Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 46
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 56
var ekki marktækur munur á áhættuþáttum hjá sjúklingum með
endurþrengsli sbr. við sjúklinga án endurþrengsla. Ennfremur
reyndust engin tengsl milli styrks bólgumiðla og tíðni end-
urþrengsla skv. kransæðaþræðingu.
Alyktun: Ofannefndir bólgumiðlar spá ekki fyrir um tilkomu
endurþrengsla í stoðnetum.
V-93 Minnkuð tjáning PD-1 viðtakans og lækkað hlutfall
CD25+ CD4 T fruma hjá SLE sjúklingum samanborið við
heilbrigða einstaklinga
Helga Kristjánsdóttir u, Kristján Steinsson1, Iva Gunnarsson ', Þuríður
Þorsteinsdóttir1, Marta E. Alarcón-Riquelme2
'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala,2 Department of Genetics
and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, 3Unit for
Rheumatology, Karolinska University Hospital, Solna, Svíþjóð
helgak@landspitali. is
Inngangur: PD-1.3A arfgerðinni var fyrst lýst sem áhættuþætti
fyrir SLE í íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE. PD-1
genið skráir fyrir ónæmisviðtakanum PD-1, sem tjáður er á ræst-
um T og B frumum og gegnir hlutverki í útvefjaþoli í gengum
bælingu sjálfnæmra fruma.
Markmið: Að skoða tjáningu PD-1 viðtakans á T-frumum úr
SLE sjúklingum og heilbrigðum í tengslum við áhrif PD-1.3A
arfgerðina. Rannsóknaþýði: 11 SLE sjúklingar og 17 viðmið-
unareinstaklingar.
Aðferði: Einkjarna hvítfrumur ræstar með ocCD3 og aCD28.
Við 0 og 48 klst. frumur merktar með flúorljómandi einstofna
mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfir-
borðssameindanna greind í frumuflæðisjá út frá meðaltals
flúórljómun (MFI).
Niðurstöður: Tíðni PD-1.3AG arfgerðar er marktækt hærri hjá
SLE sjúklingum (54%) samanborið við viðmiðunarhóp (0%)
(p=0.001). Tíðni PD-1.3AA arfhreinna er mjög lág og greindist
einn einstaklingur í viðmiðunarhópi. Við tO og á óræstum frum-
um við t48 mælist aukning á PD-1 tjáningu, en munur er ekki á
milli hópa. Eftir ræsingu með otCD3+CD28 í 48 klst er hlutfall
PD-1 jákvæðra fruma marktækt lægra hjá SLE sjúklingum sam-
anborið við viðmiðunarhóp (p=0.0215) og auk þess er marktækt
minni PD-1 tjáning (MFI) hjá SLE sjúklingum samanborið við
viðmiðunarhóp (p=0.04). Nánari athugun á hópum T-frumna
sýnir markækt lækkað hlutfall of CD25+CD4 T fruma hjá SLE
sjúklingum (p=0.0215), sem jafnframt tjá marktækt minna af
PD-1 (p=0.001). SLE sjúklingar með PD-1.3AG sýna minni PD-1
tjáningu samanborið við SLE sjúklinga með PD-1.3AA arfgerð.
Ályktun: Niðurstöðumar sýna marktækt minnkaða tjáningu á
PD-1 viðtakanum hjá SLE sjúklingum, sem rekja má til martkækt
minni PD-1 tjáningar á CD25 jákvæðum CD4 T-frumum, en
hlutfall þeirra er auk þess marktækt minna hjá SLE sjúklingum.
Frekari rannsóknir þarf til að greina hvort minnkuð PD-1 tján-
inga er í beinum tengslum við PD-1.3A arfgerðina. Við ályktum
að niðurstöður rannsóknarinnar endurspegli galla í starfsemi
CD25 jákvæðra CD4 T fruma hjá SLE sjúklingum, sem PD-1.3A
arfgerðin hefur áhrif á.
