Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 16
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 56
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sjúklinga sem
gengust undir brottnám á miðblaði vegna miðblaðsheilkennis
á íslandi 1984-2006. Alls greindust 16 einstaklingar, þrír karlar
og 13 konur, meðalaldur 53 ár (bil 2-86 ár). Sjúklingar fund-
ust með leit í gagnagrunni meinafræðideildar Landspítala og
í greiningarskrám sjúkrahúsa. Klínískar upplýsingar fengust
úr sjúkraskrám og gögnum frá stofum lungnalækna. Skráðar
voru ábendingar fyrir aðgerð, fylgikvillar í og eftir aðgerð og
skurðdauði (< 30 d.). Einnig voru könnuð afdrif sjúklinganna og
reiknaðar lífshorfur (hráar) í mánuðum en útreikningar miðast
við 31. des. 2007 og var meðaleftirfylgni 81 mánuður.
Niðurstöður: Aðgerðirnar tóku að meðaltali 86 mínútur (bil 40-
215 mín). Alls greindust tveir sjúklingar (12,5%) með fylgikvilla í
aðgerð en í báðum tilvikum var um blæðingar að ræða. Hjá fimm
(31%) greindust fylgikvillar eftir aðgerð, viðvarandi loftleki {>72
klst.) hjá tveimur og sá þriðji með samfall í neðra lungnablaði.
í einu tilfelli þurfti enduraðgerð vegna blæðingar og loftleka.
Allir lifðu aðgerðina af og útskrifuðust, en miðgildi legutíma
voru níu dagar (bil 5-37 d.). Nú eru 13 af sjúklingunum á lífi en
enginn hefur látist úr lungnasjúkdómi eða sjúkdómi sem tengist
aðgerðinni. Fimm ára sjúkdómsfríar lífshorfur eru því 100% og
94% og 81% sjúklinga eru á lífi 5 og 10 árum frá aðgerð. Enginn
þeirra hefur þurft endurinnlögn eftir aðgerð vegna fylgikvilla
sem tengjast MLS.
Ályktanir: Brottnám á miðblaði er örugg meðferð við miðblaðs-
heilkenni og fylgikvillar eftir aðgerð oftast minniháttar. Enda
þótt efniviður í þessari rannsókn sé lítill og samanburðarhópur
ekki til staðar virðast flestir sjúklinganna ná bót á einkennum
sínum eftir að miðblaðið er fjarlægt og langtíma lífshorfur eru
ágætar.
V-18 Lungnasýnatökur með skurðaðgerð til greiningar
sjúkdóma í millivef lungna
Martin Ingi Sigurðsson1, Gunnar Guðmundsson12, Helgi J. ísaksson3,
Tómas Guðbjartsson1'4
'Læknadeild HÍ, dungnadeild, 3rannsóknastofu í meinafræði,4
brjóstholsskurðdeild Landspítala
mis@hi.is
Inngangur og markmið: Nákvæm greining sjúkdóma í millivef
lunga (interstitial lung diseases, ILD) er afar mikilvæg og er
sýnataka með skurðaðgerð talin besta greiningaraðferðin.
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um áhættu og greining-
argetu þessara aðgerða og áhrif þeirra á meðferð, og var mark-
mið rannsóknarinnar að varpa ljósi á þessa þætti.
Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og náði til allra sjúk-
linga sem gengust undir lungnasýnatöku með skurðaðgerð á
íslandi 1986-2007, samtals 80 einstaklinga (47 karlar, meðalaldur
57,2 ár). Vefjasýni voru yfirfarin og var meðaleftirfylgd 78,2
mánuðir.
Niðurstöður: Algengustu einkenni voru hósti og mæði. I 66%
tilvika hafði sýnataka með berkjuspeglun þegar verið gerð án
fullnægjandi greiningar. Gerð var opin aðgerð í 64% tilvika og
brjóstholsspeglunaraðgerð hjá 29 sjúklingum, en í þremur til-
vikum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð. Miðgildi legutíma var
16 LÆKNAblaöið 2008/94
5 dagar (bil 1-89) og brjóstholskerameðferðar 2 dagar (bil 1-89).
