Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 40
VISINDi A VORDOGUM FYLGIRIT 56 í aðstæðum þeirra og aðbúnaði geta haft neikvæð áhrif á líðan þeirra og heilsu. Aðferðir: Eigindlegar aðferðir voru notaðar til að afla gagna við rannsóknina. I fyrsta lagi voru gerðar vettvangsathuganir þar sem rannsakandi dvaldi á vinnustöðunum báðum og safnaði eigindlegum gögnum um aðstæður, samskipti og líðan starfs- manna. í kjölfar greiningar gagna frá vettvangsathugunum tók rannsakandi viðtöl við átta starfsmenn á báðum vinnustöðum. Auk gagna frá vettvangsathugunum og viðtölum voru skýrslur um skipulag og starfsmannamál vinnustaðanna tveggja notaðar við úrvinnslu gagna. Niðurstöður rannsóknanna sýna að starfsfólk í eldhúsi og þvottahúsi Landspítala vinnur við mjög krefjandi aðstæður og álag á starfsmenn er umtalsvert. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vinnuumhverfi njóta margir starfsmenn vinnunnar og líður vel í starfi. Mikilvægustu þættir sem hafa áhrif á vellíðan starfs- manna eru uppbyggjandi samskipti við starfsmenn og stjórn- endur, sérstaklega næsta yfirmanna. Niðurstöður benda einnig til þess að starfsmenn sem hafa áhuga og sýna ábyrgð gagnvart eigin velferð og annarra í starfi hafa meiri möguleika til að hafa yfirsýn yfir störf sín og aðstæður. Slík yfirsýn eykur möguleika til að sjá tækifæri á vinnustaðnum til að hafa jákvæð áhrif á eigin vinnuaðstæður og líðan í starfi. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja niðurstöður erlendra rannsókna um jákvæð áhrif góðra samskipta á líðan starfsmanna og áhrif stjórnunarhátta næsta yfirmanns á velferð starfsmanna. Jafnframt styðja niðurstöðurnar rannsóknir um mikilvægi þess að starfsmenn hafi áhrif á eigin störf og tengsl þess við líðan og árangur í starfi. V-79 Lykilhlutverk deildarstjóra hjúkrunar - tengsl uppbyggjandi samskipta og öryggis sjúklinga og starfsmanna Sigrún Gunnarsdóttir Þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala sigrungu@landspitali.is Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnuumhverfi hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra og tengsl þátta í vinnuumhverfi við líðan starfsmanna og gæði þjónustunnar. Með rannsókninni var leitast við að koma auga á leiðir til að hafa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi og líðan starfsmanna og þar með jákvæð áhrif á velferð sjúklinga. Fræðilegur bakgrunnur eru kenningar um forystu í heilbrigð- isþjónstunni, gagnreynd þekking um skipulag sjúkrahúsa og kenningar um kulnun. Fyrri rannsóknir sýna tengsl á milli starfsánægju og styðjandi þátta í starfsumhverfi, einkum stuðn- ings stjórnenda og jákvæðra samskipta lækna og hjúkrunar- fræðinga. Jafnframt sýna fyrri rannsóknir jákvæð tengsl á milli styðjandi starfsumhverfis og gæða þjónustunnar. Aðferðir: Gerð var spurningalistakönnun með spurningum um þætti í vinnuumhverfi, starfsánægju, einkenni kuln- unar og viðhorf starfsmanna til gæða þjónustunnar, alls um 100. Spurningalistinn er þýdd og staðfærð útgáfa erlendra mælitækja sem hafa verið prófuð í erlendum rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikilvægustu þættir í starfsumhverfi á Landspítala eru styðjandi stjómunarhættir deildarstjóra hjúkrunar, mönnun og gott samstarf lækna og hjúkmnarfræðinga. Stuðningur stjórnenda í sviðsstjórn og framkvæmdastjórn hafa minna vægi. Rannsóknir staðfestir mik- ilvægi góðra stjórnunarhátta fyrir árangur sjúkrahúsa, einkum lykilhlutverk næsta yfirmanns í þessu sambandi. Ályktanir: Niðurstöðumar staðfesta enn fremur mikilvægi fullnægjandi mönnunar fyrir öryggi starfsmanna og sjúklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna ekki marktæk tengsl á milli starfsánægju og stjómunarhátta í efra stjórnlagi. Mikilvægt er að rannsaka frekar stjórnunarhætti sviðsstjóra og framkvæmda- stjóra og hugsanleg áhrif þeirra á árangur þjónustunnar og ánægju starfsmanna. V-80 Stuðningur við millistjórnendur - starfsþróun deildarstjóra. Þátttökurannsókn með deildarstjórum hjúkrunar á Landspítala Sigrún Gunnarsdóttir Þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala sigrungu@landspitali. is Starfsþróun er hluti af starfi allra hjúkrunarfræðinga og felur í sér styrkingu á hæfni og getu. Starfsþróun er markvisst ferli og er sameiginlegt verkefni vinnuveitanda og starfsmanna. Vinnuveitandi er ábyrgur fyrir því að skapa umgjörð og tækifæri til starfsþróunar og starfsmaður ber ábyrgð á að vera meðvitaður um starfsumhverfi sitt, setja sér raunhæf markmið til framtíðar og nýta tækifæri til starfsþróunar. Starfsþróun heilbrigðisstétta hefur áhrif á gæði þjónustunnar og starfsánægju. Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Starfsþróun í hjúkrun nær til allra hópa hjúkrunarfræðinga miðað við aldur, reynslu og starfssvið. Starfsþróun stjómenda er mjög mikilvæg á tímum hraðra breytinga og aukins álags í heilbrigðisþjónustunni. Á Landspítala er unnið að starfsþróun stjórnenda. Hluti af því starfi er þátttökurannsókn sem felur í sér fræðslu og markvissan stuðning við deildarstjóra í hjúkmn. Grundvallarhugtak rann- sóknarinnar er styrkjandi stjórnun (e. organizational empower- ment) og er markmið rannsóknarinnar að auka starfsánægju deildarstjóra og styrkja þá í starfi. Þátttakendur nota ígrundun í starfi til að auka innsæi og skilning á árangursríkum aðferðum í stjórnun. Árangur rannsóknarinnar er metinn með megindlegum og eig- indlegum aðferðum. Niðurstöður sýna góðan árangur. Deildarstjórarnir (n=19) telja ígrundun í starfi tengjast aukinni starfsánægju og vera mik- ilvægt tækifæri til að vaxa í starfi. Ályktanir: Rannsóknin bendir til þess að ígrundun í starfi sé árangursrík leið fyrir deildarstjóra hjúkrunar til að læra og vaxa í starfi. Fræðsla um stjórnun og markviss stuðningur er mikilvægur liður í starfsþróun stjórnenda. ígmndun í starfi er ákjósanleg leið til að styðja við starfsþróun stjómenda í hjúkrun. Igrundun er leið til að auka hæfni í starfi, árangur þjónustunnar og starfsánægju stjórnenda. 40 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.