Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 16
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sjúklinga sem gengust undir brottnám á miðblaði vegna miðblaðsheilkennis á íslandi 1984-2006. Alls greindust 16 einstaklingar, þrír karlar og 13 konur, meðalaldur 53 ár (bil 2-86 ár). Sjúklingar fund- ust með leit í gagnagrunni meinafræðideildar Landspítala og í greiningarskrám sjúkrahúsa. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og gögnum frá stofum lungnalækna. Skráðar voru ábendingar fyrir aðgerð, fylgikvillar í og eftir aðgerð og skurðdauði (< 30 d.). Einnig voru könnuð afdrif sjúklinganna og reiknaðar lífshorfur (hráar) í mánuðum en útreikningar miðast við 31. des. 2007 og var meðaleftirfylgni 81 mánuður. Niðurstöður: Aðgerðirnar tóku að meðaltali 86 mínútur (bil 40- 215 mín). Alls greindust tveir sjúklingar (12,5%) með fylgikvilla í aðgerð en í báðum tilvikum var um blæðingar að ræða. Hjá fimm (31%) greindust fylgikvillar eftir aðgerð, viðvarandi loftleki {>72 klst.) hjá tveimur og sá þriðji með samfall í neðra lungnablaði. í einu tilfelli þurfti enduraðgerð vegna blæðingar og loftleka. Allir lifðu aðgerðina af og útskrifuðust, en miðgildi legutíma voru níu dagar (bil 5-37 d.). Nú eru 13 af sjúklingunum á lífi en enginn hefur látist úr lungnasjúkdómi eða sjúkdómi sem tengist aðgerðinni. Fimm ára sjúkdómsfríar lífshorfur eru því 100% og 94% og 81% sjúklinga eru á lífi 5 og 10 árum frá aðgerð. Enginn þeirra hefur þurft endurinnlögn eftir aðgerð vegna fylgikvilla sem tengjast MLS. Ályktanir: Brottnám á miðblaði er örugg meðferð við miðblaðs- heilkenni og fylgikvillar eftir aðgerð oftast minniháttar. Enda þótt efniviður í þessari rannsókn sé lítill og samanburðarhópur ekki til staðar virðast flestir sjúklinganna ná bót á einkennum sínum eftir að miðblaðið er fjarlægt og langtíma lífshorfur eru ágætar. V-18 Lungnasýnatökur með skurðaðgerð til greiningar sjúkdóma í millivef lungna Martin Ingi Sigurðsson1, Gunnar Guðmundsson12, Helgi J. ísaksson3, Tómas Guðbjartsson1'4 'Læknadeild HÍ, dungnadeild, 3rannsóknastofu í meinafræði,4 brjóstholsskurðdeild Landspítala mis@hi.is Inngangur og markmið: Nákvæm greining sjúkdóma í millivef lunga (interstitial lung diseases, ILD) er afar mikilvæg og er sýnataka með skurðaðgerð talin besta greiningaraðferðin. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um áhættu og greining- argetu þessara aðgerða og áhrif þeirra á meðferð, og var mark- mið rannsóknarinnar að varpa ljósi á þessa þætti. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og náði til allra sjúk- linga sem gengust undir lungnasýnatöku með skurðaðgerð á íslandi 1986-2007, samtals 80 einstaklinga (47 karlar, meðalaldur 57,2 ár). Vefjasýni voru yfirfarin og var meðaleftirfylgd 78,2 mánuðir. Niðurstöður: Algengustu einkenni voru hósti og mæði. I 66% tilvika hafði sýnataka með berkjuspeglun þegar verið gerð án fullnægjandi greiningar. Gerð var opin aðgerð í 64% tilvika og brjóstholsspeglunaraðgerð hjá 29 sjúklingum, en í þremur til- vikum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð. Miðgildi legutíma var 