Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 32
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 eitilfrumna á bólgusvæði ásamt virkjun og rötun T eitilfrumna. Ennfremur virðist LL-37 geta haftbælandi áhrif á tjáningu CD4+ T-frumna á nokkrum flakkboðefnum og viðloðunarsameindum svo sem CCR6, CXCR6, CCR4 og ICAM-1 auk þess sem það virðist hafa einhver bælandi áhrif á tjáningu CD25 og húðröt- unar sameindina CLA. Ahrif peptíðsins á CD8+ T-frumur virðist ekki vera eins afgerandi. LL-37 gæti tekið þátt í stjórn staðbundinna ónæmissvara með því að hafa áhrif á CD4+ T-frumur. V-58 Nýburamýs geta myndað ónæmissvar gegn meningókokka B bóluefnum Sindri Freyr Eiðsson1, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1'2, Mariagrazia Pizza3, Rino Rappuoli3, Ingileif Jónsdóttir12 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu sindrifr@landspitali.is Inngangur: Mörg tilfelli heilahimnubólgu og blóðsýkinga um allan heim á uppruna sinn að rekja til Neisseria meningitidis, eða meningókokka. Dánartíðni er há og stór hluti sjúklinga lifir við varanleg örkuml í kjölfar sýkingar. Meningókokkasjúkdómur er algengastur í ungum börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Bóluefni eru til gegn gerðum A, C, Y og W135 en ekkert alhliða bóluefni er til gegn gerð B (MenB), sem veldur ~56% til- fella hér á landi. Genamengjarannsóknir hafa gjörbylt bóluefn- isrannsóknum, en með því að skoða erfðamengi sýkla má firtna vel varðveitt yfirborðstjáð meinvirk prótein og nota til að þróa bóluefni gegn sýklum sem hefur verið erfitt eða ómögulegt áður. Próteinin sem notuð voru í þessari rannsókn voru fundin með genamengjarannsóknum. Markinið: Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort MenB próteinin GNA2132, GNA1870, GNA2091, GNA1030 og NadA væru ónæmisvekjandi í nýburamúsum sem fimmgilt bóluefni (5CVMB) og hvort bæta megi ónæmissvör með ónæmisglæð- um. Aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru bólusettar undir húð (s.c) með 20pg af hverju próteini með/án ónæm- isglæða, og endurbólusettar þriggja og fimm vikna. Notast var við ónæmisglæðina LT-K63, MF-59, Alum og CpG1826. Alum og CpG1826 var bæði gefið saman og í sitthvoru lagi. Mótefni í sermi voru mæld með ELISA og drápsvirkni sermis (serum bactericidal activity) var metin. Niðurstöður: Meinvirknipróteinin GNA2132, GNA1870, GNA2091, GNA1030 og NadA voru ónæmisvekjandi í nýbura- músum. Allir ónæmisglæðamir ollu marktækri hækkun í mót- efnasvörun miðað við próteinin gefin ein og sér. Hópurinn sem fékk próteinin ein og sér sýndi bakteríudráps virkni gegn 2 af þeim 6 stofnum sem prófað var fyrir. Ónæmisglæðarnir bættu þá svörun auk þess sem sumir juku drápsvirknina þannig hún næði til fleiri MenB stofna. Hópurinn sem fékk próteinin auk alum og CpG1826 sýndi víðtækustu drápsvirkni sermis með drápsvirkni gegn 5 af 6 MenB stofnum. Ályktun: Próteinbóluefni gegn meningókokkum B eru ónæm- isvekjandi í nýburamúsum. Frekari rannsóknir á próteinblönd- um og ónæmisglæðum eru liður í þróun Men B bóluefna fyrir nýbura. V-59 Áhrif ónæmisglæða á angafrumur - lykill að eflingu ónæmissvars í nýburamúsum? Sólveig G. Hannesdóttir1, Þórunn Á. Ólafsdótttir1-2, Giuseppe Del Giudice3, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir12 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccine, Siena, Italíu, JSanofi Pasteur, Marcy l'Etoile, Frakklandi shannesd@landspitali. is Inngangur: Nýburar svara bólusetningum seinna og veikara en fullorðnir. Nauðsynlegt hefur reynst að tengja bóluefni úr pneumókokkafjölsykrum við burðarprótein til að vekja ónæm- issvar í nýburamúsum og hægt er að auka ónæmissvörin mark- tækt með ónæmisglæðum. Angafrumur (dendritic cells, DC) gegna lykilhlutverki í frumræsingu ónæmissvars. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna þátt DC frumna í eflingu ónæmissvars nýburamúsa fyrir tilstilli ónæm- isglæða. Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með próteintengdu fjöl- sykrubóluefni (Pnc-TT), með eða án ónæmisglæðanna LT-K63 eða CpG. Músunum var fómað, þær blæddar og miltisfrumur einangraðar. DC voru einangraðar með CDllc segulkúlum, en CDllc er einkennissameind DC frumna. Boðefnatjáning DC frumnanna var metin eftir örvun í rækt með CpG eða LT-K63 með mælingu boðefna í frumufloti með ELISA. Einnig voru frumurnar litaðar með flúrljómandi mótefnum gegn CDllc og ýmsum virkjunarsameindum, CD86, CD40 og MHCII og greindar í flæðiframusjá (FACS) til að kanna tjáningu þessara sameinda, en það endurspeglar virkjunarstig DC. Niðurstöður: Mýs sem fengu LT-K63 mynduðu meira af frumuboðefnum eftir örvun í rækt með CpG en þær sem fengu CpG eða engan ónæmisglæði við bólusetningu. Mýs sem fengið höfðu annaðhvort LT-K63 eða CpG sýndu aukningu á tjáningu á MHCII (47% og 57% MHCIIh‘sh á móti 28% hjá þeim sem fengu ekki ónæmisglæði, P<0,05). Tjáning á CD86 er aukin eftir örvun með LT-K63 í rækt hjá þeim músum sem fengu LT-K63 eða CpG við bólusetningu (P<0,001). Tjáning á CD86 og CD40 er einnig aukin eftir örvun með CpG í rækt hjá öllum músunum (P<0,05). Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að virkjunarstig CDllc+ DC í nýburamúsum er hærra eftir bólusetningu með LT-K63 eða CpG ásamt Pnc-TT. Með því að kanna áhrif ónæmisglæðanna á virkni frumna ónæmiskerfisins verður hægt að skilgreina þá þætti sem geta aukið ónæmissvör hjá nýburamúsum. V-60 Ónæmisglæðirinn IC31 eykur ónæmissvör nýburamúsa gegn tvenns konar pneumókokka bóluefnum Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Karen Lingnau3, Eszter Nagy3, Ingileif Jónsdóttir1'2'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Intercell AG, Vin, Ausurríki, 4íslenskri erfðagreiningu thorasta@iandspitaii.is 32 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.