Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 36
V í S 1 N D 1 Á VORDÖGUM F Y L G 1 R 1 T 5 6 handlegg. Mæld var hæð og þyngd og tekin ítarleg saga um líkamsáreynslu, æfingar og lyfjanotkun. Non-parametric Mann- Whitney próf var notað við samanburð á hópunum. Niðurstöður: 1998 æfði hópurinn að meðaltali 14,8 klst á viku og beinþéttnin í mjöðm var 18% og í lendhrygg 11% hærri en í slembiþýði (p<0,01). Á níu árum milli mælinga höfðu þær fimm stúlkur sem hætt höfðu íþróttaiðkun tapað u.þ.b. 10% í bein- þéttni í mjöðm samanborið við um 3% (p=0,025) meðal hinna 19 sem enn stunduðu æfingar. Þær sjö sem enn voru virkar í keppnishandbolta viðhéldu alveg sinni beinþéttni í mjöðminni. Beintap í lendhrygg virtist í sömu átt en náði ekki marktækni. Beinþéttnin í ríkjandi framhandlegg var hins vegar óbreytt í öllum þremur hópunum. Meðalbeinþéttni í mjöðm hópsins sem alveg hafði hætt íþróttum var nú ekki marktækt hærri en í slembiþýði. Ályktun: Rannsókn okkar sem vissulega nær til takmarkaðs hóps samrýmist þeim vísbendingum að til þess að íþróttamenn viðhaldi þeirri umframbeinþéttni í mjöðm sem þeir hafa náð um tvítugt þurfi þeir að halda áfram reglubundinni æfingu. Þessu virðist þó mismunandi háttað eftir því hvaða bein um ræðir. V-68 Boðleiðir sem miðla boðum thrombíns til örvunar eNOS í æðaþelinu eru háðar breytingum á innanfrumu ATP eftir meðhöndlun Brynhildur Thors1, Haraldur Halldórsson1-2, Guðmundur Þorgeirsson1-2 ’Læknadeild HÍ, 2Landspítala brynhit@hi.is Inngangur: Undanfarin misseri höfum við unnið að því að kort- leggja þátt tveggja kínasa í örvun AMP-háða kínasans AMPK í æðaþeli eftir meðhöndlun með thrombíni; LKBl sem örvast við hækkun á innanfrumu AMP/ATP og Ca+2/CaM kínasa kínasans (CaMKK) sem bregst við hækkun í Ca+2. Eins höfum við athugað þátt AMPK sjálfs í fosfórun ensímsins endothelial NO-synthase (eNOS). Aðferðir: Æðaþelsfrumur (HUVEC) voru teknar úr bláæðum naflastrengja og ræktaðar í æti Morgans 199 sem inniheldur tween 80, kólesteról og ATP ásamt tocopherýl fosfati og öðrum fituleysanlegum vítamínum. Tilraunir voru gerðar í þremur ólíkum ætum: Morgans 199, Williams æti (inniheldur fituleys- anleg vítamin) og æti 1640 (inniheldur ekkert af ofantöldu). Luciferase assay var notað til ATP mælinga, Western blotting og ECL var notað til að greina sértæka fosfórun próteina. Niðurstöður: í æti 1640 varð ekki lækkun á innanfrumu ATP eftir meðhöndlun frumnanna með thrombíni og var fosfórun AMPK og ACC alveg hindruð af CaMKK hindranum STO-609. Hindrinn hafði hins vegar engin áhrif á eNOS fosfórunina eftir thrombín. í Morgans 199 olli thrombin greinilegri lækkun á inn- anfrumu ATP og í því æti hindraði STO-609 fosfórun AMPK, ACC og eNOS að hluta til. Eins dró AMPK hindrinn Compound C að hluta úr fosfóruninni á eNOS í æti 199 eftir thrombín en hafði engin áhrif í 1640 sem sýnir skýrt að mismunandi boðferl- ar miðla thrombin háðri eNOS fosfórun í mismunandi