Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 47
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 sökuðum hvort vigtun með einfaldri, hreinlegri og ásættanlegri aðferð fyrir konur gæti gefið góða mynd af tíðablóðtapi og svör- un við meðferð. Aðferð: Þátttakendur svöruðu spurningaskema um tíðablæð- ingar og almenna blæðingahneigð. Við næstu tíðablæðingar söfnuðu allir þátttakendur notuðum bindum, pökkuðu þeim inn í ógagnsæjar loftþéttar umbúðir samkvæmt leiðbeiningum. Notuðu bindin voru vigtuð og talin á rannsóknastofu, áður þekkt þurrvigt dregin frá og mismunurinn var þyngd heild- armagns blæðinga. Vegið magn tíðablóðtaps var borið saman milli hópa kvenna, sem taldar voru hafa eðlilegar, auknar eða minnkaðar tíðablæðingar. Niðurstöður: Þátttakendur voru 113 og var greiningarhópum skipt í (1) konur með eðlilegar blæðingar (26 fullorðnar og 52 unglingsstúlkur, sem notuðu ekki getnaðarvamarpillu eða lykkju, (2) sjö með eðlilegar blæðingar á pillunni, (3) sautján ómeðhöndlaðar konur með asatíðir skv. klínísku mati kvensjúk- dómalæknis, (4) sex konur sem voru á pillunni vegna asatíða, og (5) fimm unglingsstúlkur með miklar blæðingar að eigin mati. Meðal heildarmagn blæðinga kvenna með eðlilegar blæðingar var 51g±4 (5-144), engirm munur var milli unglingsstúlkna og fullorðinna. Meðal heildarmagn blæðinga hjá konum með asa- tíðir var 217g±26 (63 - 402)(p<0,001, Mann-Whitney próf). Pillan minnkaði eðlilegar blæðingar í 13g±2 (3-19)(p<0,0001) og asa- tíðir í 74±21 (28-140)(p<0,01). Ályktun: Vigtun greindi á milli hópanna og gefur vísbendingu um að aðferðin sé nothæf til greiningar á asatíðum og svörun við meðferð. V-96 Æðaþelsfrumur örva vöxt og sérhæfingu brjóstaþekjufruma í þrívíðri frumuræktun Sævar Ingþórsson, Valgarður Sigurðsson, Magnús Karl Magnússon, Þórarinn Guðjónsson Rannsóknastoua í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala, líffærafræði læknadeildar HI saevari@hi.is Inngangur: Vaxandi þekking á vefjamyndun líffæra bendir til þess að æðaþelsfrumur spili stórt hlutverk í þroskun og sérhæf- ingu vefja. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að æðaþel gegni lykilhlutverki í stofnfrumuvist (e. niche) í ýmsum líffærum. Lítið er hins vegar vitað um áhrif æðaþels á sérhæfðar þekjufrumur (kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumur) og stofnfrumur í brjóstkirtli. Nauðsynlegt er að auka þekkingu á vefjamyndun í brjóstkirtli þar sem líklegt er að sú vitneskja auðveldi frekari kortlagningu fyrstu skrefa brjóstakrabbameinsmyndunar. Markmið: Þróun vefjaræktunarmódels sem líkir eftir aðstæðum í brjóstkirtli og nýting slíks módels til að kanna áhrif æðaþels- fruma á vöxt og formgerð sérhæfðra þekjufruma og stofnfruma í brjóstkirtli. Aðferðir: Ferskar æðaþelsfrumur og þekjufrumur voru einangr- aðar úr brjóstaminnkunaraðgerðum skv stöðluðum aðferðum. Einnig var notast við brjóstaþekjufrumulínurnar D382 (kirtil- þekjufrumulína) og D492 (stofnfrumulína). Þekjufrumum var steypt ásamt æðaþeli í grunnhimnuefni og áhrif æðaþels á form- gerð og stærð frumu-’þyrpinga metin. Til að meta áhrif leys- anlegra þátta voru frumurnar ræktaðar aðskildar með Transwell filtrum ásamt því að notuð voru hindrandi mótefni gegn vaxt- arþáttunum hepatocyte growth factor (HGF) og epidermal growth factor (EGF). Niðurstöður: í samrækt með kirtilþekjufrumum stuðlaði æðaþel að myndun kirtilberja og aukningu á fjölda kirtilberja. Kirtilberin mynda miðlægt hol líkt því sem sést í brjóstkirtlinum Þessi holmyndun eykst mikið í samrækt með æðaþeli. Sambærilegar niðurstöður fást í samrækt með D382 þó er holmyndun ekki eins áberandi og hjá primary frumunum. Æðaþelsfrumur örva vöxt vöðvaþekjufruma en formgerð er óbreytt miðað við viðmið- unarrækt. D492 stofnfrumulínan myndar greinótta kirtilganga í þrívíðri rækt ef frumurnar eru ræktaðar í ákveðnum þéttleika. Æðaþelsfrumurnar stuðla hins vegar að klónal vexti kirtilgang- ana út frá einni frumu. Þegar frumurnar voru samræktaðar aðskildar með Transwell filtrum hafði æðaþelið einnig vaxt- arhvetjandi áhrif. Ályktun: Þessar rannsóknir sýna að æðaþelsfrumur hvetji vöxt og sérhæfingu brjóstaþekjufruma í þrívíðri rækt, og er líklegt að þessum áhrifum sé m.a. miðlað af leysanlegum vaxtarþáttum frá æðaþeli. Rannsóknir okkar benda einnig til þess að æðaþel sé mikilvægur þáttur í vist stofnfruma í brjóstkirtli. Áframhaldandi rannsóknir okkar miða að því að sundurgreina þá þætti frá æðaþelinu sem stuðla að vexti og formmyndun þekjuvefjar og einnig að greina þá ferla í þekjuvefsfrumum sem spila lykilhlut- verk greinóttri formgerð brjóstkirtilsins. V-97 Tjáning sprouty próteina í lungnaþekjufrumulínunni VA10 Ari Jón Arason, Ólafur Baldursson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, líffærafræðideild læknadeildar HÍ, blóðmeinafræðideild Landspítala, lyfjafræðideild HI, lungnadeild Landspítala aja1@hi.is Inngangur: Týrósín kínasa viðtakar (RTK) og innanfrumuferlar tengdir þeim spila lykilhlutverk í myndun greinóttrar form- gerðar ýmissa líffæra, þ.m.t. lungna. Nýlegar rannsóknir sýna að RTK er stýrt af sprouty prótein fjölskyldunni. Sprouty fjölskyldan samanstendur af fjórum próteinum, sprouty 1-4. VAIO er berkjufrumulína sem búin var til á rannsóknastofu okkar (Halldórsson et al In Vitro 2007). Hún myndar greinótta berkju-alveolar formgerð í þrívíðri rækt sem bendir til þess að frumulínan búi yfir ákveðnum stofnfrumeiginleikum. Markmið: Að kanna tjáningu Sprouty próteina í VA10 frumu- línunni í tvívíðum ræktunum og í framhaldi að rannsaka hvaða áhrif sprouty próteinin hafa á berkju-alveolar formbyggingu í þrívíðri rækt. Aðferðir: VA10 frumulínan var ræktuð í tvívíðri rækt á sérhæfðu lungnaþekjufrumuæti. Prótein og RNA var einangrað við mis- munandi vaxtaraðstæður frumanna til að fá sem heildstæðasta mynd af tjáningu valinna próteina. Tjáning á sprouty í VA10 var metin með mótefnalitunum og Western blettun. Rauntíma PCR LÆKNAblaðið 2008/94 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.