Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 20
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 á grunni segulómunar. Þau geta nýst við undirbúning aðgerðar með því að auðvelda val á nálgun og aðgerðartækni og gætu nýst til að ákveða hversu mikinn vef skuli fjarlægja. Gagnsemin er líklega mest við undirbúning krefjandi aðgerða á svæðum með flókna uppbyggingu. Þrívíddarlíkön af mjúkvefjum geta án efa nýst í öðrum sérgreinum. V-27 Samanburður á breytingum í þéttni beina og aftaugaðra vöðva meðhöndluðum með raförvun Þórður Helgason12, Paolo Gargiulo12, Guðfinna Halldórsdóttir1, Páll Ingvarsson3, Sigrún Knútsdóttir3, Vilborg Guðmundsdóttir3, Stefán Yngvason3 ’Rannsókna- og þróunarstofa, HTS, Landspítala, 2heilbrigðisverkfræði skor Tækni- og verkfræðideildar HR, 3endurhæfingardeild Landspítala Grensási thordur@landspitali.is Inngangur: Þrír íslenskir sjúklingar með aftaugaða og rýra lær- isvöðva hafa verið meðhöndlaðir með raförvun frá hausti 2003. Þeir eru þverlamaðir eftir slys. Afleiðingar skaðans er óvirk neðri hreyfitaug og þar með er vöðvinn alveg óvirkur. Hann rýrnar og endar með að hafa engar samdráttarhæfar einingar. í staðinn eru komin bindivefur og fita. Markmið: Markmið verkefnisins er að athuga hvort beinþéttni fylgi aukningu í rúmmáli og þéttni vöðva í raförvunarmeðferð. Aðferðir: Ef byrjað er á raförvunarmeðferð innan nokkurra ára frá slysi, helst innan þriggja til fjögra ára, má hægja á, stöðva og jafnvel snúa við þessu hrörnunarferli vöðvans. Með raförv- un vöðvaþráða í hálfa til tvær klukkustundir á dag u.þ.b. sex daga vikunnar getur sjúklingur endurheimt rúmmál vöðvans og að verulegu leiti samdráttarkraft hans. íslensku sjúkling- arnir þrír hafa verið tölvuseiðmyndaðir þrisvar á ári með spíral tölvusneiðmyndum. Ur þessum myndum hafa rectus femoris, lærleggur og hnéskel verið einangruð, rúmmáls- og þéttnimæl- ingar gerðar og lögun greind. Niðurstöður: Niðurstöður eru skýr hækkun á þéttni vöðva og stækkun rúmmáls vöðvanna en þéttniaukning beina er ekki eins skýr. Beinþéttni hefur bæði aukist og minnkað í sama beini á sama tíma. Alyktun: Vísbendingar eru um að þéttni beina aukist þar sem reynir á þau vegna raförvunar. Frekari rannsókna er þörf til að fá ábyggilegar niðurstöður. V-28 Endurhæfing aftaugaðra vöðva í raförvunarmeðferð: mælingar á rúmmáli, þéttni og lögun '■3Paolo Gargiulo, 'Brynjar Vatnsdal, 2Páll Ingvarsson, 2Sigrún Knútsdóttir, 2Vilborg Guðmundsdóttir, 2Stefán Yngvason, wÞórður Helgason 'Rannsóknar- og þróunarstofa, HTS, Landspítala, 2endurhæfingardeild Landspítala Grensási, 3heilbrigðisverkfræðiskor tækni- og verkfræðideildar HR thorduUSIandspitali.is Inngangur: Fyrirliggjandi vinna sýnir á nýstárlegan hátt ferli sem fer í gang þegar aftaugaðir vöðvar eru meðhöndlaðir með raförvun. Vöxtur aftaugaðra vöðva veldur breytingum á mis- munandi kennistærðum hans. Rúmmál, þéttni og lögun breytast verulega við raförvunarmeðferðina og fylgni þessara stærða er hægt að mæla. Markmið: Markmið fyrirliggjandi vinnu er að þróa aðferð til að fylgjast með raförvunarmeðferð aftaugaðra og rýrnaðra lær- isvöðva. Sérstaklega til að bera saman aukningu í rúmmáli og þéttni vöðvans við breytingar í lögun hans. Aðferðir: I þessu skyni eru teknar spíral sneiðmyndir og mynd- virmslutól notuð til að einangra vöðvabelgi og mæla breytingu í rúmmáli, þéttni og lögun mjög nákvæmlega. Rectus Femoris vöðvinn liggur yst lærvöðva og verður mest fyrir rafstaumnum, hann er því áhugaverðastur fyrir rannsóknina. Fylgst hefur verið með vöðvunum í fjögur ár og þrívíð líkön gerð af þeim á mismunandi tímum. Stækkun vöðvans og breytingar hans á meðan meðferð stóð má sjá í þessum líkönum og gera mælingar á þeim. Sérstaklega er lögun vöðvans mæld og borin saman við heilbrigðan vöðva til þess að meta hvernig endurhæfingu hans miðar. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna hægan en samfelldan vöxt vöðvans á meðferðartímabilinu. Aukningu í rúmmáli og þéttni fylgir breytingar í lögun vöðvans sem bendir til samhengis milli þéttnibreytinga á ákveðnum stöðum í vöðvanum og breytinga í lögun. Alyktun: Fyrirliggjandi vinna sýnir nýja leið til að fylgjast með og fá magnbundnar og ómagnbundnar upplýsingar um af- taugaða og rýmaða vöðva sem annars væru huldar. V-29 Geislaskammtar við nokun keilulaga röntgensneiðmynda Harpa Dís Birgisdóttir’, Elsa Dögg Gunnarsdóttir2, Garðar Mýrdal’ ’Geislaeðlisfræðideild krabbameinslækninga, Landspítala, 2námsbraut í geislafræði við HR gardar@landspitali. is Inngangur: Keilulaga röntgensneiðmyndir (Cone Beam CT eða CBCT) gegna vaxandi hlutverki við myndstýrða geislameðferð. Með CBCT tækni er unnt að fylgjast með uppstillingu sjúklings af aukinni nákvæmni. Á röntgenhermi sem settur var upp á Landspítala í október 2007 er CBCT og hefur verið notuð við undirbúning fyrir nokkrar ólíkar tegundir geislameðferðar. Geislaskammtar sem orsakast af sneiðmyndatöku af meðferðarsvæðinu eru oftast óveruleg viðbót við meðferðarskammtinn. Þó er rétt að huga að þess- um skömmtum einkum ef CBCT-myndatökur verða notaðar í reglubundnu eftirliti í geislameðferð. Markmið: I þessari rannsókn eru mældir geislaskammtar í lík- önum þegar teknar eru af þeim keilulaga sneiðmyndir (CBCT) og eru þeir bornir saman við geislaskammta frá hefðbundnari sneiðmyndatöku. Aðferðir: CBCT myndataka er gerð af líkönum, bæði svo köll- uðum CTDI (CT Dose Index) líkönum og er mæling geisla- skammta gerð með 10 cm löngum jónunarklefa sem komið er fyrir í holum í líkaninu, bæði í miðju þess og einnig í 1 cm dýpi frá yfirborði. TLD (Thermo Luminicanse Dosimeters) eru settir í líkönin og eru geislaskammtar þannig mældir með tveim 20 LÆKNAblaðií 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.