Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Blaðsíða 31
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Inngangur: IgA nýmamein (IgA-N) einkennist af útfellingum á IgA innihaldandi ónæmisfléttum og komplementum í nýrna- gauklum. Þessar útfellingar valda bólgu og starfsskerðingu, sem leitt getur til nýrnabilunar. Komplementþættir sem tilheyra bæði styttri ferlinum (alternatíve pathway, AP), C3 og lektínferlinum, finnast í þessum útfellingum. Hugsanlegt er að ónæmisfléttur í IgA-N séu tilkomnar vegna gallaðrar sykrunar (glycosylatíon) á IgA sameindum, sem síðan falla út í nýrum meðal annars vegna skertrar upptöku IgA af átfrumum. Markmið: Heildarmarkmið rannsóknarinnar er að kanna sam- spil gallaðrar sykrunar á IgA og þátta lektínferils komplement- kerfisins. Aðferðir: 1) Sjúklingar og sýni. Blóðsýnum, bæði sermi og EDTA plasma, hefur verið safnað frá 49 sjúklingum með IgA nýrnamein. Til samanburðar var safnað blóðsýnum úr 47 heil- brigðum einstaklingum. 2) Rannsóknir. IgA frá hverjum ein- staklingi var einangrað með sækniskiljrm. Með ELISA mælingu voru síðan sykrur á hjöruliðssvæði IgAl metnar með þremur sértækum lektínpróteinum. Magn og virkni lektínferilspróteina var mælt með ELISA aðferð og IgA-IC og C3d með ELISA aðferð eftir PEG útfellingu. Heildarmagn IgA var mælt sem ónæm- isútfelling í agarose gel. Niðurstöður: IgA nýrnameinssjúklingar sýndu marktækt hærri gildi við mælingu með þremur sértækum lektínum fyrir sykrur borið saman við heilbrigða. Þetta er merki um aukna GalNAc sykrun í endastöðu, sem telst vera óeðlilegt. Ekki fannst mark- tækur munur milli heilbrigða hópsins og IgA nýrnameinssjúkl- inganna hvað varðar magn af MBL, L-og H-fíkólín, MASP-2 og MASP-3. Hins vegar fannst marktæk neikvæð fylgni milli MASP-3 magns og C4d magns annars vegar og óeðlilegrar sykr- unar IgAl sameinda hins vegar. Ályktun: Nokkur hluti sjúklinga með IgA nýmamein er með merki um óeðlilega sykrun á IgAl sameindum í blóði og þessi óeðlilega sykrun tengist jafnframt lækkun á MASP-3 í lektínferli komplementkerfisins. V-56 Mótefnasvar og ónæmisminni aukast við bólusetn- ingu nýburamúsa með prótein-tengdum meningókokka- fjölsykrum C ef ónæmisglæðirinn LT-K63 eða CpG2006 er gefinn með Siggeir F. Brynjólfsson1'2, Stefanía P. Bjarnarson12, Elena Mori3, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, ’Novartis Vaccines, Siena, Italíu,4 deCODE genetics siggeir@landspitali. is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura einkennist af vanþroska. Því er brýnt að þróa bólusetningaleiðir sem hámarka ónæmissvör ný- bura og þar með vernd gegn smitsjúkdómum. Meningókokkar sem geta valdið heilahimnubólgu og blóðsýkingu er gott dæmi um slíkan sýkil. Rannsóknarhópur okkar hefur þróað nýburamúsamódel fyrir pneumókokkasýkingar sem hefur verið aðlagað að bólusetningu gegn meningókokkum. Þar sem meningókokkar sýkja ekki mýs, er vemdandi virkni í sermi eftir bólusetningu metin in vitro sem bakteríudrápsvirkni (serum bactericidial activity, SBA). Verndandi áhrifum próteintengdra MenC bóluefna hefur verið lýst í unglingum og ungbörnum, en þau hafa ekki verið gefin nýburum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta hæfni pró- teintengds fjölsykmbóluefnis gegn meningókokkum af gerð C (MenC-CRM197) til að vekja ónæmisvar í nýburamúsum. Áhrif ónæmisglæðanna LT-K63, CpG2006 og mismunandi bólusetn- ingaleiða voru einnig könnuð. Aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) voru frumbólusettar með MenC-CRM]97 með eða án LT-K63 eða CpG2006, undir húð (s.c.) eða um nef (i.n.) og endurbólusettar 16 og 30 dögum síðar. Mótefnamagn og sækni var mælt. Einnig mældum við SBA til að meta vernd. Niðurstöður: Hátt IgG mótefnamagn mældist eftír aðra og þriðju bólusetningu með MenC-CRM]97og LT-K63 (p=0,007, eftir þriðju bólusetningu) eða CpG2006 (p<0,005, eftir þriðju bólusetningu. SBA mældist eftir þrjár bólusetningar með MenC-CRM197 einu og sér, en eftir aðeins tvær bólusetningar með MenC-CRM197 + LT-K63. SBA var 50-500 sinnum hærra ef bólusett var með MenC-CRM197 ásamt LT-K63 eða CpG2006 m.v. MenC-CRM]97 eingöngu, annaðhvort með stungu undir húð eða um nef. Ályktun: Rannsóknin sýndi að ónæmisglæðarnir LT-K63 og CpG2006 juku mótefnasvar og ónæmisminni gegn MenC- CRM]97 í nýburamúsum, bæði við bólusetningu með stungu undir húð og með dropum í nef. Niðurstöðurnar benda til að hægt sé að þróa örugga og öfluga leið til bólusetninga nýbura gegn meningókokkum C. V-57 Örverudrepandi peptíðið hCAP18/LL-37 hefur áhrif á ónæmissvör í kverkeitlum sórasjúklinga Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Andrew Johnston, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Helgi Valdimarsson Ónæmisfræðideild Landspítala1, læknadeild HÍ2, Department of Dermatology, University of Michigan, USA3, líffræðistofnun HI1 sigrunls@landspitali.is Inngangur: Ein algengasta sýkingarleið örvera er gegnum önd- unarveg. Eitilvefur er tengist slímhúð munnsvæðis, háls og efri öndunarvegar er því afar mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans. Eitt fyrsta varnarsvar kverkeitla er framleiðsla á örverudrepandi peptíðum. Eitt þeirra, hCAP18/LL-37, hefur bakteríudrepandi virkni gegn bæði Gram jákvæðum og nei- kvæðum bakteríum, sér í lagi streptókokkum. Sýnt hefur verið að sóri getur byrjað í kjölfar hálsbólgu af völdum þ-hemólýt- ískra streptókokka og fá sórasjúklingar að jafnaði tíu sinni oftar slíkar hálsbólgur en óskylt sambýlisfólk og tengjast sýkingarnar versnun sóraútbrota. Markmið verkefnisins var að kanna ónæmisfræðileg áhrif hCAP18/LL-37 á hnattkjarna hvítfrumur sem einangraðar voru úr kverkeitlum sórasjúklinga. Frumurnar voru örvaðar með vaxandi styrk af hCAP18/LL-37 og tjáning yfirborðsviðtaka metin með flæðifrumusjá og seytun frumuboðefna mæld með Luminex. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til þess að LL-37 auki tjáningu hnattkjarna átfrumna á RANTES er örvar skrið og íferð LÆKNAblaðið 2008/94 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.