ætum. Ályktun: Við aðstæður sem leyfa lækkun á innanfrumu ATP verður AMPK-háð eNOS fosfórun eftir örvun með thrombíni og fosfórun AMPK sjálfs er háð CaMKK sem og öðrum AMPK- kínasa (væntanlega LKBl). Á hinn bóginn, í æti þar sem ekki verður lækkun á ATP, er örvun AMPK algjörlega háð CaMKK og veldur ekki fosfórun á eNOS. V-69 Skráning lyfjasögu sjúklings, mat á lyfjatengdum vandamálum og nothæfi eigin lyfja Ásta Friðriksdóttir1, Anna Birna Almarsdóttir 'Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir’, Þórunn Kristín Guðmundsdóttir2 ‘Lyfjafræðideild HI,2 sjúkrahúsapóteki Landspítala thonjnnk@iandspitaii.is Inngangur: Rannsóknir sýna að lyfjafræðingar taka nákvæmari lyfjasögu en aðstoðarlæknar og greina frekar lyfjatengd vanda- mál, sem fækkar lyfjaávísunarvillum og leiðir til markvissari lyfjameðferðar. Til að skrá nákvæma lyfjasögu er m.a. hægt að nota eigin lyf sjúklinga en sumstaðar erlendis nota sjúklingar sín eigin lyf í sjúkrahúsinnlögn. Lyfin eru þá metin nothæf út frá ákveðnum viðmiðum og sýna rannsóknir að gæði þeirra eru almennt góð. Efniviður og aðferðir: Óskað var eftir þátttöku allra sjúk- linga sem lögðust inn á skurðdeildir 12-E, 12-G, 13-D og 13-G á Landspítala og komu í gegnum innskriftarmiðstöð. Rannsóknartímabilið var sex vikur og heildarfjöldi sjúklinga 222. Rannsakandi tók viðtal við 134 sjúklinga eftir aðgerð og skráði lyfjasögu, lyfjatengd vandamál og mat gæði eigin lyfja sjúklinga. Lyfjasaga tekin af aðstoðarlækni í innskriftarmiðstöð var skráð upp úr sjúkraskrá og borin saman við lyfjasögu tekna af rannsakanda. Misræmi þar á milli sem og lyfjatengd vanda- mál voru greind og flokkuð. Farið var yfir eigin lyf sjúklinga og þau dæmd nothæf eða ónothæf með tilliti til notkunar í sjúkra- húsinnlögn. Niðurstöður: Þegar borin var saman lyfjasaga tekin af rannsak- anda og aðstoðarlækni kom í Ijós 331 misræmi hvað varðaði lyfseðilskyld lyf. En 804 misræmi ef náttúrulyf, náttúruvörur og lausasölulyf voru einnig tekin með. Gæði eigin lyfja sjúklinga voru almennt góð. Af þeim 267 eigin lyfjum sjúklinga voru 90,6% talin nothæf í sjúkrahúsinnlögn. Alls greindust 165 lyfjatengd vandamál hjá 79 sjúklingum. Flest þeirra tengdust óæskilegri verkun lyfs (39%) og lélegri meðferðarheldni (16%). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að lyfjafræð- ingar taki mun ítarlegri lyfjasögu en aðstoðarlæknar. Gæði eigin lyfja sjúklinga sem koma í valaðgerðir á skurðlækningasvið Landspítala Hringbraut eru almermt góð og nothæf í sjúkrahús- innlögn. Tæplega helmingur þessara sjúklinga telur sig upplifa lyfjatengd vandamál sem styður mikilvægi lyfjafræðilegrar umsjár. V-70 Lyfjafræðileg umsjá á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B, Landspítala Guðrún Eva Níelsdóttir1, Anna Birna Almarsdóttir1, Þórunn K. Guðmundsdóttir2 'Lyfjafræðideild HÍ, 2sjúkrahúsapóteki Landspítala thorunnk@landspitali. is 36 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.