Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 39
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 Rasch greining á hrátölum allra atriða var framkvæmd með WINSTEPS forritinu til að kanna hvort kvarðinn stæðist stað- hæfingar greiningaraðferðarinnar og hvort atriði hans myndi eina vídd. Niðurstöður: Öll atriði kvarðans mynda eina hugsmíðaheild að tjáskiptaatriðunum undanskildum. Eitt atriði af 20 var með infit MnSq > 1,4 og z > 2, eða 5%. Með því að sameina tvö þrep (munnleg aðstoð og eftirlit) má leiðrétta víxlun þröskulda. Áreiðanleiki kvarðans til að skipta einstaklingum í hópa (person separation reliability) var 0,9, þannig að hægt er að nota kvarðann til að nema breytingu á ástandi. Ályktun: Breyting ADL raðkvarða A-ONE matstækisins í jafn- bila mælikvarða eykur á nákvæmni kvarðans og rannsókn- armöguleika matstækisins. Með breytingunni verður því hægt að beita stærðfræðilegum aðgerðum til að mæla árangur í end- urhæfingu, kanna áhrif mismunandi íhlutunar og hvers konar breytingar á frammistöðu. V-76 Áhrif árlegra breytinga á vigtum NordDRG flokkunarkerfisins, á legulengd og kostnað meðferðar á Landspítala Elín J.G. Hafsteinsdóttir', Luigi Siciliani2 'Landspítala og hagfræðideild háskólans í York, 2hagfræðideild háskólans í York, Englandi elinhaf@landspitali.is Inngangur: Kjarninn í stefnu stjórnvalda við fjármögnun sjúkra- húsa felst í hvort, og þá hvernig, fjárveiting til sjúkrahúsa hefur áhrif á kostnað þjónustunnar, gæði hennar og magn. Fræðileg líkön, sem leitast við að lýsa viðbrögðum sjúkrahúsa, benda til þess að breytingar á verðum fyrir þjónustu geti haft í för með sér breytingar á þjónustu til sjúklinga. í fyrsta lagi benda þau til þess að hækki verð þá hafi sjúkrahús tilhneigingu til þess að veita sambærilegum sjúklingum meiri þjónustu en það gerði fyrir breytingu (freistniáhrif, e. moral hazard effect). I öðru lagi hafi þau tilhneigingu til þess að velja veikari sjúklinga til meðferðar en áður (valáhrif). Þessu er öfugt farið ef verð lækkar. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvort árlegar breytingar á vigtum NordDRG flokkunarkerfisins, sem notað er til þess að dreifa fjárveitingum innan Landspítala, hafi haft áhrif á þjónustumagn, á árunum 2003-2005. Aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum úr DRG grunni Landspítala. Við greininguna er notuð aðhvarfsgreining fyrir panil gögn, þar sem panill er skilgreindur út frá DRG flokkum. I greiningunni er legulengd sjúklinga og kostnaður meðferðar notuð sem vísar fyrir þjónustumagn. Mælingar á meðalbráð- leika sjúklinga eru notaðar til þess að leiðrétta fyrir hugsanleg- um valáhrifum á magn þjónustu. Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að hækkun á meðalvigt DRG um 80 prósent tengist 0,6 daga lengingu á meðallengd legu, þar af eru 8,5 prósent tengd „veikari sjúklingum", þ.e. val- áhrifum. Sama hækkun á meðalvigt tengist 40.300 kr. hækkun á meðalkostnaði meðferðar, þar af eru 9,6 prósent tengd valáhrif- um. Marktækur munur er á tengslum breytinga á meðalvigt og kostnaði, eftir tegund DRG flokka. Ályktun: Niðurstöðurnar benda því til að á árunum 2003-2005 megi greina bæði freistniárif og valáhrif, á legulengd og kostn- að, í tengslum við árlegar breytingar á DRG vigtum. V-77 Áhrif kverkeitlatöku á sóra (psoriasis) Ragna Hlín Þorleifsdóttir1-2, Andrew Johnston3, Sigrún Laufey Sigurðardóttir1, Jón Hjaltalín Ólafsson2, Bárður Sigurgeirsson2, Hannes Petersen4, Helgi Valdimarsson1 'Ónæmisfræðideild, 2húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, ■’húðsjúkdómadeild, University of Michigan, 4háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala ragnah@tandspitaii.is Inngangur: Streptókokkasýkingar hafa verið tengdar tilurð og versnun á sóra. Nokkrar rannsóknir hafa gefið vísbendingu um bata sórasjúklinga eftir kverkeitlatöku. Hins vegar hafa þessar rannsóknir allar verið afturvirkar eða án viðmiðunarhóps og í mörgum þeirra var bæði um ræða einstaklinga með dropa- og krónískan skellusóra. Markmið: Að ákvarða hvort kverkeitlataka sé raunhæfur með- ferðarmöguleiki fyrir einstaklinga með krónískan skellusóra og enn frekar að kanna hlutverk kverkeitla T-frumna í meinmynd- un sóra. Aðferðir: Fjörutíu manns með krónískan skellusóra er skipt í tvo sambærilega hópa þar sem annar hópurinn fer í kverkeitlatöku en hinn er til viðmiðunar. Einstaklingarnir eru metnir á tveggja mánaða fresti í tvö ár með viðtölum, mati á útbreiðslu og virkni útbrotanna (PASI mat), ljósmyndun og lífsgæðaspurningum. Auk þess eru gerðar ýmsar ónæmisfræðilegar mælingar á T- frumum úr blóði og kverkeitlum, meðal annars með frumuflæð- isjá. Niðurstöður: í lok febrúar 2008 hafa 21 tekið þátt í rannsókninni í að minnsta kosti tvo mánuði. Frumniðurstöður benda til 42% lækkunar á PASI mati hjá þeim sem hafa farið í kverkeitlatöku (n=13) miðað við 1% meðaltalslækkun í viðmiðunarhóp (n=8). Auk þess virðast koma fram breytingar í svörun T-frumna gegn amínósýruröðum sem sameiginlegar eru M-prótíni streptóckokka og keratíni í yfirhúð í blóði þeirra sem fóru í kverkeitlatöku. Ályktun: Þessar frumniðurstöður benda til þess að kverkeitla- taka hafi a.m.k. tímabundin áhrif á krónískan skellusóra til batnaðar. Einnig benda þær til að þessi áhrif tengist hugsanlega breytingum á T-frumu svörum gegn peptíðum sem eru álitin geta verið sjálfsvakar (autoantigens) í sóra. V-78 Líðan starfsmanna á sjúkrahúsi - list hins mögulega í eldhúsi og þvottahúsi Sigrún Gunnarsdóttir Þróunarskrifstofau hjúkrunarforstjóra Landspítala sigrungu@tandspitaii.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna líðan starfsmanna í eldhúsi og þvottahúsi Landspítala frá stjórn- arhóli starfsmanna sjálfra. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan ófaglærðra starfsmanna sjúkrahúsa en ljóst margir þættir LÆKNAblaðið 2008/94 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.