Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 49
V í S I N D I Á V O R D O G F Y L G I R I T U M 5 6 V-100 Háskammta krabbameinslyfjameðferð og ígræðsla eigin stofnfrumna á Landspítala - reynslan fyrstu fjögur árin Sigrún Reykdal', Þórunn Sævarsdóttir1, Leifur Thorsteinsson2, Guðmundur Rúnarsson', Steinunn J. Matthíasdóttir2, Erna Guðmundsdóttir2, Brynjar Viðarsson1, Vilhelmína Haraldsdóttir1, Ólafur E. Sigurjónsson2, Sveinn Guðmundsson2, Hlíf Steingrímsdóttir1 Blóðlækningadeild1, Blóðbankanum Landspítala2 sigrunre@landspitali.is Inngangur og markmið: ígræðsla eigin stofnfruma í kjölfar háskammta krabbameinslyfjameðferðar hjá sjúklingum með ill- kynja blóðsjúkdóma, hefur verið framkvæmd á Landspítala frá því í ársbyrjun 2004. Markmið rannsóknar var að meta meðferð- arárangur fyrstu fjögur árin. Aðferðir: Rartnsóknin var afturskyggn og byggir á upplýs- ingum fengnum úr sjúkraskrám. Lifun var metin með Kaplan- Meier aðferð. Niðurstöður: Alls hefur verið safnað stofnfrumum úr blóði hjá 73 sjúklingum og framkvæmdar 54 ígræðslumeðferðir. Meðalaldur við ígræðslumeðferðina var 54,5 ár, 36 karlar og 18 konur. Alls voru 25 sjúklingar með eitilfrumukrabbamein, 5 með Hodgkins sjúkdóm, 28 með mergfrumuæxli eða annan plasmafrumusjúkdóm og einn með bráða mergfrumuhvítblæði. Ekki tókst að safna stofnfrumum hjá tveimur sjúklingum á tímabilinu. Hjá 7 sjúklingum tókst stofnfrumusöfnun í ann- arri tilraun og hjá einum í þriðju tilraun. Fjöldi safnana fyrir allan hópinn var 165, eða 2,26 safnanir á hvern einstakling. Heildarsöfnun fyrir hvern einstakling var að meðaltali 9,3 xl06 CD34+ frumur /kg (spönnun 3-38.9 xl06 CD34+ frumur /kg). Marktæk tengsl voru milli fjölda CD34+ frumna og fjölda hvít- frumu kólónía (CFU-GM). Undirbúningsmeðferð fyrir ígræðslu hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein var BEAM (BCNU, Etoposide, Ara-C og Melphalan), Melphalan 140-200mg/m2 hjá sjúklingum með mergfrumuæxli og Busulfan og Cyclofosfamíð hjá sjúklingum með bráða hvítblæði. Meðallegutími á blóð- lækningadeild var 21,6 dagar. Tími til rótunar (engraftment): Neutrofílar > 0,5xl09/L á degi 12 eftir stofnfrumuinngjöf, blóð- flögur > 20xl09/L á degi 12 og blóðflögur > 50xl09/L á degi 23. Neupogen var gefið að meðaltali í 3,5 daga. Nær allir sjúkling- arnir fengu hita en engar lífshættulegar sýkingar. Hundrað daga dánartíðni var 0%. Heildarlifun fyrir allan hópinn var 89%. Ályktun: Fjöldi ígræðslumeðferða hefur þrefaldast á tímabilinu. Stofnfrumusöfnun úr blóði tókst í nær öllum tilvikum og heild- arárangur er sambærilegur við það sem best gerist í nálægum löndum. V-101 Greining taugastofnfrumna með þyrpingaræktunum í Pogz -/- músafóstrum Anna María Halldórsdóttir', Jonathan R. Keller2, Kristbjöm Orri Guðmundsson1-2, Ólafur E. Sigurjónsson1-3 Blóðbankanum Landspítala1, Laboratory of Molecular Immunoregulation, National Cancer Institute, Frederick, USA2, tækni og verkfræðideild HR3 oes@landspitali. is Inngangur: Neurospherur myndist frá taugastofnfrumu og hægt sé að sérhæfa þær yfir í taugafrumur og