Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 48
V I S I N D I A F Y L G I R I T V O R 5 6 D O G U M (q-RT-PCR) var notað til að rannsaka mRNA tjáningu. Niðurstöður: Sprouty 1 og 3 eru almennt lítið tjáð í VAIO. Greinileg aukning þessara próteina verður við svelti frumanna sem bendir til tengingar við vaxtarstopp. Tjáning sprouty 4 magnast við aukna þéttni rækta. Það gefur til kynna tengingu við temprun á vaxtarboðum gegnum RTK, þar sem frumurnar hlýða vaxtarstöðvandi skilaboðum við aukna þéttni í rækt. Við ofurþéttni hrapar þessi tjáning hins vegar. Þar er sprouty 2 lang mest tjáða sprouty próteinið en tjáning þess er tiltölulega stöðug við mismunandi þéttni rækta. Alyktanir: Rannsóknir okkar sýna að tjáning Sprouty er breyti- leg eftir aðstæðum Það að VAIO myndi greinótta berkju-alveolar formgerð í þrívíðri rækt býður upp á mikla möguleika á að hægt verði að rartnsaka betur þá innanfrumuboðferla sem stýra grein- óttri formgerð lungna. Næstu skref eru að athuga hvaða hlut- verk sprouty spilar við myndun greinóttrar formgerðar lungna. V-98 Tjáning Sprouty próteina í greinóttri formgerð brjóstkirtils Valgarður Sigurðsson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala, h'ffærafræði læknadeildar HÍ valgardu@landspitali.is Inngangur: Boðferlar sem taldir eru mikilvægir fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja eru vel varðveittir milli mismunandi líffæra. Boð gegnum tyrosín kínasa viðtaka eru dæmi um slíka boðferla. Innanfrumustjórnprótein sem tilheyra sprouty fjöl- skyldunni hafa áhrif á virkni týrósín kínasa viðtaka og hafa fundist fjögur mismunandi sprouty gen í spendýrum; sprouty-1, 2, 3 og 4. Sprouty prótein gegna mikilvægu hlutverki í myndun greinóttrar formgerðar í lungum, nýrum og æðakerfi og nýleg- ar rannsóknir gefa til kynna að sprouty prótein séu mögulega æxlisbæligen. Hlutverk þeirra og tjáning í brjóstkirtli hefur lítið verið kannað. Markmið: Að skilgreina tjáningamynstur sprouty próteina í eðlilegum brjóskirtli og í greinóttri formgerð brjóstastofnfruma í þrívíðri rækt. Efni og aðferðir: Tjáning sprouty í brjóstavef, ræktuðum frum- um og þrívíðum frumuræktunum var metin með mótefnalit- unum, western blettun, og rauntíma-PCR (Q-RT-PCR). Niðurstöður: Q-RT-PCR tilraunir sýndu litla tjáningu sprouty-1 í brjóstavef en mótefnalitanir á vefjasneiðum sýna að sprouty-2 er mikið tjáð í Þekjufrumum en minna í stoðvefsfrumum brjóst- kirtils. Q-RT-PCR sýnir meiri tjáningu sprouty-2 í kirtilþekju (2,5-20 falt) en vöðvaþekju. Mótefnalitanir gefa til kynna að sprouty-3 tjáning sé einkum í vöðvaþekjufrumum en sprouty-4 finnst aðallega í æðaþelsfrumum. Til að kanna tjáningu sprouty gena í þrívíðri rækt brjóstastofnfruma var einangrað RNA á ræktunardögum (RD)-12, RD-14 og RD-16 og framkvæmt Q-RT- PCR. Sprouty-1 tjáning fannst ekki en tjáning sprouty-2 var allt að 17 falt meiri á RD-14 miðað við RD-12. Ekki sást marktækur munur á tjáningu sprouty-3 en mikill munur var á tjáningu sprouty-4 eftir dögum. Mest var tjáning sprouty-4 á RD-12 þar sem 38 faldur munur var á RD-12 og RD-16. 