Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 22
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 V-32 Stöðluð skráning í sjúkraþjálfun: Réttmætis- og áreiðanleikaprófun á orðasafni meðferða og vörpun þess í Metathesaurus Arna Harðardóttir1, María Heimisdóttir1, Alan Aronsson2, Valgerður Gunnarsdóttir3 'Hag- og upplýsingasvið Landspítala, 2National Library of Medicine, NIH Bethesda, 3Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins arnah<Blandspitali.is Markmið: A Landspítala er til nýtt orðasafn, 141 orð, sem lýsir meðferðum sjúkraþjálfara spítalans. Rartnsókn þessi fjallar um eftirfarandi rannsóknarspumingar: 1. Inniheldur orðasafnið öll meðferðarform sem sjúkraþjálfarar á LSH veita? 2. Er orðasafnið áreiðanlegt í klínískri virtnu á LSH? 3. Er hægt að varpa orðasafn- inu yfir í flokkunar- og kóðxmarkerfi í UMLS, Metathesaurus? Aðferðir: Orðasafnið var þýtt yfir á ensku, bakþýtt og metið af klínískum sérfræðingum í sjúkraþjálfun. Þýðingin er grunnur þriðju rannsóknarspurningarinnar. Spurningarlisti, á íslensku og ensku, var lagður fyrir alla sjúkraþjálfara (N=69) LSH með fjögurra vikna millibili. Sjúkraþjálfarar voru beðnir að meta hversu oft þeir notuðu meðferðina, sem orðið lýsti, síðustu tvær vikurnar (7 punkta raðkvarða). Einnig var óskað eftir viðbótum ef einhver meðferðarorð vantaði. Orðasafninu var varpað, með MetaMap, yfir í 2006AC útgáfu af Metathesaurus að viðbættum fjórðu útgáfu Nursing Intervention Classification (NIC) og 3. útgáfu Nursing Outcome Classification (NOC). Notast var við SPSS, útgáfu 11.0 við greiningu gagna. Niðurstöður: Þýðingin er réttmæt og áreiðanleiki mældist hár og mjög hár (p<0,001). Svörun var 72,5%. Engin orð voru tekin út úr orðasafninu og sex orðum var bætt við. Innihald orðasafnsins (alls 147 orð) er réttmætt. Áreiðanleiki orðasafnsins mældist hár og mjög hár (p<0,001). MetaMap fann nákvæmlega eins orð í 40% af flokk- unar- og kóðunarkerfum í Metathesaurus og flest orð, 37%, vörpuðust yfir í SNOMED CT í Metathesaurus. Orðasafnið hefur verið kóðað og er þegar í notkun í Sögu sjúkra- skrárkerfi Landspítala. V-33 Innri áreiðanleiki og réttmæti DASS samkvæmt MINI Baldur Heiðar Sigurðsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson, Sigurður J. Grétarsson Geðsviði Landspítala, læknadeild, sálfræðiskor HÍ baldurhs@landspitali.is Inngangur: DASS-listinn er stuttur og handhægur sjálfsmats- kvarði sem metur einkenni þunglyndis, kvíða og streitu og var hann upprunalega hannaður í þeim tilgangi að geta greint betur á milli þunglyndis og kvíða en hægt hefur verið með öðrum kvörðum. Niðurstöður rannsókna höfunda listans hafa stutt samleitandi og aðgreinandi réttmæti listans og hafa þær niður- stöður verið studdar í endurteknum rannsóknum erlendis. Innri áreiðanleiki kvarðanna þriggja hefur einnig hlotið endurtekinn stuðning í erlendum rannsóknum. Rannsóknin var liður í loka- verkefni Baldurs Heiðars Sigurðssonar til Cand. Psych. prófs við Háskóla íslands. Markmið: Að meta áreiðanleika undirkvarða íslenskrar þýð- ingar DASS-listans og kanna samleitandi réttmæti þeirra með samanburði við greiningarviðtalið Mini International Neuropsyciatric Interview í úrtaki íslenskra sjúklinga á geð- deildum Landspítala. Aðferð: 37 sjálfboðaliðar, allir sjúklingar á geðsviði Landspítala, tóku þátt í rannsókninni. Úrtakið var því valið af hentugleika og fengu þátttakendur ekkert greitt fyrir þátttökuna. Upplýsingum um þátttakendur var aflað frá þeim sjálfum með MINI grein- ingarviðtalinu og DASS listanum. Þátttakendur voru beðnir um að koma á Prófamiðstöð geðsviðs í greiningarviðtal, þar sem þeir skrifuðu einnig undir upplýst samþykki og svöruðu spum- ingalistum. Niðurstöður: Innri áreiðanleiki allra undirkvarða var mjög góður. ROC-greining leiddi í ljós að DASS spáir vel fyrir um greiningu MINI á þunglyndi og gefur góða vísbendingu um kvíðaröskun. Þeir sem greindust með almenna kvíðaröskun skoruðu hærra á streitukvarðanum en þeir sem ekki greinast með almenna kvíðaröskun. Ályktun: íslensk þýðing Dass-listans er áreiðanlegur sjálfs- matskvarði sem gefur góða vísbendingu um hvort svarandi greinist með þunglyndi og kvíða. Sé einkunn hærri en við- miðsgildið á kvíða má líta sérstaklega á streitukvarðann, en há einkunn þar gefur tilefni til að hafa sérstaklega í huga þrálátan kvíðaþátt í þunglyndismeðferð eða jafnvel að grennslast frekar fyrir um hvort um almenna kvíðaröskun sé að ræða. V-34 Innleiðing klínískra gæðavísa/útkomumælinga á bráða- og ferlideild geðsviðs: Könnun á afdrifum og árangri meðferðar hjá sjúklingum með algengar geðraskanir á bráða- og ferlideild geðsviðs við Hringbraut með CORE árangursmatslistanum Baldur Heiðar Sigurðsson, Jón Friðrik Sigurðsson, Halldóra Ólafsdóttir, Pétur Tyrfingsson, Unnur Jakobsdóttir Smári, Kristín Gyða Jónsdóttir, Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir Geðsviði Landspítala baldurhsBlandspitali. is Inngangur: Mikil þörf er fyrir hentugt tæki til að samræma mat á árangri geðmeðferðar hjá sjúklingum. CORE-OM listinn (Clinical Outcomes in Routine Evaluation-Outcome Measure) hefur verið sartnprófaður í Bretlandi á geðdeildum og í heilsu- gæslu. Hann er næmur fyrir breytingum á líðan sjúklinga með algengar geðraskanir og greinir vel á milli klínískra hópa og almennings. Markmið: Að meta árangur geðmeðferðar hjá sjúklingum með algengar geðraskanir á bráða- og ferlideild geðsviðs með það í huga að þeir fái meðferð sem skilar árangri og er sambærileg við það sem best gerist erlendis. Aðferð: CORE-OM listinn var lagður fyrir 520 sjúklinga sem komu í inntökuviðtöl á göngudeild bráða- og ferliþjónustu geðsviðs. Sjúklingar svöruðu síðan styttri útgáfu listans í hverj- um meðferðartíma. í inntökuviðtali var geðgreiningarviðtal samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV lagt fyrir sjúkling og hann svaraði spurningalistum sem mæla þunglyndis-, kvíða 22 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.