taugastoðfrumur. Því hefur einnig verið var haldið fram að hver neurosphera sé afurð einnar taugastofnfrumu þannig að fjöldi neurosphera sem ræktast úr tauga vefsýni jafngildi fjölda taugastofnfrumna. Þetta er ekki rétt og eru vísindamenn sammála um það að neuro- spherur séu ýmist myndaðar af taugastofnfrumum eða tauga- forverafrumum með mismikinn hæfileika til fjölgunar og sérhæfingar. Nýlega lýstum við pogz geninu sem við útslátt í músum (knock out) leiðir ýmist til fósturdauða eða verulegs skaða í taugakerfinu Pogz er m.a. tjáð í blóðmyndandi stofn- frumum, taugastofnfrumum, mesenchymal stofnfrumum og músafósturstofnfrumum. Markmið: Tilgangur þessa verkefnis var að reyna að fá vísbend- ingar um hvort að skekkt hlutfall taugaforverafrumna og tauga- stofnfrumna í pogz-/- og pogz+/+ músafóstrum skýri skaða í taugakerfinu við útslátt pogz. Aðferðir: Neural-Colony Forming Cell Assay (N-CFCA) var notað til að greina á milli stofnfrumna og forverafrumna. N- CFCA greinir á milli stofnfruma og forverafrumna með tilliti til fjölgunargetu og byggir á þyrpingaræktum. Stórar þyrpingar (> 2 mm í þvermál) sýna eiginleika stofnfrumna á meðan minni þyrpingar (< 2mm) gera það ekki. Niðurstöður: Úr pogz-/- ræktuðust að meðaltali 45 þyrpingar fyrir hverjar 2500 frumur (2%) á meðan að í viðmiðunar mús- unum ræktuðust 130 þyrpingar fyrir hverja 2500 frumur (5%). Ef borinn er saman annars vegar fjöldi þyrpinga þess sem skil- greint er stofnfrumur (> 2 mm) og forverafrumur (< 2 mm), þá ræktast engar stofnfrumur úr pogz-/- neurospherunum á meðan að um það bil sex þyrpingar ræktast í viðmiðunarrækt- unum (0,2 %). Pogz-/- neurospherumar sérhæfðust bæði yfir í stoðfrumur og taugafrumur í skilyrtu æti. Munur var á sérhæf- ingarhraða frumnanna og virtist sem svo að þær frumur sem voru sérhæfðar frá pogz-/- neurospherunum sérhæfðust fyrr (á 3-4 dögum) á meðan að viðmiðunar neurospherurnar sérhæfð- ust mun hægar (á 6-8 dögum). Ályktun: Pogz útsláttur virðist leiða til fækkunar í taugastofn- framum og óeðlilegrar taugamyndunar. Frekari rannsóknir eru í gangi til að skilgreina þessar niðurstöður nánar. V-102 Tjáning á Kítínasa líkum próteinum í mesenchymal stofnfrumum Stefán Ágúst Hafsteinsson1, Jón M. Einarsson2, Jóhannes Björnsson3, Jóhannes Gíslason2, Ólafur E. Sigurjónssonl,4 Blóðbankanum Landspítalal, Genís ehf2, rannsóknastofu HÍ í meinafræði2, tækni- og verkfræðideild HR 4 oes@landspitali. is Inngangur: Kítínasalík prótein (CLP) heyra til genafjölskyldu kítínasa og hafa varðveitt kítínbindisetið frá kítínasanum. Sýnt hefur verið fram á tilvist þessara próteina í plöntum og dýrum en niðurstöður rannsókna benda til að þau gegni mikilvægu en óskilgreindu hlutverki í ónæmiskerfinu, frumuboðskiptum og í vefjaummyndun hjá hryggdýrum. Sérstaklega áhugaverðar eru niðurstöður sem gefa til kynna hlutverk CLP í vefjamyndun í fósturþroska hryggdýra. Fyrri niðurstöður okkar benda til að kftín afleiður geti örvað stofnfrumur til nýmyndunarbrjósk- og LÆKNAblaöið 2008/94 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.