48 LÆKNAblaðið 2008/94 Ályktun: Tjáning sprouty-2 virðist vera mest í kirtilþekju, sprouty-3 í vöðvaþekju og sprouty-4 tjáning í æðaþelsfrumur. Tjáning sprouty-1 er mjög lítil í brjóstavef. Tjáning sprouty- 2 og sprouty-4 breytast mikið meðan á myndun greinóttrar formgerðar brjóstastofnfruma á sér stað. Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna að sprouty prótein hafi áhrif á greinótta formgerð brjóstkirtils og áframhaldandi vinna miðar að því að kanna nánar hlutverk sprouty í þessu ferli. V-99 Aukið algengi sjálfsofnæmissjúkdóma á meðal einstaklinga með IgA skort og fyrstu gráðu ættingja þeirra Guðmundur H. Jörgensen15, Ingunn Þorsteinsdóttir2, Sveinn Guðmundsson3, Lennart Hammarström4, Björn R. Lúðvíksson13 'Læknadeild HI, 2rannsóknarstofnun Landspiíala, 3blóðbanka Islands 4ónæmisfræðideild Karolinska spítali, Huddinge, Svíþjóð, 5ónæmisfræðideild Landspítala gudmhj@landspitali.is Inngangur: Sértækur skortur á mótefnaflokki A (IgA) er skil- greindur sem magn IgA í sermi <0,07g/L, og eðlilegt magn IgG og IgM. Sértækur IgA skortur (IgAD) er einn algengasti með- fæddi ónæmisgallinn í mannfólki með algengið um 1:500 í N- Evrópu. Tengsl IgAD við sjúkdóma eru ekki klár en aukin tíðni sýkinga, ofnæmis, astma og sjálfsofnæmissjúkdóma er talin vera til staðar. Algengi sjálfsofnæmissjúkdóma í vestrænum löndum er talið 3-5%, en á meðal einstaklinga með IgAD er algengið á bilinu 7-36%. Orsakatengsl IgAD við sjálfsofnæmissjúkdóma eru ekki ljós en hugsanleg skýring er að báðir sjúkdómarnir eigi að ein- hverju leyti sameiginlegan erfðafræðilegan bakgrunn. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi sjálfs- ofnæmissjúkdóma á meðal fyrstu gráðu ættingja einstaklinga með IgAD. Þetta er hluti af stærri rannsókn á IgAD á íslandi. Aðferðir: Alls 43 einstaklingar með IgAD, úr blóðbankaskim- unum (16) og frá rannsóknarstofnun LSH (27) á tímabilinu 1992- 2006, voru kallaðir inn til skoðunar. Tekin var ýtarleg saga og fjölskyldusaga um sjúkdóma og í kjölfarið gerð læknisskoðun og rannsóknir. Fyrstu gráðu ættingjar voru kallaðir inn til blóð- prufu og sjúkdómasaga tekin og fjölskyldusaga staðfest. Niðurstöður: Alls voru 18,6% (8/43) IgAD einstaklinga með sjálfsofnæmissjúkdóma og 25% (8/32) af fullorðnum IgAD einstaklingum. Þeir IgAD einstaklingar sem jafnframt höfðu sjálfsofnæmissjúkdóm reyndust í 62,5% tilfella (5/8) eiga fyrstu gráðu ættingja með sjálfsofnæmissjúkdóm. Af 269 fyrstu gráðu ættingjum reyndust 10% (27/269) vera með sjálfsofnæmissjúk- dóm sem er tvöfalt hærra en áætlað algengi í þjóðfélaginu. Ályktun: Sterk tengsl eru milli IgAD og sjálfsofnæmissjúkdóma. Þar sem um verulega aukna tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma meðal ættingja IgAD einstaklinga er að ræða, þá benda niðurstöður til sameiginlegs erfðafræðilegs bakgrunns þessara tveggja sjúkdóma. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.