Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 25
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 unum benda til þess að PHQ kvarðarnir hafi viðunandi innri samkvæmni, allir nema áfengiskvarðinn. Þrír kvarðar fengu stuðning við hugsmíðarréttmæti: Líkömnunarröskunar- kvarði, þunglyndiskvarði og felmturskvarði. Kvíðakvarðinn fékk stuðning sem almenn mæling á depurð, kvíða og „vanda skjólstæðings" fremur en sem hrein kvíðamæling. Réttmæti PHQ tækisins í heild fékk stuðning af athugun á því hvernig fólk með misalvarlegar PHQ greiningar mældist á öðrum óháð- um mælitækjum. V-40 Mat á alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna: Próffræðilegir eiginleikar sjálfsmatsútgáfu Yale-Brown Obsessive-Compulsive Scale (Y-BOCS-SR) í úrtaki háskólanema ívar Snorrason, Ragnar P. Ólafsson, Jakob Smári Geðsviði Landspítala, HÍ ragnarpo@landspitali.is Aðferðir: Sjálfsmatsútgáfa Yale-Brown Obsessive-Compulsive Scale (Y-BOCS-SR; Bear, 1991; Steketee, Frost og Bogart, 1996) var notuð til að meta alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna 427 háskólanema. Einnig voru iagðir fyrir spurningalistar sem notaðir eru til að meta alvarleika mismunandi tegunda áráttu- og þráhyggjueinkenna (OCI-R), þrálátar áhyggjur (PSWQ) og einkenni almennrar kvíðaröskunar (GAD-Q-IV). Áreiðanleiki þráhyggju- og áráttukvarða Y-BOCS-SR reyndist vera góður. Heildarskor Y-BOCS-SR hafði marktækt hærri fylgni við heildarskor á OCI-R heldur en við skor á PSWQ og GAD-Q-IV. Niðurstöður: Staðfestandi þáttagreiningar (Confirmatory Factor Analysis) sýndu að tveggja þátta líkan þar sem fimm þráhyggjuatriði listans og fimm áráttuatriði listans hlóðu á aðskilda en tengda þætti, lýstu þáttabyggingu listans best í samanburði við önnur líkön sem hafa verið prófuð í rannsóknum. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Y-BOCS-SR séu góðir í úrtaki háskólanema. Kanna þarf eiginleika listans í úrtaki sjúklinga og athuga samræmi í mati á alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna sem fæst með sjálfsmatsútgáfunni annars vegar og með viðtalsútgáfu mælitækisins hins vegar. Baer L. Getting control: Overcoming obsessions and compulsions. Little Brown, Boston 1991. Steketee G, Frost R, Bogart K. The Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale: Interview versus self-report. Behav Res Therapy 1996; 34: 675-84. V-41 Samband tengslamyndunar í tilfinningasamböndum og undanlátssemi Jón Friðrik Sigurðsson12, Gísli H. Guðjónsson* * 3, Linda Bára Lýðsdóttir1, Halldóra Ólafsdóttir', Pétur Ingi Pétursson1 ’Geðsviði Landspítala, 2læknadeild HI, 3Institute of Psychiatry, King's College, University of London jonfsig@landspitali. is Inngangur: Undanlátssemi hefur fyrst og fremst verið rannsökuð í tengslum við yfirheyrslur hjá lögreglu og félagaþrýsting á afbrotahegðun unglinga, en lítið í tengslum við persónuleg samskipti og náin tilfinningatengsl. Markmið: Að skoða hvort samband væri á milli undanlátssemi og tegunda tengsla í tilfinningasamböndum hjá verðandi mæðrum. Tilgáta rannsóknarinnar var sú að undanlátssemi væri mest í ótraustum tilfinningasamböndum en minnst í traustum tilfinningasamböndum. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 377 konur sem komu til mæðraskoðunar á 11 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er hluti af stærri rannsókn þar sem fyrirhugað er að skima eftir þunglyndi, kvíða og streitu hjá um 5000 verðandi mæðrum. Spurningalistarnir Undanlátssemispróf Gísla H. Gnðjónssonar (GCS; Gísli H. Guðjónsson, 1989) og Multi- item Measure of Adult Romantic Attachment (MMARA; Brennan o.fl., 1998) voru lagðir fyrir konurnar á 16 viku meðgöngu. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að samband var á milli undanlátssemi og tegunda tengsla í tilfinningasamböndum þannig að þátttakendur sem mynda traust tengsl eru líklegri til að sýna minni undanlátsemi en þeir sem mynda óttabundin og eignandi tengsl. Ályktun: Undanlátssemi er mikilvægur þáttur í tengslamyndun í tilfirtningasamböndum. V-42 Höfuðáverkar barna og unglinga: Forspárgildi alvarleika áverka, slysstaðar og aldurs um einkenni fjórum árum síðar Jónas G. Halldórsson1, Kjell M. Flekkoy2, Guðmundur B. Amkelsson3, Kristinn Tómasson4, Kristinn R. Guðmundsson5, Eiríkur Örn Arnarson1'6 'Sálfræðiþjónustu Landspítala, 2sálfræðideild Háskólans í Ósló og Öldrunardeild Ullevál sjúkrahússins, Ósló, 3sálfræðideild HÍ, 4Virmueftirliti ríkisins, 5heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 6læknadeild HÍ jonasgh@iandspitati.is Inngangur: Höfuðáverkar og heilaskaðar eru algengastir meðal barna og ungmenna. Heilaskaði af völdum höfuðáverka er ein algengasta orsök varanlegrar skerðingar, sjúkleika og dauða í þessum aldurshópi. Heilaskaðar breyta framtíðarhorfum og möguleikum ungs fólks á ýmsan hátt. Markmið: Að meta forspárgildi alvarleika höfuðáverka, slysstaðar, aldurs, kyns og búsetu hvað snertir einkenni fjórum árum síðar. Aðferðir: Rannsóknarhópurinn var öll íslensk börn og unglingar 0-19 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á einu ári, frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993 á Borgarspítalanum (N=405). Um var að ræða framvirka rannsókn, þar sem safnað var upplýsingum um aldur, kyn og búsetu sjúklinga, alvarleika höfuðáverka og hvar slysið átti sér stað, orsök og ICD-9 greiningu. Alvarleiki höfuðáverka var flokkaður samkvæmt viðmiðum Head Injury Severity kvarðans. Búseta var annars vegar skilgreind sem þéttbýli, þ.e. Reykjavíkursvæðið, og hins vegar dreifbýli, þ.e. önnur svæði landsins. Spurningakörtnun, þar sem spurt var um langvarandi afleiðingar höfuðáverka, var send til rannsóknarhópsins fjórum árum eftir slys. Niðurstöður: Kvörtun um langtímaafleiðingar var algengari meðal sjúklinga með miðlungs/alvarlegan höfuðáverka en LÆKNAblaðið 2008/94 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.