjartastopp var 71 árs. Um 63% þeirra sem fóru í hjartastopp voru karlar. Rafvirkni án dæluvirkni eða rafleysa voru upphafstaktar hjá 38 sjúklingum (46%) við komu endurlífgunarteymis. Endurlífgun tókst hjá 19 þeirra (50%) en eftir 12 mánuði voru aðeins þrír (16%) lifandi. Tuttugu og einn (26%) sjúklingur var í sleglatifi eða sleglahraðtakti án blóðflæðis (VF/VT) en hjá nær öllum (95%) bar endurlífgun árangur og 12 (60 %) voru lifandi að ári liðnu. Ekki voru til fullnægjandi upplýsingar fyrir alla sjúklinga sem fóru í hjartastopp á þessu tímabili. Hjartastopp var oftar á hjartadeildum, hjá 25 (30%), en á öðrum deildum Landspítala. Af þeim bar endurlífgun árangur í 76% tilvikum samanborið við 67% þeirra sem fóru í hjartastopp á almennum legudeildum. Hjá þeim sem fóru í hjartastopp á þræðingarstofu var upphafsárangur 88%. í 73% tilfella reynd- ust sjúklingar hafa fengið grunnendurlífgun af starfsmönnum deildar. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður eru góðar ef mið er tekið af sambærilegum árangri í nágrannalöndunum. Lifun þeirra sem voru með sleglatif eða sleglahraðtakt voru betri en hjá þeim sem höfðu rafleysu eða rafvirkni án dæluvirkni. V-2 Örblæðingar í heila: Niðurstöður úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1'2, Thor Aspelundw, Sigurður Sigurðsson1, Ólafur Kjartansson1-2, Guðný Eiríksdóttir1, Bylgja Valtýsdóttir1, Oskar Lopez4, Mark van Buchem5, Pálmi V. Jónsson1'2-3, Vilmundur Guðnason1-3, Lenore J. Launer6 'Hjartavemd, 2taugalækningadeild, röntgendeild Landspítali, ’læknadeild, raunvísindadeild HI, 4Háskólanum í Pittsburgh, Pennsylvaníu, USA,5 röntgendeild Háskólaspítalans í Leiden, Hollandi, 6National Institute on Aging, Bethesda, Maryland, USA sigurls@landspitali.is Inngangur: Hjá sjúklingum með heilablóðfall sjást aukalega oft menjar eftir örblæðingar í heila þegar beitt er ákveðinni tækni við myndgerðina, svonefndri '*T2-segulómun. Slíkum örblæðingum hefur einnig verið lýst hjá miðaldra og eldri ein- staklingum sem ekki hafa fengið heilablóðfall. í öldrunarrann- sókn Hjartaverndar er m.a. gerð 4T2-segulómun af heila auk fjölmargra annarra rannsókna sem miða að því að skýra áhrifa- valda á sjúkdóma og öldrun. Hér er lýst algengi og staðsetningu örblæðinga hjá úrtaki í rannsókninni og fylgni við þætti sem tengjast sjúkdómum í æðakerfinu. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni eru slembiúrtak karla og kvenna sem fæddust á árunum 1907-1935 og hafa sl. 40 ár tekið hafa þátt í langtíma faraldsfræðirannsókn Hjartaverndar á hjarta- og æðasjúkdómum (Reykjavíkurrannsókninni). Auk öflunar heilsufarsupplýsinga, prófunar á vitrænni starfsemi og ýmissa myndgreiningar- og blóðrannsókna er segulómun af heila gerð með *T2-tækni hjá öllum þátttakendum sem ekki hafa sérstakar frábendingar. Niðurstöður sem kynntar eru hér byggjast á fyrstu 1.962 þátttakendum þessarar rannsóknar, 820 körlum og 1142 konum (meðalaldur 76 ára, bil 66-93 ára). Niðurstöður: 218 einstaklingar (11,1%) reyndust hafa menjar eftir örblæðingar í heila. Algengi var hærra meðal karla (14,4% karla, 8,8% kvenna; p=0,0002, aldursstaðlað). Algengi örblæð- inga jókst með hækkandi aldri (p=0,0001), bæði fyrir karla (p=0,006) og konur (p=0,007). Staðsetning örblæðinganna var í heilahvelunum (70%), djúpt í heila á svæði botnkjama (10,5%) og í heilastofni (18,6%). Auk þess að sýna fylgni við aldur og karlkyn fannst fylgni við sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (p=0,02), kransæðasjúkdóm (p=0,001) og ald- urstengda sykursýki (p=0,06). Fylgni við háþrýsting var jákvæð en ekki sterk (p=0,07). Marktæk fylgni fannst hins vegar við ApoE 4,4 arfgerð. Ályktanir: Örblæðingar í heila virðast tengdar hjarta- og æða- sjúkdómum sem gæti bent til slagæðafitukölkunar í smáæðum heila. Fylgni við ApoE 4,4 arfgerð gæti hins vegar bent til mýlildissjúkdóms í heilaæðum líkt og finnst í Alzheimersveiki. Frekari rarmsókna er þörf til þess að greina orsakir þessara blæð- inga og þýðingu þeirra varðandi heilabilun og öldrunartengda hrörnun á starfsemi taugakerfisins. V-3 Eitranir í börnum yngri en 18 ára Guðborg Auður Guðjónsdóttir1'2, Jakob Kristinsson1'4, Runólfur Pálsson3, Curtis P. Snook1,5; Margrét Blöndal2, Sigurður Guðmundsson6 1 Eitrunarmiðstöð 2slysa- og bráðasviði, 3lyflækningasviði I, Landspítala, “rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði, HI, 5Division of Toxicology, University of Cincinnati, Cincinnati, USA,6landlæknisembættinu gudborggtSlandspitali.is Inngangur: Markmiðið með rannsókninni var að kanna tíðni og eðli eitrana og meintra eitrana hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára og bera saman við tíðni eitrana hjá fullorðnum. Aðferðir: Notuð voru gögn úr íslensku eitrunarrannsókninni LÆKNAblaðið 2008/94 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.