Þrír sjúklingar (3,8%) létust í sjúkralegunni og aðrir þrír fengu
alvarlega fylgikvilla. Algengasti fylgikvillinn var viðvarandi
loftleki (>96 klst.), eða hjá 13 sjúklingum. Sjúkdómsgreining
byggð á skurðsýni fékkst í 80% tilfella en í 16 tilvikum var grein-
ingin ófullkomin (ósérhæfð bólga eða endastig lungnatrefjunar).
Þegar einungis var tekið sýni úr lingula var tíðni ófullkominnar
greiningar hærri en þegar tekin voru sýni frá öðrum lungna-
hlutum (50% vs. 16%, p=0,004). Klínísk greining breyttist í 74%
tilfella og hjá 57% sjúklinga breyttist meðferð. Lifun tveimur og
fimm árum frá aðgerð var 87% og 72%.
Umræða: Sýnataka með skurðaðgerð er áreiðanleg aðferð til
greiningar ILD og leiðir til breyttrar meðferðar hjá helmingi
sjúklinga. Þrátt fyrir lága dánartíðni í kjölfar sýnatökuimar
(3,8%) þarf að vanda val á sjúklingum í aðgerð. Einnig ætti að
forðast staka sýnatöku úr lingula.
V-19 Lífupplýsingafræðileg kortlagning DNA metýlunar
kímlínu mannsins
Martin Ingi Sigurðsson', Hans Tómas Björnsson2, Jón Jóhannes Jónssonw
'Læknadeild HÍ, 2Erfðafræðimiðstöð Johns Hopkins háskólans,3erfða- og
sameindalíffræðideild Landspítala
mis@hi.is
Inngangur: Utangenamerki eru þættir sem eru nátengdir erfða-
efninu og erfast til dótturfrumna án þess að vera hluti af DNA-
kóðanum sjálfum. Eitt best þekkta utangenamerkið er DNA
metýlun. Hefðbundin líffræðileg kortlagning utangenamerkja
er enn sem komið er skammt komin og erfitt er að ná í frumur úr
kímlínu mannsins til tilrauna með DNA metýlun.
Markmið: Að kortleggja DNA metýlun í kímlínu mannsins
með lífupplýsingafræðilegum hætti og sýna fram á hagnýtingu
kortlagningarinnar.
Aðferðir: HapMap gagnagrunnurinn inniheldur 15,5 milljón
eins basapara erfðabreytileika sem eru varðveittir í kímlínu
mannsins. Skrifuð voru forrit í JAVA forritunarmálinu sem fóru
í gegnum gagnagrunninn í leit að metýltengdum erfðabreyti-
leikum. Með því að kortleggja metýltengda erfðabreytileika var
unnt að kortleggja metýlþéttni erfðaefnisins. Frekari gögn voru
unninn með því að skrifa forrit til úrvinnslu gagna úr raðgrein-
ingu mannsins og töflum yfir eiginleika erfðamengis mannsins.
Gagnakeyrslur voru framkvæmdar á einmenningstölvu og of-
urtölvu RHI. Gröf voru teiknuð í R og tölfræði unnin í SPSS.
Niðurstöður: Alls innihélt HapMap gagnagrunnurinn 2,31 millj-
ón metýltengda erfðabreytileika. Reiknaðir voru út metýlstuðlar
fyrir allt erfðamengi mannsins og skrifuð forrit til að sýna metýl-
un á myndrænan hátt. Vel er þekkt að svæði í erfðamenginu sem
eru rík af CpG tvínúkleotíðinu (CpG eyjar) eru lítið metýluð. Til
að staðfesta aðferðafræði verkefnisins var könnuð fylgni milli
CpG eyja einkunnar og metýlstuðuls. Reyndist fylgnin neikvæð
(R= -0,533, p<0,001). Jákvæð fylgni reyndist milli endurröð-
unartíðni erfðamengisins og metýlstuðuls (R= 0,319, p<0,001).
Þá reyndust dökk litningabönd ríkari af DNA metýlun en ljós
bönd (p<0,001)
Ályktun: Við höfum kortlagt DNA metýlun kímlínu mannsins
J