Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 47
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 56
sökuðum hvort vigtun með einfaldri, hreinlegri og ásættanlegri
aðferð fyrir konur gæti gefið góða mynd af tíðablóðtapi og svör-
un við meðferð.
Aðferð: Þátttakendur svöruðu spurningaskema um tíðablæð-
ingar og almenna blæðingahneigð. Við næstu tíðablæðingar
söfnuðu allir þátttakendur notuðum bindum, pökkuðu þeim
inn í ógagnsæjar loftþéttar umbúðir samkvæmt leiðbeiningum.
Notuðu bindin voru vigtuð og talin á rannsóknastofu, áður
þekkt þurrvigt dregin frá og mismunurinn var þyngd heild-
armagns blæðinga. Vegið magn tíðablóðtaps var borið saman
milli hópa kvenna, sem taldar voru hafa eðlilegar, auknar eða
minnkaðar tíðablæðingar.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 113 og var greiningarhópum
skipt í (1) konur með eðlilegar blæðingar (26 fullorðnar og 52
unglingsstúlkur, sem notuðu ekki getnaðarvamarpillu eða
lykkju, (2) sjö með eðlilegar blæðingar á pillunni, (3) sautján
ómeðhöndlaðar konur með asatíðir skv. klínísku mati kvensjúk-
dómalæknis, (4) sex konur sem voru á pillunni vegna asatíða, og
(5) fimm unglingsstúlkur með miklar blæðingar að eigin mati.
Meðal heildarmagn blæðinga kvenna með eðlilegar blæðingar
var 51g±4 (5-144), engirm munur var milli unglingsstúlkna og
fullorðinna. Meðal heildarmagn blæðinga hjá konum með asa-
tíðir var 217g±26 (63 - 402)(p<0,001, Mann-Whitney próf). Pillan
minnkaði eðlilegar blæðingar í 13g±2 (3-19)(p<0,0001) og asa-
tíðir í 74±21 (28-140)(p<0,01).
Ályktun: Vigtun greindi á milli hópanna og gefur vísbendingu
um að aðferðin sé nothæf til greiningar á asatíðum og svörun
við meðferð.
V-96 Æðaþelsfrumur örva vöxt og sérhæfingu
brjóstaþekjufruma í þrívíðri frumuræktun
Sævar Ingþórsson, Valgarður Sigurðsson, Magnús Karl Magnússon,
Þórarinn Guðjónsson
Rannsóknastoua í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala,
líffærafræði læknadeildar HI
saevari@hi.is
Inngangur: Vaxandi þekking á vefjamyndun líffæra bendir til
þess að æðaþelsfrumur spili stórt hlutverk í þroskun og sérhæf-
ingu vefja. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að æðaþel gegni
lykilhlutverki í stofnfrumuvist (e. niche) í ýmsum líffærum. Lítið
er hins vegar vitað um áhrif æðaþels á sérhæfðar þekjufrumur
(kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumur) og stofnfrumur í brjóstkirtli.
Nauðsynlegt er að auka þekkingu á vefjamyndun í brjóstkirtli
þar sem líklegt er að sú vitneskja auðveldi frekari kortlagningu
fyrstu skrefa brjóstakrabbameinsmyndunar.
Markmið: Þróun vefjaræktunarmódels sem líkir eftir aðstæðum
í brjóstkirtli og nýting slíks módels til að kanna áhrif æðaþels-
fruma á vöxt og formgerð sérhæfðra þekjufruma og stofnfruma
í brjóstkirtli.
Aðferðir: Ferskar æðaþelsfrumur og þekjufrumur voru einangr-
aðar úr brjóstaminnkunaraðgerðum skv stöðluðum aðferðum.
