Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 35
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Kannað var nýgengi og dánarhlutfall og athugaðir forspárþættir lífshorfa með fjölbreytugreiningu. Öll æxlin voru stiguð skv. TNM-kerfi og vefjasýni endurskoðuð. Litið var sérstaklega á tilviljanagreind æxli og þau borin saman við æxli greind vegna einkenna. Niðurstöður: Alls greindust 913 sjúklingar, meðalaldur 65 ár, 557 karlar (61%). Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu og var 13,2/100.000/ár fyrir karla og 8,2 fyrir konur 2001-5. Dánarhlutfall hélst hins vegar stöðugt. Af 913 sjúklingum greindust 658 vegna einkenna (72%) og 255 fyrir tilviljun (28%), oftast vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðunar. Tilviljanagreining jókst á tímabilinu, eða frá 11,1% 1971-5 í 39,2% 2001-5. Tilviljanagreindu æxlin voru 2,7 cm minni og af lægri stigun og gráðu en æxli greind vegna einkenna. Aldur, kynja- dreifing og vefjagerð voru hins vegar sambærileg. Samanburður á hópunum er sýndur í töflu I. Fjölbreytugreining sýndi að stigun (p<0,001) er veigamesti sjálfstæði forspárþáttur lífshorfa en einnig aldur, greiningarár, sökk og gráða. Einkennagreindir sjúklingar höfðu einnig marktækt verri horfur en tilviljana- greindir (HR 1,4; 95% CI 1,02-1,93; p=0,04). Alyktun: Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein á Islandi fara batnandi (vaxandi nýgengi og óbreytt dánarhlut- fall). Líklegasta skýringin er aukning tilviljanagreindra æxla en í dag eru þau um helmingur nýgreindra nýrnafrumukrabba- meina. Tilviljanagreining er sjálfstæður verndandi forspárþáttur lífshorfa og hefur slíkt ekki sést áður hér á landi. Betri horfur tilviljanagreindra sjúklinga skýrast því ekki eingöngu af lægri stigun og gráðu heldur er tilviljanagreining ein og sér jákvæð fyrir horfur sjúklinga. Tafla I. (Gefinn er upp fjöldi sjúkl. og % í sviga). Tilviljanagreind æxli Einkennagreind æxli p-gildi Fjöldi 255 (27,9) 658(72,1) Aldur 65,6 64,8 ns. Karlar/konur 1,6 1,6 ns. Stærö (cm) 5,4 8,1 <0,001 Hæ. nýra 146 (57,3) 325 (49,7) ns. TNM-stig 1 146(57,3) 123 (18,8) II 29(11,4) 84 (12,8) <0,001 III 54(21,2) 162 (24,7) IV 26(10,2) 287 (43,8) Gráöa 1+2 181(75,4) 285 (48,5) 3+4 59 (24,6) 303(51,5) <0,001 Blóörauði (g/L) 138,4 126,9 <0,001 Sökk (mm/h) 25,2 45,3 <0,001 Ns—ómarktcekt V-66 Neikvæðar vísbendingar um tengsl PALB2 og brjóstakrabbameins á íslandi Haukur Gunnarsson1, Aðalgeir Arason1, Elizabeth M. Gillanders2, Bjami A. Agnarsson1, Guðrún Jóhannesdóttir1, Óskar Þ. Jóhannsson3, Rósa B. Barkardóttir1 ’Rannsóknastofu í meinafræði, Landspítali, 2Inherited Disease Research Branch, National Human Genome Research Institute, NIH, Baltimore, Maryland, 3rrabbameinslækningadeild Landspítala haukuPSIandspitali. is Inngangur: PALB2 genið er bindiþáttur BRCA2 brjóstakrabba- meinsgensins og stuðlar að því að BRCA2 starfi á eðlilegan hátt sem æxlisbæligen. Stökkbreytingar í PALB2 hafa verið tengdar aukinni hættu á brjóstakrabbameini. Ein slík stökkbreyting, 1592delT, sem rekja má til sameiginlegs forföður, hefur fundist í finnskum brjóstakrabbameins-fjölskyldum. Aðferðafræði: Til að kanna hvort PALB2 tengist brjóstakrabba- meini á íslandi var tengslagreiningu beitt á 111 einstaklinga (61 brjóstakrabbameinstilfelli) úr 9 fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins sem eru án skýringa í BRCAl eða BRCA2 brjóstakrabbameinsgenunum. Auk þess var skimað eftir 1592delT stökkbreytingunni í 9 brjóstakrabbameinsfjölskyld- unum og lijá 638 óvöldum brjóstakrabbameinstilfellum. Niðurstöður: Niðurstöður gefa ekki til kynna tengsl brjósta- krabbameins og PALB2 í brjóstakrabbameinsfjölskyldunum auk þess sem skimun fyrir 1592delT stökkbreytingunni var neikvæð í öllum tilfellum. Ályktun: PALB2 virðist því ekki vera áhrifaþáttur brjósta- krabbameins hvað varðar fjölskyldur með háa tíðni brjósta- krabbameins á íslandi auk þess sem 1592delT stökkbreytingin virðist ekki vera tengd brjóstakrabbameini á Islandi. V-67 Eru breytingar á beinþéttni handknattleikskvenna yfir níu ára tímabil háðar því hvort þær héldu áfram íþróttaiðkun? Hjörtur Brynjólfsson, Díana Óskarsdóttir, Gunnar Sigurðsson Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala, læknadeild HÍ gunnars@landspitali.is Inngangur: Mjög takmarkaðar upplýsingar eru til um beintap meðal íþróttafólks eftir að reglubundnum æfingum er hætt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort breytingar á beinþéttni hóps handknattleikskvenna væru háðar því hvort þær héldu áfram íþróttaiðkun. Rannsóknarhópur: Við rannsökuðum 24 konur, fyrst árið 1998 þegar þær voru allar mjög virkar í keppnishandbolta, með- alaldur 21,7 ár og að nýju árið 2007, n£u árum síðar, meðalaldur 30,6 ár. Alls voru þá 19 þeirra enn þá virkar í íþróttum, þar af voru sjö þeirra enn í meistaraflokki í handbolta. Fimm höfðu hins vegar alveg hætt reglubundnum æfingum (<1 klst á viku). Samanburður var gerður milli þessara þriggja mismunandi áreynsluhópa og við slembihóp af sama aldri. Aðferðir: Beinþéttni var mæld með dual energy X-ray absorptiometry (DXA) í mjöðm, lendhrygg og ríkjandi fram- LÆKNAblaðið 2008/94 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.