V-94 Könnun á gagnsemi reglulegs mænuskaðaeftirlits á
Landspítala fyrir mænuskaðaða einstaklinga á íslandi
Sigrún Garðarsdóttir1'2, Sigrún Knútsdóttir1, Marta Kjartansdóttir1
1 Endurhæfingardeild Landspítala Grensási, 2Háskólanum á Akureyri
sigrgardfSlandspitali. is
Inngangur: Veruleg hætta er á ýmsum fylgikvillum hjá einstak-
lingum með mænuskaða. Á endurhæfingardeild Landspítala
Grensási hófst haustið 1999 reglulegt eftirlit með mænusköð-
uðum einstaklingum á íslandi eftir að endurhæfingu er lokið.
Markmið: Að kanna hver voru helstu vandamál og fylgikvillar
mænuskaðaðra sem þátt tóku í eftirlitinu á árunum 1999-2006,
hvaða úrræða var gripið til að draga úr fylgikvillum og hvort
þörf sé á að bæta mænuskaðaeftirlitið enn frekar.
Aðferðir: Afturvirkt mat var gert á niðurstöðum staðlaðs
spumingalista frá Norræna Mænuskaðaráðinu sem notaður er
í eftirlitinu, þar sem tíðni og magn eftirtalda fylgikvilla voru
skoðuð: verkir, sár, þvagfærasýkingar og aðrir fylgikvillar frá
þvagfærum, þarmavandamál, aukin vöðvaspenna, kreppur,
rangar setstöður og þörf fyrir nýjan hjólastól eða önnur hjálp-
artæki. Skoðuð vom gögn allra sem höfðu komið í mænu-
skaðaeftirlitið frá því að það hófst haustið 1999.
Niðurstöður: Sjötíu og tveir einstaklingar 18 ára og eldri hafa
tekið þátt í eftirlitinu. Hver þeirra hefur komið í 1-4 heimsóknir,
alls 145 heimsóknir. Meðalaldur þeirra við fyrsta eftirlit var 46
ár, 54 (75%) karlar og 18 (25%) konur. Háir mænuskaðar voru
41 (57%) og lágir mænuskaðar 31 (43%). Þátttakendur kvörtuðu
helst um verki (N=52), þvagfæravandamál (N=37), þarma-
vandamál (N=22), þrýstingssár (N=29), kreppur (N=32), aukna
vöðvaspennu (N=49), bjúg (N=42) og slæma setstöðu og þörf
fyrir nýjan hjólastól.
Ályktanir: Árangur eftirlitsins virðist vera góður. Upplýsingar
hafa fengist um helstu vandamál og fylgikvilla, til hvað úrræða
var gripið og gagnsemi þeirra. Flestir þeirra sem komið hafa
í eftirlitið eru ánægðir með það og vilja halda áfram að koma
reglulega. Þeir hafa fengið betri innsýn í hugsanlega fylgikvilla
og sótt göngudeildarþjónustu sem deildin býður upp á í auknu
mæli.
V-95 Einföld, hlutlæg greining á asatíðum
Brynja R. Guðmundsdóttir1J, E. Fanney Hjaltalín1, Guðrún Bragadóttir1,
Arnar Hauksson2, Páll Torfi Önundarsonu
'Blóðmeinafræðideild Landspítala,2Heilsugæslunni Reykjavík,
31æknadeild HÍ
brynjarg@landspitali. is
Inngangur og markmið: Asatíðir (menorrhagia) geta verið
einkenni um kvensjúkdóm eða blæðingasjúkdóm, t.d. von
Willebrands sjúkdóm. Klínísk greining asatíða byggir á frásögn
konunnar, skoðun og járnskorti. Nákvæm mæling á tíðablóðtapi
(alkaline hematin method) gefur kost á því að greina einkenn-
alitlar konur og að meta hlutlægt meðferðarsvörun en aðferð-
in er flestum rannsóknarstofum ofviða. Aðferðir sem áætla
blóðtap, svo sem myndskor, hafa reynst óáreiðanlegar (pictorial
blood loss assessment chart, PBAC áætlar blóðtap). Við rann-
46 LÆKNAblaðið 2008/94