Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 14
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 á lífi, oftast vegna myndrannsókna á óskyldum sjúkdómum í kviðarholi. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman þessi einkennalausu æxli á 35 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gagnagrunni um alla sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein sem greindust 1971- 2005. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Krabbameinsskrá KÍ og sjúkraskrám Landspítala. Öll æxlin voru stiguð skv. TNM-stigunarkerfi og vefjasýni endurskoðuð. Hóparnir voru bornir saman m.t.t. ald- urs, kyns, stærðar, stigunar, gráðunar og vefjagerðar. Niðurstöður: Alls greindust 110 sjúklingar við krufningu og 913 á lífi, þar af 255 fyrir tilviljun, oftast vegna ómskoðunar (29%) eða tölvusneiðmyndar (26,7%) á óskyldum sjúkdómum í kviðarholi. Samanburður hópanna er sýndur í töflu I. Þeir sem greindust við krufningu voru marktækt eldri en hinir en æxlin voru hins vegar marktækt minni og munaði 1,7 cm. Auk þess voru þau á lægri stigum og gráðum en tilviljanagreindu æxlin. Totufrumugerð (papillary RCC) var hlutfallslega algengari í krufningagreinda hópnum en tærfrumugerð (clear cell RCC) sjaldgæfari. Ályktun: Krufninga- og tilviljanagreind nýrnafrumukrabba- mein eiga margt sameiginlegt í samanburði við einkennagreind nýrnafrumukrabbamein, enda bæði greind í sjúklingum sem ekki hafa einkenni sjúkdómsins. Sjúklingar í krufningagreinda hópnum eru eldri og sjúkdómurinn á heldur lægri stigum og gráðum en fyrir sjúklinga sem greinast fyrir tilviljun á lífi. Tafla I. (n, % í sviga) Krufningagreinin Tilviljanagreining p-gildi (n=110) (n=255) Meðalaldur 74,4 65,6 <0,0001 Kynjahlutfall 1,6 1,6 0.98 (kk/kvk) Vinstri æxli 50 (45,5) 106 (41,6) 0.49 Meðalstærö (cm) 3,7 5,4 <0,0001 Gráðun I + II 91 (85,1) 181 (75,4) <0,04 III + IV 16 (14,9) 59 (24,6) Stigun l+ll 94 (87,9) 175 (68,7) p=0.0001 lll+IV 13 (12,1) 80 (31,3) Vefjagerð Tærfrumugerð 80 (74,1) 214 (89,2) <0,0001 Totufrumugerð 23 (21,3) 23(9,6) <0,0001 Litfælugerð 3 (2,8) 1 (0,4) <0,0001 V-14 Skurðsýkingar eftir bláæðatöku á ganglimum við opnar kransæðahjáveituaðgerðir Helga Hallgrímsdóttir1, Ásta S. Thoroddsen', Tómas Guðbjartsson 12 'Hjúkrunarfræðideild, 2læknadeild HÍ, ’hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala helgahal@landspitali. is Inngangur: Einn algengasti fylgikvilii kransæðahjáveituað- gerða (CABG) eru skurðsýkingar og geta þær m.a. komið í bringubeinsskurð. Mun algengari eru þó skurðsýkingar eftir bláæðatöku, eða 2-24% skv. erlendum rannsóknum. Ekki eru til tölur um tíðni þessara sýkinga hér á landi og markmið þessarar rannsóknar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á 65 sjúklingum (51 karl, meðalaldur 64 ár) sem gengust undir CABG á LSH frá 1. sept. til 26. des. 2007. Oftast var um að ræða CABG eingöngu, þar af átta aðgerðir framkvæmdar á sláandi hjarta (OPCAB), en í 12 tilfellum var framkvæmd önnur aðgerð samtímis, oftast loku- aðgerð. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og öllum sjúklingum var fylgt eftir í 30-40 daga eftir aðgerð. Skurðsár voru metin skv. ASEPSIS stigakerfi og var sýking skilgreind sem ASEPSIS-skor >20. Bornir voru saman sjúklingar með og án sýk- ingar og lagt mat á áhættuþætti sýkingar. Niðurstöður: Alls greindust 15 sjúklingar með sýkingu (23,1%) innan 35 daga frá aðgerð og fengu þeir allir sýklalyf. Jafnframt fengu 13 sjúklingar í ósýkta hópnum (ASEPSIS <20) sýklalyf, oftast vegna þvagfæra- eða lungnasýkingar. Að meðaltali greindist skurðsýkingin á 17. degi (bil 9-33 dagar). í töflu I eru bornir saman sjúklingar í hópum tveimur. Eins og búast mátti við var ASEPSIS-skor hærra hjá sjúklingum með sýkingu en hjá þeim sem ekki voru með sýkingu (29,5 vs. 9, p<0,0001). Aldur og kynjadreifing voru sambærileg, sömuleiðis áhættuþættir og legutími fyrir og eftir aðgerð (9 og 11 dagar fyrir báða hópa). Tilhneiging til lægri sýkingatíðni sást eftir brotinn skurð miðað við samfelldan (p=0,12). Ályktun: Skurðsýkingar eftir bláæðatöku eru stórt vandamál eftir kransæðahjáveituaðgerðir en tæplega fjórði hver sjúklingur fær slíka sýkingu og fær meðferð með sýklalyfjum. Þetta eru heldur hærri tölur en sést hafa í erlendum rannsóknum en hafa verður í huga að í þessari rannsókn var sjúklingum fylgt eftir óvenju lengi sem hækkar tíðni sýkinga. Brýnt er að kanna betur þessa áhættuþætti í stærri samanburðarrannsókn og með því móti gera ráðstafanir til að fyrirbyggja þær. Tafla I. Samanburöur á sýktum og ósýktum sjúklingum (fjöidi sjúklinga og % t sviga). Sýktir n = 15 Ekki sýktir n = 50 p-gildi Meöalaldur 68.1 65.6 Óm Karlkyn 11 (73) 40 (80) óm BMI 28.2 28.3 óm Sykursýki 2 (13,3) 6(12) óm Æöasjúkdðmar 2 (13,3) 8(16) óm Aögeröartími (mín) 229 235 óm Lengd skuröar (cm) 55 49 0,06 Brotinn skurður 2 (13.3) 18 (36) 0,12 ASEPSIS skor 29.5 9 <0.0001 Gefin sýklalyf 15 (100) 13(26) <0,01 Legutfmi fyrir/eftir aðgerð (miögildi) 11/9 11/9 Óm óm = óniarktakt 14 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.