Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 28
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 á meðgönguna. Aftur á móti dró úr algengi þunglyndiseinkenna eftir því sem leið á meðgönguna. A hinn bóginn var algengi kvíða og þunglyndis aftur orðið áþekkt níu vikum eftir barnsburð. Streita var mest á 16. viku meðgöngu, hopaði eftir því sem nær dró fæðingu en hækkaði svo aftur níu vikum eftir barnsburð. Þá kom í ljós að aldur þátttakenda hefur áhrif á algengi. Ályktun: í rannsóknum á geðheilsu kvenna í tengslum við meðgöngu og fæðingu er mikilvægt að einblína ekki eingöngu á þunglyndi eftir barnsburð, heldur athuga einnig geðheilsu þeirra á meðgöngunni og kanna einnig áhrifaþætti kvíða og streitu samhliða þunglyndi. V-48 Vefjaræktun berkjufruma í þrívíðu umhverfi er háð samskiptum við æðaþel Ivar Þór Axelsson1, Ólafur Baldursson1'2, Magnús Karl Magnússon1, Þórarinn Guðjónsson1 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala og lfffærafræði læknadeildar H, 2lungnalækningadeild Landspítala ivarax<Sgmail. com Inngangur: Rannsóknir benda til að vefjastofnfrumur í berkjum sé að finna meðal basal fruma. Við höfum nýlega búið til berkjufrumulínuna VAIO (Halldorsson et al. ln Vitro Cell. and Dev. Biol. 2007). VAIO sýnir basalfrumueiginleika og getur meðal annars myndað aðrar frumugerðir lungna í rækt sem bendir til stofnfrumueiginleika hennar. Nýlegar rannsóknir benda til að æðaþelsfrumur spili stórt hlutverk í vefjamyndun ýmissa líffæra. Þrátt fyrir nálægð æðaþelsfruma og þekjuvefsfruma í lungum þá er lítið vitað um áhrif æðaþels á vöxt og sérhæfingu lungnaþekjufruma. Markmið: Að kanna áhrif æðaþelsfruma á vöxt og sérhæfingu VAIO berkjufrumulínunnar í þrívíðri frumuræktun. Efni og aðferðir: Samræktir VAIO og æðaþelsfruma úr naflastreng voru settar upp við þrívíð ræktunarskilyrði í geli sem inniheldur uppleysta grunnhimnu (reconstituted basement membrane, rBM). Ræktunum var fylgt eftir í fasakontrast smásjá í þrjár vikur og sem viðmið voru VAIO frumur og æðaþelsfrumur ræktaðar sitt í hvoru lagi. í lok ræktunartíma voru gel frystiskorin og mótefnalituð gegn kennipróteinum til greiningar á frumugerðum greinóttra þyrpinga. Hliðstætt voru litaðar vefjasneiðar úr heilbrigðum lungavef. Niðurstöður: VAIO frumur ræktaðar einar og sér í rBM mynda kúlulaga frumuþyrpingar. Æðaþelsfrumur ræktaðar á sama hátt sýna engin merki um skiptingu og koma fyrir í ræktinni sem stakar frumur. Við samrækt frumugerðanna á sér stað greinótt formmyndun VAIO frumulínunnar sem líkist berkjugöngum tengdum lungablöðrum. Mótefnalitun með 4-integrin og öðrum kennipróteinum staðfestir þekjuvefsuppruna berkjuganganna. Ályktun: Niðurstöður okkar benda til þess að VAIO frumulínan búi yfir stofnfrumueiginleikum, sem dregnir eru fram á yfirborðið í samskiptum við æðaþelsfrumur. Áframhaldandi rannsóknir beinast að frekari greiningu á vefjaræktunarlíkaninu og þeim þáttum sem æðaþelið seytir og stuðla að greinóttri formbyggingu VAIO í þrívíðum ræktunum. V-49 Hlutverk protein tyrósín fosfatasa 1B (PTP1B) í brjóstastofnfrumulínunni D492 Bylgja Hilmarsdóttir, Katrin Ósk Guðmundsdóttir, Ragnar Pálsson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala, líffærafræði læknadeildar HÍ bylgjah@gmail. com Inngangur: PTPlb tyrosín fosfatasi er skráður af geni (PTPNl) sem staðsett er á 20ql3, en á þessu svæði er algengt að finna mögnum í brjóstaæxlum. D492 er brjóstastofnfrumulína (Gudjonsson et al G&D 2002) sem var gerð ódauðleg með víxlveirugenaferju sem flutti æxlisgenin E6/E7 inn í genamengi hennar. Innskotsstaður víxlveirugenaferjunnar var einangraður með Inverse PCR (iPCR) þar sem finna mátti DNA röð víxlveirunnar í erfðamengi D492. BLAST leit leiddi í ljós að innskotsstaðurinn var á litningi 20ql3.1 eða um 95 kílóbasa neðan við PTPIN genið. í ljósi þessarar staðsetningar innskostsins höfum við mikinn áhuga að rannsaka hvaða áhrif innskotið hefur á virkni PTPlb í D492 samanborið við aðrar brjóstaþekjufrumur. Markmið: Að kanna hvaða áhrif PTPlb hefur á eiginleika D492 frumulínunnar og hvort að þau megi að hluta til rekja til innskots á E6/E7 í genamengi frumulínunnar. Aðferðir: Ræktun frumna í tvívíðri rækt, Western blettun, notkun lyfjahindra í frumurækt og flæðifrumusjárgreining. Niðurstöður: Westem blettun leiddi í ljós að tjáning PTPlb próteinsins er mun meiri í D492 frumulínunni en í ferskum (primary) bróstþekjufrumum. Þetta bendir til að víxlveiran hafi áhrif á genatjáningu frumulínunnar. Til að kanna starfrænt hlutverk PTPlb í D492 voru áhrif sértæks PTPlb hindra könnuð á D492 og fleiri frumulínur. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að PTPlb próteinið sé mikilvægt í D492 frumulínunni þar sem 16uM styrkur af hindra nægir til að framkalla víðtækan frumudauða (IC50 fyrir hindrann er 8uM). Hindrinn hefur ekki slík áhrif MCF-7, sem er krabbameinsfrumulína úr brjósti. Vinna við frumuflæðisjárgreining er gangi sem staðfestir mikinn frumudauða. Ekki er ljóst á núverandi tímapunkti hvort að frumudauðinn orsakist af stýrðum frumudauða eða almennum frumudauða (nekrósu) Ályktanir: Innskotstaður víxlgenaferjunnar í D492 er mjög áhugaverður og virðist hafa áhrif á tjáningu gensins PTPIB í frumulínunni. D492 er mjög viðkvæm fyrir lyfjahindrun á PTPIB sem gefur til kynna mikilvægi gensins fyrir hana. Áframhaldandi rannsóknir miða að því að þagga niður tjáningu PTPNl með RNAi tækni og kanna hvaða áhrif það hefur stofnfrumueiginleika D492. V-50 Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur draga úr tjáningu á yfirborðssameindum sem taka þátt í vakasýningu og ræsingu T-frumna Arna Stefánsdóttir1-2, Ingibjörg Harðardóttir2, Jóna Freysdóttir1-3 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala, 2læknadeild HÍ, ’ónæmisfræðideild Landspítala jonaf@landspitali.is 28 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.