Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 34
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-63 íslenska næringarmódelið - aukið framboð á hollum mat fyrir börn Ingibjörg Gunnarsdóttir, Tinna Eysteinsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ingigun@landspitali.is Inngangur: Börn læra snemma að þekkja vörumerki og hafa margir matvælaframleiðendur nýtt sér þetta til þess að mark- aðssetja vörur sem innihalda artnaðhvort of mikið af viðbættum sykri, mettaðri fitu og salti, eða vörur sem eru snauðar af nær- ingarefnum. Markmið: í íslenska næringarmódelinu er hugmyndin sú að Latibær (vörumerki) myndi einskonar regnhlíf fyrir kynningu á hollum matvörum ætluðum börnum á Islandi. Sett eru skil- yrði um hollustugildi í samvinnu við Rannsóknastofu í nær- ingarfræði. Fyrstu vörurnar eru væntanlegar á markað innan skamms. Aðferðir: Samvinna milli Rannsóknastofu í næringarfræði, matvælafyrirtækja, Latabæjar og annarra hagsmunaaðila er forsenda fyrir árangri verkefnisins. Mataræði þriggja og fimm ára barna (n=460) var kannað með þriggja daga skráningu á mataræði fyrri hluta ársins 2007 (grunnlínugögn). Árið 2009 er áætlað að endurtaka könnun á mataræði þessara aldurshópa til þess að meta hugsanlegan árangur af módelinu. Einnig var framkvæmd bragðkönnun þar sem börn á aldrinum 3,5-6 ára voru beðin um að meta fimm pör af samskonar mat og drykk, borið fram annars vegar í Latabæjarumbúðum og hins vegar í hefðbundnum umbúðum. Niðurstöður: Neysla grænmetis var að meðaltali 32±32 g/dag meðal þriggja ára barna og 44±40 g/dag meðal fimm ára barna og neysla á ferskum ávöxtum 107±69 g/dag og 109±75 g/dag að meðaltali. Meðalneysla gosdrykkja og annarra sykraðra drykkja var 61±93 g/dag (þriggja ára) og 87±103 g/dag (fimm ára). Niðurstöður bragðkörtnunar sýndu að bömunum fannst hollur matur bragðast betur í Latabæjarumbúðum heldur en í hefðbundnum umbúðum. Um 95% bama sögðust myndu velja Latabæjarvatn fremur en „venjulegt" vatn. Ályktun: Hollar fæðutegundir bragðast betur þegar búið er að skreyta þær með skemmtilegum umbúðum. Einstakt tækifæri er nú til að stuðla að hollara mataræði meðal íslenskra bama í sam- vinnu við Latabæ og íslenskan matvælaiðnað. V-64 Minnkuð Lactotransferrin tjáning í lungnaæxlum Þórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Páll H. Möller3, Jóhannes Bjömsson', Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson', Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknarstofu í meinafræði, frumulíffræðideild, 2Islenskri erfðagreiningu, 3skurðlækningasviði, Landspítala, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, 5Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litn- ingasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 sem var nefnt CERl (common eliminated region 1). Á svæðinu eru 34 virk gen og miðað við núverandi þekkingu þykja LIMDl (LIM domain containing gene 1) og LTF (lactotr- ansferrin) líklegust sem æxlisbæligen. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf og Limdl próteinin taki þátt í að verjast myndun æxla. Markmið: Að skilgreina frekar hlutverk LIMDl og LTF í sjúk- dómsferli krabbameins í mönnum. Aðferðir: Efniviðurinn samanstendur í heild af 576 mannaæxl- um frá 10 líffærum. Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum. Útraðir voru skim- aðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF (lungnaæxli) og LIMDl (brjóstaæxli) og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Ltf próteintjáning var könnuð í lungnaæxlum með IHC aðferð. Niðurstöður: Við rannsökuðum úrfellingatíðni á CERl og bárum saman við tíðni úrfellinga í sama efnivið á tveimur öðrum þekktum æxlisbæligenasvæðum á 3p. Úrfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu (84%). Við fundum fjölbreytileika í basaröðum bæði LIMDl og LTF en höfum engar stökkbreyting- ar fundið í LIMDl. í LTF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (49%) miðað við kontról (27%). Um er að ræða basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T). Einungis fannst ltf tjáning í 5 af 60 lungna- æxlum (92%). Ályktun: Þar sem við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl bendir það til þess að á svæðinu geti verið æxlisbæligen. Úrfellingarnar voru ekki vefjasértækar þar sem há tíðni fannst í öllum æxlisgerðum eða 70-94%, nema í sarkmeinum þar sem tíðnin var 40%. Þó að lítið hafi fundist af stökkbreytingum höfum við ekki útilokað að um æxlisbæligen sé að ræða þar sem skrúfað er fyrir ltf tjáningu í 92% lungnaæxla. V-65 Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein: Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 sjúklinga á 35 ára tímabili Helga Björk Pálsdóttir', Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Ármann Jónsson', Eiríkur Jónsson3, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson3'1 'Læknadeild HI, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala hbpWhi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur nýgengi nýrnafrumukrabba- meins aukist hér á landi og er nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessi hækkun á nýgengi hefur að verulegu leyti verið skýrð með tilviljanagreiningu. I fyrri rannsóknum hér- lendis hefur tilviljanagreining ekki verið sjálfstæður forspárþátt- ur lífshorfa og betri horfur þessara sjúklinga verið skýrðar með lægri stigun og gráðu æxlanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun nýgengis og dánarhlutfalls á 35 ára tímabili og um leið kanna forspárþætti lífshorfa með sérstöku tilliti til áhrifa tilviljanagreiningar. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem greindust á lífi með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. 34 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.