Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 42
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Aðferðir: Megindleg póstkönnun á þörfum aðstandenda sem fylgdu alvarlega veikum/slösuðum fullorðnum sjúkling- um slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi og bráðamóttöku á Hringbraut á tímabilinu 9. apríl-21. maí 2007. Lýsandi þversniðs- könnun, með þægindaúrtaki 202 aðstandenda. Þátttakendur svöruðu að meðaltali 16 dögum eftir veru sína á bráðamóttöku (svarhlutfall 62,3%). Niðurstöður: Meðalaldur þátttakanda; 55 ár (sf =14,9), fleiri þátttakendur voru konur (n=142) en karlar (n=57). Meginþorri (n=113, 55,9%%) var maki sjúklings. í 55,9% tilfella var tekið á móti þeim af hjúkrunarfræðingi (n=113) samstundis í 41,5% (n=81) tilvika. 32 þarfastaðhæfingar (af 39) voru álitnar frekar/mjög mikilvæg- ar (85-97% þátttakenda). Mikilvægustu þarfir; vera viss um að ættingi fengi bestu hugsanlegu umönnun, heiðarleg svör við spumingum og finna að heilbrigðisstarfsfólki væri ekki sama um ættingja þeirra. Best uppfylltu þarfirnar; hitta ættingja sinn eins fljótt og auðið var, vera með ættingja sínum hvenær sem var, og finna að heil- brigðisstarfsfólki væri ekki sama um ættingja þeirra. 60-70% töldu 5 þáttum ekki/illa mætt af heilbrigðisstarfsfólki, þeir lutu að tilfinningum þeirra og þjónustu sjúkrahúsprests. Átján þarfastaðhæfingar töldu 85-97% vel/mjög vel uppfylltar, þ.e. framkoma heilbrigðisstarfsmanna, upplýsingagjöf varðandi meðferð sjúklings og niðurstöður rannsókna. Ályktun: Þátttakendur eru ánægðir með dvöl sína á bráðamót- töku þó bæta megi ákveðna þætti. Konur eru áberandi sem að- standendur í umönnunarhlutverki sjúklinga. Niðurstöður end- urspegla ókunnan veruleika sjúklinga og aðstandenda þeirra á bráðamóttökum. Heiibrigðisstarfsfólk sem myndar traust sam- band við fjölskylduna á þessum viðkvæma tímapunkti getur auðveldað þeim að sætta sig við ástand og meðferð sjúklings. V-84 Að sigrast á hindrunum: Upplifun filippseyskra sjúklinga á Landspítala Gwendolyn P. Requierme1, Auðna Ágústsdóttir2 'Endurhæftngarsviði, 2skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, kennslu- og fræðasviði Landspítala audnaag<Slandspitali.is Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að lýsa upplifun fil- ippseyskra sjúklinga sem hafa legið á Landspítala. Tilgangurinn var að öðlast dýpri skilning á reynslu þeirra. Stuðst var við fyr- irbærafræði vanManen og hugmyndafræði Gadamer til að lýsa og skilja reynslu. Aðferðir: Átta filippseyskir þátttakendur voru valdir með til- gangsúrtaki. Þeir voru á aldrinum 30-75 ára, þrír karlmenn og fimm konur, sem höfðu verið búsett á íslandi í 3-16 ár og lágu á ýmsum deildum Landspítala. Viðtöl við þátttakendur fóru fram á filippseyskum tungumálum, Tagalog og Cebuano. Niðurstöður: Þrjú meginþemu voru greind. 1. Duldar tilfinningar tengdust fyrsta tímabili eftir innlögn. Sjúklingamir upplifðu ýmiss konar ótta eins og við að vera ein/n, vera mismunað á grundvelli þjóðernis og þekkingarskort. Einstaka fundu til reiði yfir að vera sett til hliðar. 2. Menningarlegir árekstrnr var þema þar sem tókust á siðir og venjur Filippseyinganna annars vegar og spítalans hins vegar hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega þætti sjúkrahúslegunnar. 3. Aö sigrast á hindrunum lýsti hvernig filippseysku sjúklingarnir lærðu hvernig hlutimir ganga fyrir sig á íslensku sjúkrahúsi og fengu aukið sjálfstraust við að yfirstíga erfiðleikana sem fylgdu sjúkrahúslegu í ókunn- ugri menningu. Sérstaklega var þeim stuðningur í trúnni, en einnig fundu þeir stuðning frá starfsfólki, öðrum sjúklingum og samlöndum. Þetta varð til að vekja tilfinningu um þakklæti yfir að vera hjálpað og veitt þjónusta; tilheyra samfélaginu. Ályktun: Það er mikilvægt að skilja og þekkja menningarlegan bakgrunn sjúklinga til að veita þeim góða þjónustu. Taka þarf til- lit til óska filippseyskra sjúklinga um túlk og hversu mikilvægt hlutverk fjölskyldan hefur í veikindum og bata. Trúariðkun og andlegur stuðningur er mikilvægur sjúklingunum. Frekari rannsóknir ættu að beinast að leiðum til að styrkja menning- arhæfa þjónustu á Landspítala. V-85 Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga Helga Bragadóttir1,2, Teitur Helgason1, Sigrún Gunnarsdóttir1, Helgi Þór Ingason1, Lovísa Baldursdóttir2, Svava Þorkelsdóttir2 ■HÍ, 2Landspítala heigabra@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa verið gerðar á vinnu hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða í þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta þeirra og þekkingu. Eldri rannsóknir á vinnu þeirra beindust einkum að því að greina verk og verkefni sem þeir sinntu og meta hve mikill tími fór í þau. Slíkar rannsóknir voru gerðar á Landspítala, Borgarspítala og Landakoti á 9. áratug síðustu aldar. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að hjúkrun sé flókið og margbrotið líkamlegt og vitsmunalegt starf og að hjúkrunarfræðingar verði oft fyrir töfum og truflunum í vinnu sinni. Viðvarandi skortur og vinnuálag er á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum hérlendis sem erlendis. Alþjóðaheil brigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) hafa ályktað um vandann og mælt með því að fundnar verði leiðir til að nýta betur starfskrafta og þekkingu heilbrigð- isstétta. I þeim tilgangi er nú unnið að rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala. Kynntar eru fyrstu niðurstöður þeirrar rannsóknar. Markmið: Að bæta verkferla og vinnuumhverfi hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða á bráðadeildum svo að veita megi sjúklingum betri og öruggari hjúkrun. Aðferðir: Notuð er blönduð aðferð (mixed method) þar sem gögnum er safnað með athugunum og verkferlagreiningu. Lögð er áhersla á að greina tafir og truflanir í vinnunni, hvers eðlis þær eru og hvenær þær eiga sér stað. Vinna hjúkrunarfræðinga var flokkuð í: a) beina hjúkrun, b) óbeina hjúkrun, c) lyfjaum- sýsla, d) skráningu gagna, e) deildarvinnu og f) persónulegan tíma. Tafir og truflanir voru flokkaðar í: a) skort á stoðþjónustu, b) samskipti/upplýsingar, c) breytingar á umhverfi og d) skort á aðföngum, allir flokkar með undirflokkum. Notuð var hand- tölva og upptökutæki við gagnasöfnun. Niðurstöður: Fylgst var með hjúkrunarfræðingum á tveimur 42 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.