Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 46
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 var ekki marktækur munur á áhættuþáttum hjá sjúklingum með endurþrengsli sbr. við sjúklinga án endurþrengsla. Ennfremur reyndust engin tengsl milli styrks bólgumiðla og tíðni end- urþrengsla skv. kransæðaþræðingu. Alyktun: Ofannefndir bólgumiðlar spá ekki fyrir um tilkomu endurþrengsla í stoðnetum. V-93 Minnkuð tjáning PD-1 viðtakans og lækkað hlutfall CD25+ CD4 T fruma hjá SLE sjúklingum samanborið við heilbrigða einstaklinga Helga Kristjánsdóttir u, Kristján Steinsson1, Iva Gunnarsson ', Þuríður Þorsteinsdóttir1, Marta E. Alarcón-Riquelme2 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala,2 Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, 3Unit for Rheumatology, Karolinska University Hospital, Solna, Svíþjóð helgak@landspitali. is Inngangur: PD-1.3A arfgerðinni var fyrst lýst sem áhættuþætti fyrir SLE í íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE. PD-1 genið skráir fyrir ónæmisviðtakanum PD-1, sem tjáður er á ræst- um T og B frumum og gegnir hlutverki í útvefjaþoli í gengum bælingu sjálfnæmra fruma. Markmið: Að skoða tjáningu PD-1 viðtakans á T-frumum úr SLE sjúklingum og heilbrigðum í tengslum við áhrif PD-1.3A arfgerðina. Rannsóknaþýði: 11 SLE sjúklingar og 17 viðmið- unareinstaklingar. Aðferði: Einkjarna hvítfrumur ræstar með ocCD3 og aCD28. Við 0 og 48 klst. frumur merktar með flúorljómandi einstofna mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfir- borðssameindanna greind í frumuflæðisjá út frá meðaltals flúórljómun (MFI). Niðurstöður: Tíðni PD-1.3AG arfgerðar er marktækt hærri hjá SLE sjúklingum (54%) samanborið við viðmiðunarhóp (0%) (p=0.001). Tíðni PD-1.3AA arfhreinna er mjög lág og greindist einn einstaklingur í viðmiðunarhópi. Við tO og á óræstum frum- um við t48 mælist aukning á PD-1 tjáningu, en munur er ekki á milli hópa. Eftir ræsingu með otCD3+CD28 í 48 klst er hlutfall PD-1 jákvæðra fruma marktækt lægra hjá SLE sjúklingum sam- anborið við viðmiðunarhóp (p=0.0215) og auk þess er marktækt minni PD-1 tjáning (MFI) hjá SLE sjúklingum samanborið við viðmiðunarhóp (p=0.04). Nánari athugun á hópum T-frumna sýnir markækt lækkað hlutfall of CD25+CD4 T fruma hjá SLE sjúklingum (p=0.0215), sem jafnframt tjá marktækt minna af PD-1 (p=0.001). SLE sjúklingar með PD-1.3AG sýna minni PD-1 tjáningu samanborið við SLE sjúklinga með PD-1.3AA arfgerð. Ályktun: Niðurstöðumar sýna marktækt minnkaða tjáningu á PD-1 viðtakanum hjá SLE sjúklingum, sem rekja má til martkækt minni PD-1 tjáningar á CD25 jákvæðum CD4 T-frumum, en hlutfall þeirra er auk þess marktækt minna hjá SLE sjúklingum. Frekari rannsóknir þarf til að greina hvort minnkuð PD-1 tján- inga er í beinum tengslum við PD-1.3A arfgerðina. Við ályktum að niðurstöður rannsóknarinnar endurspegli galla í starfsemi CD25 jákvæðra CD4 T fruma hjá SLE sjúklingum, sem PD-1.3A arfgerðin hefur áhrif á. V-94 