16 LÆKNAblaöið 2008/94 5 dagar (bil 1-89) og brjóstholskerameðferðar 2 dagar (bil 1-89). Þrír sjúklingar (3,8%) létust í sjúkralegunni og aðrir þrír fengu alvarlega fylgikvilla. Algengasti fylgikvillinn var viðvarandi loftleki (>96 klst.), eða hjá 13 sjúklingum. Sjúkdómsgreining byggð á skurðsýni fékkst í 80% tilfella en í 16 tilvikum var grein- ingin ófullkomin (ósérhæfð bólga eða endastig lungnatrefjunar). Þegar einungis var tekið sýni úr lingula var tíðni ófullkominnar greiningar hærri en þegar tekin voru sýni frá öðrum lungna- hlutum (50% vs. 16%, p=0,004). Klínísk greining breyttist í 74% tilfella og hjá 57% sjúklinga breyttist meðferð. Lifun tveimur og fimm árum frá aðgerð var 87% og 72%. Umræða: Sýnataka með skurðaðgerð er áreiðanleg aðferð til greiningar ILD og leiðir til breyttrar meðferðar hjá helmingi sjúklinga. Þrátt fyrir lága dánartíðni í kjölfar sýnatökuimar (3,8%) þarf að vanda val á sjúklingum í aðgerð. Einnig ætti að forðast staka sýnatöku úr lingula. V-19 Lífupplýsingafræðileg kortlagning DNA metýlunar kímlínu mannsins Martin Ingi Sigurðsson', Hans Tómas Björnsson2, Jón Jóhannes Jónssonw 'Læknadeild HÍ, 2Erfðafræðimiðstöð Johns Hopkins háskólans,3erfða- og sameindalíffræðideild Landspítala mis@hi.is Inngangur: Utangenamerki eru þættir sem eru nátengdir erfða- efninu og erfast til dótturfrumna án þess að vera hluti af DNA- kóðanum sjálfum. Eitt best þekkta utangenamerkið er DNA metýlun. Hefðbundin líffræðileg kortlagning utangenamerkja er enn sem komið er skammt komin og erfitt er að ná í frumur úr kímlínu mannsins til tilrauna með DNA metýlun. Markmið: Að kortleggja DNA metýlun í kímlínu mannsins með lífupplýsingafræðilegum hætti og sýna fram á hagnýtingu kortlagningarinnar. Aðferðir: HapMap gagnagrunnurinn inniheldur 15,5 milljón eins basapara erfðabreytileika sem eru varðveittir í kímlínu mannsins. Skrifuð voru forrit í JAVA forritunarmálinu sem fóru í gegnum gagnagrunninn í leit að metýltengdum erfðabreyti- leikum. Með því að kortleggja metýltengda erfðabreytileika var unnt að kortleggja metýlþéttni erfðaefnisins. Frekari gögn voru unninn með því að skrifa forrit til úrvinnslu gagna úr raðgrein- ingu mannsins og töflum yfir eiginleika erfðamengis mannsins. Gagnakeyrslur voru framkvæmdar á einmenningstölvu og of- urtölvu RHI. Gröf voru teiknuð í R og tölfræði unnin í SPSS. Niðurstöður: Alls innihélt HapMap gagnagrunnurinn 2,31 millj- ón metýltengda erfðabreytileika. Reiknaðir voru út metýlstuðlar fyrir allt erfðamengi mannsins og skrifuð forrit til að sýna metýl- un á myndrænan hátt. Vel er þekkt að svæði í erfðamenginu sem eru rík af CpG tvínúkleotíðinu (CpG eyjar) eru lítið metýluð. Til að staðfesta aðferðafræði verkefnisins var könnuð fylgni milli CpG eyja einkunnar og metýlstuðuls. Reyndist fylgnin neikvæð (R= -0,533, p<0,001). Jákvæð fylgni reyndist milli endurröð- unartíðni erfðamengisins og metýlstuðuls (R= 0,319, p<0,001). Þá reyndust dökk litningabönd ríkari af DNA metýlun en ljós bönd (p<0,001) Ályktun: Við höfum kortlagt DNA metýlun kímlínu mannsins J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.