Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 26
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 sjúklinga með vægan höfuðáverka (p<0,001). Staðsetning slyssins hafði forspárgildi (p<0,05). í heildina kvörtuðu 72% sjúklinga með miðlungs/alvarlegan höfuðáverka tengdan vélknúnu ökutæki undan því að afleiðingar væru enn til staðar fjórum árum síðar. Kvartanir um eftirstöðvar voru fæstar í yngsta aldurshópnum, 0-4 ára, og algengastar í aldurshópnum 5-14 ára. Kyn og búseta höfðu ekki marktækt forspárgildi um einkenni. Alyktun: Rannsóknin gefur til kynna að höfuðáverkar barna og unglinga geta haft langtímaafleiðingar. Jafnvel sjúklingur sem talinn er vera með vægan höfuðáverka getur verið með afleiðingar fjórum árum síðar. Stór hluti sjúklinga með miðlungs / alvarlega höfuðáverka sem tengdir voru vélknúnum ökutækjum kvörtuðu undan því að afleiðingar væru enn til staðar fjórum árum síðar. Staðsetning slyss hafði forspárgildi. Sjúklingar með höfuðáverka sem tengjast vélknúnum ökutækjum þarfnast sérstakrar eftirfylgdar óháð alvarleika áverkans á bráðadeild. V-43 Framvirk rannsókn á heilli þjóð: Munur á tíðni höfuðáverka meðal íslenskra barna og unglinga í dreifbýli og þéttbýli Jónas G. Halldórsson1, Kjell M. Flekkoy DrPhilos2, Kristinn R. Guðmundsson3, Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Öm Amarson1,5 'Sálfræðiþjónustu Landspítala, 2Sálfræðideild Háskólans í Ósló og Öldrunardeild Ullevál sjúkrahússins, Ósló, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4sálfræðideild HÍ, 5læknadeild HÍ jonasgh<Blandspitali.is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tíðni höfuðáverka geti verið breytileg milli landa og landsvæða. Tíðnirannsóknir veita mikilvægar upplýsingar, m.a. við þróun markvissra og árangursríkra fyrirbyggjandi aðgerða. Hér á landi hafa rannsóknir fyrst og fremst beinst að höfuðborgarsvæðinu. Markmið: Að meta mismunandi tíðni skráðra höfuðáverka eftir kyni, aldri, alvarleika og búsetu. Aðferðir: Rannsóknarhópurinn var öll íslensk börn og unglingar 0-19 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á einu ári, frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993 (N=550). Heildarfjöldi íslenskra barna og unglinga 0-19 ára var á þessu tímabili 85,746. Um var að ræða framvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á íslandi um upplýsingar um börn og unglinga sem greind voru með höfuðáverka. Búseta var annars vegar skilgreind sem þéttbýli, þ.e. Reykjavíkursvæðið, og hins vegar dreifbýli, þ.e. öll önnur svæði íslands. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða blæðingar, og heilaskaða sem leiddi til dauða. Niðurstöður: Fleiri strákar en stelpur voru greindir með höfuðáverka. Hæst tíðnihöfuðáverka var í yngsta aldurshópnum, 0-4 ára, ekki síst vegna fjölda þeirra sem komu á bráðadeildir. Marktækt færri börn voru greind með höfuðáverka í dreifbýli en í þéttbýli. Sérstaklega á þetta við um greiningu höfuðáverka á bráðadeildum. Meirihluti látinna bjó í dreifbýli. Ályktun: Miðað við niðurstöður fyrri rannsókna er ólíklegt að færri verði fyrir höfuðáverka í dreifbýli en þéttbýli. Því má álykta að einhverra hluta vegna leiti foreldrar í dreifbýli síður með börn sín, sem veða fyrir höfuðhöggi og heilahristingi, á heilsugæslustöðvar en foreldrar í þéttbýli. V-44 Tengsl orðfimiprófa við málfærni barna með þroska- og geðraskanir Sólveig Jónsdóttir Sálfræðiþjónustu Landspíta, læknadeild HÍ sotjonsd@iandspitaii.is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD), einhverfa, Tourette heilkenni, áráttu- og þráhyggjuröskun og fleiri taugaþroskaraskanir tengjast allar vanstarfsemi í forennisberki (prefrontal cortex) og tengingum hans við grunnhnoðu (frontostriatal circuit) og einkennast af skertri stjórnunarfærni (executive dysfunction). Málþroskaröskun er mjög algengur fylgikvilli með taugaþroskaröskunum, en tengslin þar á milli eru ekki ljós. Orðfimipróf eru iðulega notuð við taugasálfræðilegar athuganir á fólki, sem á við ýmsa taugasjúkdóma að stríða. Algengast er að athuguð sé færni við að nefna orð sem byrja á ákveðnum bókstaf annars vegar og færni við að nefna tegundir innan ákveðins flokks (dýrategundir, fæðutegundir) hins vegar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að bókstafaorðfimi reynir meira á starfsemi forennisbarkar og stjórnunarfærni, en að flokkaorðfimi reyni hins vegar meira á starfsemi gagnaugablaðs (temporal lobe) og minna á stjómunarfærni. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvemig bókstafa- og flokkaorðfimi tengjast málfærni bama með þroska- og geðraskanir. Aðferðir: Málþroska-, bókstafa- og flokkaorðfimipróf voru lögð fyrir 68 börn, sem vísað var í taugasálfræðilegt mat vegna gruns um röskun á taugaþroska á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að bókstafaorðfimi er marktækt tengd málfærni eins og hún er mæld með málþroskaprófum, en engin tengsl koma fram milli flokkaorðfimi og frammistöðu á málþroskaprófum. Ályktun: Rannsóknin gefur vísbendingar um að málfærni barna með þroska- og geðraskanir tengist starfsemi forennisbarkar, sem álitin hefur verið mikilvæg fyrir stjórnunarfærni fólks. Ef málfæmi reynir aðallega á sömu heilastöðvar og stjórnunarfærni gæti það skýrt hvers vegna málþroskaröskun er eins algengur fylgikvilli með mörgum taugaþroskaröskunum og raun ber vitni. V-45 Tengsl sálfélagslegra breyta, langtíma blóðsykursgildis og meðferðarheldni hjá fólki á aldrinum 20-30 ára með sykursýki af tegund eitt Fjóla Katrín Steinsdóttir1, Hildur Halldórsdóttir1, Steinunn Arnardóttir2, Arna Guðmundsdóttir2, Jakob Smári1, Eiríkur Örn Arnarson3'4 ’Félagsvísindadeild HÍ, 2göngudeild sykursjúkra, 3sálfræðiþjónustu, endurhæfingarsviði Landspítala, 4læknadeild HÍ eirikuhSlandspitali.is A 26 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.