Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 34
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-63 íslenska næringarmódelið - aukið framboð á hollum mat fyrir börn Ingibjörg Gunnarsdóttir, Tinna Eysteinsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ingigun@landspitali.is Inngangur: Börn læra snemma að þekkja vörumerki og hafa margir matvælaframleiðendur nýtt sér þetta til þess að mark- aðssetja vörur sem innihalda artnaðhvort of mikið af viðbættum sykri, mettaðri fitu og salti, eða vörur sem eru snauðar af nær- ingarefnum. Markmið: í íslenska næringarmódelinu er hugmyndin sú að Latibær (vörumerki) myndi einskonar regnhlíf fyrir kynningu á hollum matvörum ætluðum börnum á Islandi. Sett eru skil- yrði um hollustugildi í samvinnu við Rannsóknastofu í nær- ingarfræði. Fyrstu vörurnar eru væntanlegar á markað innan skamms. Aðferðir: Samvinna milli Rannsóknastofu í næringarfræði, matvælafyrirtækja, Latabæjar og annarra hagsmunaaðila er forsenda fyrir árangri verkefnisins. Mataræði þriggja og fimm ára barna (n=460) var kannað með þriggja daga skráningu á mataræði fyrri hluta ársins 2007 (grunnlínugögn). Árið 2009 er áætlað að endurtaka könnun á mataræði þessara aldurshópa til þess að meta hugsanlegan árangur af módelinu. Einnig var framkvæmd bragðkönnun þar sem börn á aldrinum 3,5-6 ára voru beðin um að meta fimm pör af samskonar mat og drykk, borið fram annars vegar í Latabæjarumbúðum og hins vegar í hefðbundnum umbúðum. Niðurstöður: Neysla grænmetis var að meðaltali 32±32 g/dag meðal þriggja ára barna og 44±40 g/dag meðal fimm ára barna og neysla á ferskum ávöxtum 107±69 g/dag og 109±75 g/dag að meðaltali. Meðalneysla gosdrykkja og annarra sykraðra drykkja var 61±93 g/dag (þriggja ára) og 87±103 g/dag (fimm ára). Niðurstöður bragðkörtnunar sýndu að bömunum fannst hollur matur bragðast betur í Latabæjarumbúðum heldur en í hefðbundnum umbúðum. Um 95% bama sögðust myndu velja Latabæjarvatn fremur en „venjulegt" vatn. Ályktun: Hollar fæðutegundir bragðast betur þegar búið er að skreyta þær með skemmtilegum umbúðum. Einstakt tækifæri er nú til að stuðla að hollara mataræði meðal íslenskra bama í sam- vinnu við Latabæ og íslenskan matvælaiðnað. V-64 Minnkuð Lactotransferrin tjáning í lungnaæxlum Þórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Páll H. Möller3, Jóhannes Bjömsson', Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson', Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknarstofu í meinafræði, frumulíffræðideild, 2Islenskri erfðagreiningu, 3skurðlækningasviði, Landspítala, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, 5Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litn- ingasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 sem var nefnt CERl (common eliminated region 1). Á svæðinu eru 34 virk gen og miðað við núverandi þekkingu þykja LIMDl (LIM domain containing gene 1) og LTF (lactotr- ansferrin) líklegust sem æxlisbæligen. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf og Limdl próteinin taki þátt í að verjast myndun æxla. Markmið: Að skilgreina frekar hlutverk LIMDl og LTF í sjúk- dómsferli krabbameins í mönnum. Aðferðir: Efniviðurinn samanstendur í heild af 576 mannaæxl- um frá 10 líffærum. Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum. Útraðir voru skim- aðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF (lungnaæxli) og LIMDl (brjóstaæxli) og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Ltf próteintjáning var könnuð í lungnaæxlum með IHC aðferð. Niðurstöður: Við rannsökuðum úrfellingatíðni á CERl og bárum saman við tíðni úrfellinga í sama efnivið á tveimur öðrum þekktum æxlisbæligenasvæðum á 3p. Úrfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu (84%). Við fundum fjölbreytileika í basaröðum bæði LIMDl og LTF en höfum engar stökkbreyting- ar fundið í LIMDl. í LTF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (49%) miðað við kontról (27%). Um er að ræða basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T). Einungis fannst ltf tjáning í 5 af 60 lungna- æxlum (92%). Ályktun: Þar sem við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl bendir það til þess að á svæðinu geti verið æxlisbæligen. Úrfellingarnar voru ekki vefjasértækar þar sem há tíðni fannst í öllum æxlisgerðum eða 70-94%, nema í sarkmeinum þar sem tíðnin var 40%. Þó að lítið hafi fundist af stökkbreytingum höfum við ekki útilokað að um æxlisbæligen sé að ræða þar sem skrúfað er fyrir ltf tjáningu í 92% lungnaæxla. V-65 Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein: Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 sjúklinga á 35 ára tímabili Helga Björk Pálsdóttir', Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Ármann Jónsson', Eiríkur Jónsson3, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson3'1 'Læknadeild HI, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala hbpWhi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur nýgengi nýrnafrumukrabba- meins aukist hér á landi og er nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessi hækkun á nýgengi hefur að verulegu leyti verið skýrð með tilviljanagreiningu. I fyrri rannsóknum hér- lendis hefur tilviljanagreining ekki verið sjálfstæður forspárþátt- ur lífshorfa og betri horfur þessara sjúklinga verið skýrðar með lægri stigun og gráðu æxlanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun nýgengis og dánarhlutfalls á 35 ára tímabili og um leið kanna forspárþætti lífshorfa með sérstöku tilliti til áhrifa tilviljanagreiningar. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem greindust á lífi með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. 34 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.