Einnig var notast við brjóstaþekjufrumulínurnar D382 (kirtil-
þekjufrumulína) og D492 (stofnfrumulína). Þekjufrumum var
steypt ásamt æðaþeli í grunnhimnuefni og áhrif æðaþels á form-
gerð og stærð frumu-’þyrpinga metin. Til að meta áhrif leys-
anlegra þátta voru frumurnar ræktaðar aðskildar með Transwell
filtrum ásamt því að notuð voru hindrandi mótefni gegn vaxt-
arþáttunum hepatocyte growth factor (HGF) og epidermal
growth factor (EGF).
Niðurstöður: í samrækt með kirtilþekjufrumum stuðlaði æðaþel
að myndun kirtilberja og aukningu á fjölda kirtilberja. Kirtilberin
mynda miðlægt hol líkt því sem sést í brjóstkirtlinum Þessi
holmyndun eykst mikið í samrækt með æðaþeli. Sambærilegar
niðurstöður fást í samrækt með D382 þó er holmyndun ekki eins
áberandi og hjá primary frumunum. Æðaþelsfrumur örva vöxt
vöðvaþekjufruma en formgerð er óbreytt miðað við viðmið-
unarrækt. D492 stofnfrumulínan myndar greinótta kirtilganga
í þrívíðri rækt ef frumurnar eru ræktaðar í ákveðnum þéttleika.
Æðaþelsfrumurnar stuðla hins vegar að klónal vexti kirtilgang-
ana út frá einni frumu. Þegar frumurnar voru samræktaðar
aðskildar með Transwell filtrum hafði æðaþelið einnig vaxt-
arhvetjandi áhrif.
Ályktun: Þessar rannsóknir sýna að æðaþelsfrumur hvetji vöxt
og sérhæfingu brjóstaþekjufruma í þrívíðri rækt, og er líklegt að
þessum áhrifum sé m.a. miðlað af leysanlegum vaxtarþáttum
frá æðaþeli. Rannsóknir okkar benda einnig til þess að æðaþel sé
mikilvægur þáttur í vist stofnfruma í brjóstkirtli. Áframhaldandi
rannsóknir okkar miða að því að sundurgreina þá þætti frá
æðaþelinu sem stuðla að vexti og formmyndun þekjuvefjar og
einnig að greina þá ferla í þekjuvefsfrumum sem spila lykilhlut-
verk greinóttri formgerð brjóstkirtilsins.
V-97 Tjáning sprouty próteina í lungnaþekjufrumulínunni
VA10
Ari Jón Arason, Ólafur Baldursson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl
Magnússon
Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, líffærafræðideild læknadeildar
HÍ, blóðmeinafræðideild Landspítala, lyfjafræðideild HI, lungnadeild
Landspítala
aja1@hi.is
Inngangur: Týrósín kínasa viðtakar (RTK) og innanfrumuferlar
tengdir þeim spila lykilhlutverk í myndun greinóttrar form-
gerðar ýmissa líffæra, þ.m.t. lungna. Nýlegar rannsóknir sýna
að RTK er stýrt af sprouty prótein fjölskyldunni. Sprouty
fjölskyldan samanstendur af fjórum próteinum, sprouty 1-4.
VAIO er berkjufrumulína sem búin var til á rannsóknastofu
okkar (Halldórsson et al In Vitro 2007). Hún myndar greinótta
berkju-alveolar formgerð í þrívíðri rækt sem bendir til þess að
frumulínan búi yfir ákveðnum stofnfrumeiginleikum.
Markmið: Að kanna tjáningu Sprouty próteina í VA10 frumu-
línunni í tvívíðum ræktunum og í framhaldi að rannsaka hvaða
áhrif sprouty próteinin hafa á berkju-alveolar formbyggingu í
þrívíðri rækt.
Aðferðir: VA10 frumulínan var ræktuð í tvívíðri rækt á sérhæfðu
lungnaþekjufrumuæti. Prótein og RNA var einangrað við mis-
munandi vaxtaraðstæður frumanna til að fá sem heildstæðasta
mynd af tjáningu valinna próteina. Tjáning á sprouty í VA10 var
metin með mótefnalitunum og Western blettun. Rauntíma PCR
LÆKNAblaðið 2008/94 47