Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 43
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 bráða legudeildum Landspítals á 12 8-tíma vöktum. Samtals greindust 434 tafir og truflanir. Meðalfjöldi truflana/tafa var því 4,52/klst. Algengastar voru tafir og truflanir a) vegna skorts á stoðþjónustu vegna beinnar og óbeinnar hjúkrunar og deild- arvinnu og b) vegna samskipta eða upplýsinga. Tafir og truflanir áttu sér oftast stað þegar hjúkrunarfræðingurinn sinnti beinni eða óbeinni hjúkrun og lyfjaumsýslu. Ályktun: Niðurstöður gefa vísbendingar um að truflanir og tafir séu tíðar í vinnu hjúkrunarfræðinga á bráða legudeildum Landspítala við umönnun sjúklinga sem getur ógnað öryggi þeirra. Skortur virðist á stoðþjónustu og að bæta megi samskipti og upplýsingar til að gera vinnu hjúkrunarfræðinga skilvirkari. V-86 Líðan skurðsjúklinga á skurðdeild og sex vikum eftir aðgerð Herdís Sveinsdóttir1'2, Heiða Steinurm Ólafsdóttir2, Katrín Blöndal2, Sesselja Jóhannsdóttir2, Sigríður S. Þorleifsdóttir2, Soffía Eiríksdóttir2, Þuríður Geirsdóttir2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala herdis@hi.is Inngangur: Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að yfirvofandi skurðaðgerð veldur fólki kvíða og einkennum sem getur haft áhrif á allt bataferlið og jafnframt að mikilvægi umönnunar fyrir aðgerð og á sjúkrahúsi á líðan sjúklinga og bataferlið. Markmið: Að lýsa algengi einkenna skurðsjúklinga á sjúkra- deild eftir aðgerð og sex vikum eftir útskrift af sjúkrahúsi; lýsa sjúklingafræðslu tengt aðgerðaferlinu og skoða samband ein- kenna og sjúklingafræðslu. Aðferð: Urtak rannsóknarinnar takmarkaðist við sjúklinga sem fóru í ákveðnar aðgerðir á Landspítala frá 15. janúar 2007 til 15. júlí 2007, gátu lesið og skilið íslensku, dvöldu að minnsta kosti 24 klst. á sjúkrahúsinu, útskrifuðust heim og hjúkrunarfræðing- ar mátu hæfa til þátttöku. Gagna var aflað með spurningalista þar sem spurt er m.a. um líkamlega einkenni, svefn, verki, sjúklingafræðslu og kvíða og þunglyndi með notkun HADS- mælitækinu. Gagnasöfnun fór fram á sjúkrahúsinu og heima sex vikum eftir útskrift. Niðurstöður: Þátttakendur voru 572 (303 karlar/245 konur). Skv. HADS flokkast 49 til 59 sjúklingar með marktækan kvíða eða þunglyndi. Einkenni sem valda mestri vanlíðan á spítala og heima eru erfiðleikar með hreyfingu, erfiðleikar með kynlíf og mæði. Um 10% sjúklinga upplifði verki að styrk 7 á kvarða frá 0-10, heima eða á spítalanum. Af 23 atriðum sem spurt var um sögðust þátttakendur vilja betri upplýsingar um fylgikvilla aðgerðar, tíma sem tekur að jafna sig, í hvaða tilvikum ætti að hafa sambandi við lækni/deild, hreyfingu, sjúkdóminn, verki, notkun verkjalyfja og hvenær eigi að draga úr notkun þeirra, mataræði, hægðir, hvenær má hefja störf að nýju og um skurð- sárið. Sterkt jákvætt samband var á milli líkamlegra einkenna við kvíða og þunglyndi heima og á spítala. Nokkur munur var á kynjum í sjálfsmati þeirra á einkeimum og fræðslu. Ályktun: Endurskoða þarf fræðslu til skurðsjúklinga og eft- irfylgni með þeim eftir aðgerð ekki síst m.t.t. kvíða og þung- lyndis. V-87 Fræðslu- og stuðningsmeðferð fyrir fjölskyldumeðlimi einstaklinga með átröskun til að styðja þá til bata Margrét Gísladóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2 Hjúkrunarfræðideild HI margretgisla@simnet. is Útdráttur: Eitt til þrjú prósent kvenna eru talin fá átröskun á aldrinum 14-19 ára en allt að 10% kvenna eru talin fá átrösk- unareinkenni. Aðstandendur einstaklings með átröskun hafa ekki fengið nægilegan stuðning í heilbrigðiskerfinu en tilgangur rannsóknarinnar var að þróa og prófa hjúkrunarmeðferð á að- standendum einstaklinga með átröskun til að styðja þá til bata. í rannsókninni var notað aðlagað tilraunasnið (quasi) með eins hóps fyrir- og eftirprófun. Aðferðir: Einstaklingar með átröskun höfðu sjúkdómsgrein- inguna lystarstol, lotugræðgi eða átröskun, sem var ekki skil- greind að öðru leyti, og voru á aldrinum 13-31 árs. Aðstandendur voru foreldrar, makar eða systkini eldri en 18 ára. Veitt var fræðsla og stuðningsmeðferð fyrir 21 þátttakanda í þremur hópum. Hver hópur kom í fjögur skipti og stóð meðferðin í 3-4 vikur fyrir hvern hóp fyrir sig. Stuðst var við Calgary-fjölskyldumeðferðarlíkanið sem byggist á kerfakenningum, póstmódernisma, stýrifræði, samskiptakenn- ingum, breytingakenningum og líffræðikenningu hugans. Lagðir voru fyrir þrír spurningalistar, LEE (Cole og Kazarian, 1998), FQ (Wiedemann, Rayki, Feinstein og Hahlweg, 2002) og ABOS (Vanderycken, 1992) fyrir fyrsta tímann og eftir síðasta tímann. Jafnframt var lagður fyrir aðstandendur bakgrunns- spumingalisti og spurningalisti um mat þeirra á fræðslu- og stuðningsmeðferðinni eftir síðasta tímann. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að marktæk breyt- ing varð á kvörðunum skilningur í LEE-spumingalistanum og matarhegðun, áhyggjur af þyngd og mat og innsæi í sjúkdóm í ABOS-spurningalistanum og breyting varð á öðrum kvörðum í rétta átt. 95% aðstandenda voru ánægð með stuðningsmeðferð- ina og umræðu í tímum. Yfir 80-90% fannst fræðslan skiljanleg, gagnleg og hjálpleg eða frekar skiljanleg, -gagnleg og -hjálpleg. 80-95% aðstandenda vom ánægðust með að skrifa um reynslu sína af að vera aðstandandi einstaklings með átröskun. Ályktanir: Rannsóknin gefur vísbendingar um að fræðslu- og stuðningsmeðferð geti komið aðstandendum og átröskunar- sjúklingum að gagni. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sinni stuðningi við aðstandendur, slíkt mun skila sér í bata skjólstæð- inga með átröskun. LÆKNAblaðið 2008/94 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.