Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 23
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 56
og streitueinkenni og viðhorf til lífsgæða. Auk þess var skimað
eftir persónuleikaröskunum. I upphafi og við lok meðferðar
fylltu meðferðaraðilar út staðlað matsblað þar sem meðal annars
kemur fram mat og lýsing á vandkvæðum sjúklings, sjálfsvígs-
hættu, meðferðarformi og lengd meðferðar. Framkvæmdastjórn
Landspítala veitti styrk til rannsóknarinnar og Siðanefnd spít-
alans veitti leyfi til hennar.
Niðurstöður: Niðurstöður gefa vísbendingu um að árangur
af geðmeðferð á göngudeild sé almennt góður, en vísbend-
ingamar eru þó ekki traustar sökum mikils brottfalls úr gögn-
unum. Greining á því brottfalli hefur leitt í ljós að það megi að
nokkru leyti rekja til óskýrrar aðgreiningar bráðamóttöku og
göngudeildar.
Ályktun: Niðurstöður brottfallsgreiningar hafa verið nýttar til
að bæta skipulag og skerpa á aðgreiningu og verkaskiptingu
bráðamóttöku og göngudeildar. Tillögur em gerðar að því
hvernig megi koma árangursmælingum með CORE-OM betur
inn í almennt verklag á göngudeild svo endurtaka megi rann-
sóknina í einhverri mynd með betri heimtum á gögnum.
V-35 Þróun þunglyndis- og kvíðaeinkenna á meðal
íslenskra unglinga og heimsóknir þeirra til geðlækna,
félagsráðgjafa og sálfræðinga
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir1, Inga Dóra Sigfúsdóttir2, Jón Friðrik
Sigurðsson23'4, og Gísli H. Guðjónsson1'2
'Institute of Psychiatry, King's College í London, 2HR, dæknadeild HÍ,
4Geðsviði Landspítala
jonfsig@tandsfjitaH.is
Inngangur: Erlendar rannsóknir gefa til kynna að á undanförn-
um áratugum hafi einkenni þtmglyndis og kvíða farið vaxandi
meðal ungs fólks. Á sama tíma hefur aukningar orðið vart í
eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu við böm og unglinga. Á
Islandi hefur nokkuð borið á umræðu um aukningu geðrænna
vandamála barna og ungmenna en fáar rannsóknir hafa verið
gerðar.
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að
rannsaka þróun einkenna þunglyndis og kvíða meðal ung-
menna á íslandi frá árinu 1997 til 2006 og hins vegar að rannsaka
þróun í heimsóknum ungmenna til geðlækna, sálfræðinga og
félagsráðgjafa á sama tímabili.
Aðferð: Rannsóknin byggir á fjórum könnunum sem lagðar
voru fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á íslandi
sem mættir voru í skóla á fyrirlagningardegi árin 1997, 2000,
2003 og 2006. Samanlagt tóku 21.245 nemendur þátt í könn-
unum fjórum.
Niðurstöður: Kvíðaeinkenni jukust marktækt meðal bæði
stelpna og stráka frá árinu 1997 til 2006. Þunglyndiseinkenni
jukust einnig marktækt meðal stelpna, en á meðal stráka varð
engra breytinga vart. Á sama tímabili hækkaði hlutfall ung-
menna sem höfðu einhvern tíma leitað aðstoðar geðlækna, sál-
fræðinga og félagsráðgjafa sl. 12 mánuði fyrir könnun. Þá gáfu
niðurstöðurnar til kynna að hlutfall þeirra, sem höfðu leitað sér
aðstoðar geðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa reglulega (6
sinnum eða oftar á ári), hafði aukist marktækt á sama tímabili
meðal stelpna en ekki meðal stráka.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna aukningu á einkennum
þunglyndis og kvíða meðal ungmenna á íslandi síðasta áratug.
Frekari rannsókna er þörf til að athuga ástæður þessarar þróun-
ar. Sérstaklega þarf að beina athygli að aukinni áhættu stelpna
fyrir bæði einkennum þunglyndis og kvíða.
V-36 Áhrif NRG1 á vitræna færni og sjúkdómseinkenni í
geðklofa
Brynja Björk Magnúsdóttir1-2 *, H. Magnús Haraldsson1, Robin Morris2,
Robin Murray2, Engilbert Sigurðsson1, Hannes Pétursson1, Þórður
Sigmundsson1
'Geðsviði Landspítala, 2King's College University of London, Institute of
Psychiatry
brynjabm@landspitali.is
Inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á fylgni milli
Neuregulin 1 gensins (NRGl) og geðklofa. Neuregulin tekur
þátt í tjáningu og virkni NMDA, sem er glútamat viðtaki, og
sýnt hefur verið fram á tengsl neikvæðra einkenna geðklofa og
skertrar glútamatvirkni. Neikvæð einkenni hafa einnig verið
tengd verri frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var þríþætt; 1) kanna
hvort NRGl hafi áhrif á vitræna færni hjá einstaklingum með
geðklofa og heilbirgðum samanburðarhóp, 2) kanna hvort NRGl
hafi áhrif á sjúkdómseinkenni í geðklofa, og 3) athuga hvort
finna megi fylgni milli vitrænnar færni og sjúkdómseinkenna í
geðklofa.
Aðferð: Þátttakendur voru valdir í rannsóknina með tilliti til
arfgerðar þeirra og var skipt í tvo hópa eftir því hvort þeir hefðu
íslensku 5 SNP áhættuarfgerðina á NRGl (80 sjúklingar með
geðklofa og 77 heilbrigðir einstaklingar). Taugasálfræðipróf
sem meta m.a. minni, stýrihæfni og athygli voru lögð fyrir
þátttakendur. Sjúkdómseinkenni voru metin með PANSS
einkennalistanum.
Niðurstöður: 1) Niðurstöður benda til þess að tilhneiging sé
til áhrifa áhættuarfgerðarinnar NRGl á vitræna færni en ekki
komu fram marktæk áhrif. 2) Ekki komu fram marktæk áhrif
NRGl áhættuarfgerðarinnar á sjúkdómseinkenni geðklofa. 3)
Marktæk neikvæð fylgni fannst milli vitrænnar hæfni og allra
sjúkdómseinkenna, utan jákvæðra einkenna.
Ályktun: Það virðist vera sterkt samband milli slakrar vitrænn-
ar færni og neikvæðra einkenna hjá einstaklingum með geð-
klofa. Ekki fundust marktæk áhrif NRGl áhættuarfgerðarinnar
á vitræna færni né sjúkdómseinkenni í geðklofa, en tilhneigingu
í þá átt mátti þó greina.
LÆKNAblaðið 2008/94 23