Könnun á gagnsemi reglulegs mænuskaðaeftirlits á Landspítala fyrir mænuskaðaða einstaklinga á íslandi Sigrún Garðarsdóttir1'2, Sigrún Knútsdóttir1, Marta Kjartansdóttir1 1 Endurhæfingardeild Landspítala Grensási, 2Háskólanum á Akureyri sigrgardfSlandspitali. is Inngangur: Veruleg hætta er á ýmsum fylgikvillum hjá einstak- lingum með mænuskaða. Á endurhæfingardeild Landspítala Grensási hófst haustið 1999 reglulegt eftirlit með mænusköð- uðum einstaklingum á íslandi eftir að endurhæfingu er lokið. Markmið: Að kanna hver voru helstu vandamál og fylgikvillar mænuskaðaðra sem þátt tóku í eftirlitinu á árunum 1999-2006, hvaða úrræða var gripið til að draga úr fylgikvillum og hvort þörf sé á að bæta mænuskaðaeftirlitið enn frekar. Aðferðir: Afturvirkt mat var gert á niðurstöðum staðlaðs spumingalista frá Norræna Mænuskaðaráðinu sem notaður er í eftirlitinu, þar sem tíðni og magn eftirtalda fylgikvilla voru skoðuð: verkir, sár, þvagfærasýkingar og aðrir fylgikvillar frá þvagfærum, þarmavandamál, aukin vöðvaspenna, kreppur, rangar setstöður og þörf fyrir nýjan hjólastól eða önnur hjálp- artæki. Skoðuð vom gögn allra sem höfðu komið í mænu- skaðaeftirlitið frá því að það hófst haustið 1999. Niðurstöður: Sjötíu og tveir einstaklingar 18 ára og eldri hafa tekið þátt í eftirlitinu. Hver þeirra hefur komið í 1-4 heimsóknir, alls 145 heimsóknir. Meðalaldur þeirra við fyrsta eftirlit var 46 ár, 54 (75%) karlar og 18 (25%) konur. Háir mænuskaðar voru 41 (57%) og lágir mænuskaðar 31 (43%). Þátttakendur kvörtuðu helst um verki (N=52), þvagfæravandamál (N=37), þarma- vandamál (N=22), þrýstingssár (N=29), kreppur (N=32), aukna vöðvaspennu (N=49), bjúg (N=42) og slæma setstöðu og þörf fyrir nýjan hjólastól. Ályktanir: Árangur eftirlitsins virðist vera góður. Upplýsingar hafa fengist um helstu vandamál og fylgikvilla, til hvað úrræða var gripið og gagnsemi þeirra. Flestir þeirra sem komið hafa í eftirlitið eru ánægðir með það og vilja halda áfram að koma reglulega. Þeir hafa fengið betri innsýn í hugsanlega fylgikvilla og sótt göngudeildarþjónustu sem deildin býður upp á í auknu mæli. V-95 Einföld, hlutlæg greining á asatíðum Brynja R. Guðmundsdóttir1J, E. Fanney Hjaltalín1, Guðrún Bragadóttir1, Arnar Hauksson2, Páll Torfi Önundarsonu 'Blóðmeinafræðideild Landspítala,2Heilsugæslunni Reykjavík, 31æknadeild HÍ brynjarg@landspitali. is Inngangur og markmið: Asatíðir (menorrhagia) geta verið einkenni um kvensjúkdóm eða blæðingasjúkdóm, t.d. von Willebrands sjúkdóm. Klínísk greining asatíða byggir á frásögn konunnar, skoðun og járnskorti. Nákvæm mæling á tíðablóðtapi (alkaline hematin method) gefur kost á því að greina einkenn- alitlar konur og að meta hlutlægt meðferðarsvörun en aðferð- in er flestum rannsóknarstofum ofviða. Aðferðir sem áætla blóðtap, svo sem myndskor, hafa reynst óáreiðanlegar (pictorial blood loss assessment chart, PBAC áætlar blóðtap). Við rann- 46 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.